Þjóðólfur - 25.11.1885, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 25.11.1885, Blaðsíða 3
179 valdsmanna. Þeir létu sér þetta að kenningu verða og unnu við næstu kosningar góðan sigr. Ófrelsismenn í öðrum löndum stukku upp til handa og fóta og æptu gleðiópi yfir þvi, að nú væri úti með lýðveldið, nú sýndi það sig, að það gæti ekki borið sig. En ekki varð þeim kápan úr því klæðinu. Bæði á Frakklandi, og í Noregi, þar sem iýðholl og lögtrú stjórn (Sverdrups) drottnar, þar gengr alt vel, en heldr mætti segja um hin ríkin, þar sem konungsvaldið ræðr og ráðaneytið er ófrjálslynt — að þar gangi alt á téfótum. Svo er það t. a. m. hér í Danmörku. Oft hefir illa geng- ið, en aldrei ver en nú. Sumarið gekk í fundarhöld og ræður og æsing- ar á báðar hliðar fram að þingsetn- ingu þ. 5. okt., þá tók nú þingið og ekki betra við. Ráðaneytið lagði fjárlög fyrir næsta ár fyrir þjóðdeild- ina, en bráðabirgðarlögin frá 1. apríl — þau ólöglegu að vinstrimanna tali — kvaðst Estrup ekki mundu leggja fyrir deildina, fyrr en fyrstu umræðu um næstu fjárlög væri lokið. Yinstri- menn létu sér ekki þetta skiljast og sögðu, að ólögmætt væri. Lögin væri Estrup skyldr að leggja þegar fyrir deildina og það alveg skilyrðislaust. Byssulögin (bráðabirgða) lagði Estrup als ekki fyrir deildina. Deildinni þótti sór i meira lagi misboðið í þessu og tók til sinna ráða. Bar Alberti, sjötugi frelsismaðrinn, fram bæði bráða- birgðalögin og voru þau feld af deild- inni. En stjórnin segir sig ekki um slíkt varða, það sé hún ein, sem geti lagt lög fyrir þingið, og verði báiJ- ar deildir aif fella (!) þau, til þess að eigi só gild. Þykir það spáný kenn- ing, eins og svo margt fleira, sem hægrimenn hafa borið fram á inum síðustu tímum. Svo þegar næstu fjárlög komu fyrir, var eins farið með þau, þeim . var slátrað. Yinstrimenn kveðast ekki geta trúað öðru eins ráða- neyti, sem fótum traðkar helztu rótt- indi þjóðarinnar, fyrirnokkrum skild- ing. Þegar slíkt kemr fram við þing- bundna stjórn, er það talið sjálfsagt, og þótt minna sé, að hún fari þegar frá, en slíku fer fjarri hór. Nú sitja þeir sem allra fastast. Um sama leyti sem þetta var, bar það til nýlundu, sem aldrei fyr hefir viðborið slikt hér í landi, að — skotið var á Estrup sjálf- an við portið á ibúðarhúsi hans. Grerði það ungr prentari, Rasmussen að nafni; hann hafði marghleypu og skaut 2 skotum, ið fyrra hitti hnapp á frakka Estups og varð honum það til lifs, hitt hitti als ekki. Maðrinn var þegar tekinn höndum og fang- elsaðr, kvaðst hann hafa gjört það frelsisins vegna. Vinstrim. blöðin hafa ekki síðr en hægriblöðin alveg for- dæmt slik tilræði. En hægriblöðin kváðu alt vera vinstrim. að kenna og æsingum þeirra, og létu öllum illum látum, kváðu vera þörf á lögum til þess að hefta fundahöld, ræðuhöld, ritsvæsni og æsingar. Enda lét stjórn- in ekki beðið boðanna. Ríkisþinginu var þegar frestað til 18. des. og síð- an hafa hver bráðabirgðalögin rekið önnur, alt eftir 25. grein grundvall- arlaganna, sem segir, að „þegar mjög liggi á, og rikisþingið hafi eigi setu, þá geti konungr gefið bráðabirgðalög, sem þá eigi þegar að leggja fyrir þingið“ og náttúrlega megi ekki fara í öfuga.