Þjóðólfur - 07.11.1885, Qupperneq 1
Kemr út á- laugardagsmorgna.
Yerð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.).
Borgist fyrir 15. júlí.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komi til út-
gefanda fyrir 1. október.
ÞJOÐÓLFR.
XXXYII. árg.
Rcykjavík, laugardaginn 7. nóvemker 1885.
X:o 43.
POLITÍK
St.jórn arskrár-pistil 1, til séraÞor-
kels Bjarnasonar, frá Ritstjóra Þjóð-
ólfs. — Góði vin! — í síðasta nr. þessa
blaðs hefir þú sent Friðbirni á Eyri
pistil út af ummælum hans um þig og
stjórnarmálið á síðasta þingi.
Eg og Friðbjörn erum nú, eins og
þú veizt, sitt hvað, og er mér að því
leyti óskylt að vera að svara fyrir hann.
En hann á ekki heima hér í bæ, heldr
nokkuð langt í burtu, og hins vegar
þykir mér sumt svo skakt í grein þinni,
að ég álít skaðlegt, að það breiðist
lengi út ómótmælt og óhrakið. E>ú getr
þessu nærri eftir framkomu minni bæði
hér í blaðinu og á alþingi, og tekr
mér því varla illa upp, þótt ég reyni
að hrekja skoðun þína, úr því að ég
álít hana ranga og skaðlega.
Fúslega skal jeg kannast við það,
að mér líkuðu ekki þessi orð Friðbjarn-
ar: „llla fór Þork. Bj. í stjórnarskrár-
málinu“. Hefði ég stílað grein Frið-
bjarnar, þá hefði ég sagt: „grátlegt
var að vita, hve svo samvizkusamr og
annars skýr maðr, eins og séra Þ. Bj.
er, gat blindazt í sumar í stjórnarskrár-
rnálinu". Þetta hefði ég sagt, því að
það var hjartans sannfærning mín. Þá
er sagt er, að einhverjum „fari illa“,
þá liggr í því ásökun um, að hann
gjöri annað, en hann hyggr sjálfr rétt
vera. Það hefði mér ekki dottið í hug,
að eigna þér. En hitt er ég eins sann-
færðr um, að þér missýnist hrapar-
lega í máli þessu. Þetta tel ég grát-
legt. Það er því sorglegra í mínum
augum, sem ég álít þig nýtari þing-
mann — og ég álít þig mjög nýtan þing-
mann.
Samdóma er ég þér um það, að
þingmaðr eigi að greiða atkvæði eftir
sinni sannfæring, en ekki kjósenda sinna
í hverju því máli, sem hann hefir fasta
sannfæring í. Þó álít ég hitt engan
glæp, að greiða atkvæði eftir því, sem
þingmaðr er viss um að er eindregin
og föst sannfæring alls þorra kjósenda
hans. Það getr hugsazt það mál, að
þingmaðrinn að vísu hafi gagnstæða
skoðun kjósendum sínum, en þykist
hins vegar verða að álíta, að hávaði
þeirra hafi ef til vill betr vit á því
máli, sem þá er um að ræða, og álíti
réttara að meta skoðun þeirra meira
en sína. Það hafa margir vitringar,
miklu meiri menn, en allir vér, sem
á alþingi höfum setið í sumar, fylgt
fram þessari skoðun og talið mörg rök,
og sum mjög sennileg, fyrir henni. Eg
get ekki sagt að ég hafi þessa skoðun,
heldr er ég samdóma þér um, að þing-
maðr eigi að fara eftir sinni skoðun;
en ekki dettr mér í hug að telja þá
glæpamönnum næsta, sem hafa kynnu
hina skoðunina og fylgja henni í verk-
inu.
En ef ég væri sannfærðr um, að allr
þorri kjósenda minna hafi gagnstæða
skoðun mér í máli, sem þeir álíta eitt
ið þýðingarmesta velferðarmál, þá gæti
samvizka mín ekki leyft mér að vera
þingmaðr þeirra lengr, ef þeim hefði
ekki verið skoðun mín á því máli kunn
áðr en þeir kusu mig. Þættist ég hafa
ástæðu til að ætla, að svona stæði á,
þá legði ég óðara niðr umboð mitt sem
þingmaðr, skýrði þeim frá skoðun minni
og byði mig svo aftr fram á ný til
kosninga, svo að kjósendr mínir ættu
kost á að skera úr, hvort þeim þætti
meira í varið: þýðing þessa máls, eða
þingmannskosti mína að öðru leyti.
Svo skulum við tala um stjórnar-
skrár-málið. Þú segist álíta „nauðsyn-
lega þá breytingu, að við fáum sér-
stakan ráðgjafa fyrir ísland, helzt ís-
lenzkan mann, sem mætir á þinginu
og hefir ábyrgð fyrir því“. Þetta heldr
þú „geti nægt fyrst um sinn ?“ — Hvaða
breyting er nú þetta? Sérstakan ráð-
gjafa höfum við; hann heitir Nellemann,
sem stendr, eins og þú veizt. Þótt
hann hafi dómsmálaráðaneyti Dana á
höndum, þá er það laust við störf hans
sem ráðgjafa íslands; hann er íslands
sérstaki ráðgjafi; mál vor heyra undir
engan annan ráðgjafa en hann. Þú
vilt helzt að ráðgjafinn væri íslenzkr.
Það er ósk þín, en þú álítr þó ekki
að það sé nauðsyrilegt skilyrði að svo
sé. Það er því engin breyting. Þú
vilt að ráðgjafinn hafi ábyrgð gegn al-
þingi. Sláðu upp 3. gr. stjórnarskrár-
innar, góði vin; þar sérðu undir eins,
að ráðgjafinn hefir ábyrgð fyrir al-
þingi — á pappírnum. Þetta er þá
engin breyting. Öll sú breyting, sem
þú álítr nauðsynlega, er þá það, að
ráðgjafinn mœti á alþingi. En til þess
hefir ráðgjafinn fult leyfi eftir 34. gr.
stjórnarskrárinnar. f Danmörku liafa
ráðgjafarnir að eins leyfi til að mæta
á þingi (grl. 59. gr.), en enga skyldu.
Og svo er í flestum löndum. Ef það
er nokkar breyting, sem þú vilt hafa í
þessu, þá yrði liún að vera sú, að ráð-
gjafinn yrði skyldaðr til nauðugr, vilj-
ugr að mæta á alþingi. Er það mein-
ingin ?
Viljugan mun þó hvern bezt að kaupa.
Hvað ætli við værum nær þótt við
fengjum karlfauskinn hann gamla Nelle-
mann upp hingað á alþing? Hann skildi
ekki okkr og við ekki hann. Þá getr
hann eins vel „stungið al í vegg“ eins
og í þjóðsögunum segir, og látið okkr
tala við alinn sina. Og þá er herra
Bergr Thorberg eins góðr og hver annar
alr. Yið hann getr þó ráðgjafinn sagt,
eins og í sögunum stendr: „svaraðu
fyrir mig, alrminn, ef mérliggrá!“ —
Við þekkjum þau goðasvör.
En við skulum gjöra betr. Yið skul-
um ímynda okkr að við fengjum ís-
lending fyrir ráðgjafa, sem æli allan
sinn aldr í Kaupmannahöfn, nema hvað
hann skryppi hingað upp í hundadög-
unum annað hvort ár. Við skulum í-
mynda okkr að gamli Oddgeir Stephen-
sen lifði og væri orðinn ráðgjafi ís-
lands. Heldr þú sannarlega, góði vin,
að hann mundi hafa orðið annar maðr