átt við þings vilja og þjóðar. Nú hefir Estrup frestað þinginu, til þess að geta gefið bráðabirgðalög gegn vilja þingsins og sjá allir, hversu 25. gr. er borgið á þann hátt. Merkust af þessum bráðabirgðalögum eru: lög um aukningu lögregluliðsins og stofn- un nýs vopnaðs lögregluflokks; til- gangrinn er áuðsóðr; önnur um æs- ingar i ræðu og riti (viðbót við in dönsku hegningarlög) og er efni þeirra á þessa leið: § 1. Hver sem í ræðu eða riti ræðr til þess að fremja verk, sem hegn- ing liggr við, sætir hegningu sem fyrir saknæmar tilraunir. Sá sem lýkr lofsorði á glæpi og telr þá vel framda, sætir fangelsis- hegningu [þetta á við lík tilfelli, sem það, er við bar hér í Danmörku, að Noes nokkur og Nielsen hjálpuðu lög- reglustj óranum niðr af ræðupalli, eins og óg hefi áðr frá skýrt. Þegar þess- ir tvéir menn voru komnir út úr gæzluvarðhaldi, þá fögnuðu vinstrim. þeim hér í hænum með hátiðahöldum og fagnaði miklum — gáfu þeim silfr- könnur o. s. frv]. § 3. Sá sem í riti eða ræðu eða á einhvern annan hátt sem almenn- um friði standi voði búinn af, eggjar og æsir nokkurn hluta af' alþýðu manna [bændr og verkmenn] til hatrs og heiftar móti öðrum flokk- um [gózeigendum] sætir fangelsishegn- ingu. § 4. Sá sem í ræðu eða riti fer með ósannindi eða rangfærir það, sem gjört er, til þess að vekja hatr eða fyrir- litningu á ríkisstofnunum eða at- höfnum stjórnarinnar, sætir fangelsis- hegningu“. Lög þessi voru gefin þann 2. nóv. og hafa þegar náð gildi. Þau skýra sig sjálf. Það er auðvitað, að öll þessi lög, og það er von á fleirum enn, verða óðara feld, þegar þingið kemr aftr til sögunnar. Jeg þarf ekki að segja frá því, að hægrimenn hafi tignað Estrup enn meir eftir atlöguna en áðr. Alstað- ar streymdu heillaóskir til hans; um hábjartan sunnudag héldu hægrim. (hór um 12000 ein, og er það lítið af öllum Hafnarbúum) fánaför (að sinu leyti eins og blysför) til heiðrs við Estrup, og urðu málaferli nokkur iit úr; nokkrir vinstrimenn blésu í pípu þegar hinir sungu, og hrópuðu: niðr með Estrup, þegar hinir kölluðu: upp með hann, og bráðum á að halda hon- um veglega matarhátið. Yfir höfuð er ástandið ið versta. Kvarta menn af öllum stéttum um litla atvinnu, vantraust manna milli og þar fram eftir götunum. Það er sannarleg skæruöld eða Sturlungaöld hór, en það skilr, að vopnin eru orð; málalyktir eru engar sjáanlegar. Fyrir skömmu er hór dáinn dr. Jón læknir Finsen, sem um hrið var læknir á Akreyri, þótti hann góðr læknir, lærðr vel í sinni ment og inn nýtasti maðr. Raykjavík 23. nóvember. — Póstskipið kom loks i gærkveld. — Opið hréf konungs 2. þ. m. leysir upp „alþingi,' sem nú eru. ■— Annað o. hr. dags. s. d. boðar nyjar kosningar til alþingis, og skulu þær fram fara um alt land á tíma- bilinu 1.—10. júní-mán. 1886, að báð- um þeim dögum meðtöldum. Enn fremr er í sama o. br. ákveðið, að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.