Þjóðólfur - 25.11.1885, Page 4
180
— ið nýkosna alþing komi saman í
Reykjavík til aukafundar 28. júlí 1886;
það má eigi lengri setu eiga en mán-
uð
Sama dag er enn fremr út komin
— ku-l. aug-lýsing til íslendinga um að al-
l»ingi sé leyst upp o. fl. Eftir að kgr. hefir
fyrst skýrt frá þvi. að hann haíi leyst upp al-
þingi og boðað til nýrra kosninga samkv. stj.-
skrá ísl., kemst hann svo að orði:
„TJm leið og Yér birtum þetta Vornm trúu
og kæru þegnum á íslandi, viljum Vérhérmeð
gjöra það kunnugt, svo að eigi verði bygðar
þær vonir á ráðstöfunum pessurn, er stjórnar-
skráin mælir fyrir um, sem eigi munu rætast
á síðan, að Vér munum með engu móti geta
staðfest stjórnarskipunarlaga frumvarp það, cr
alþingi hefir fallizt á, enda þótt svo fari að
það verði samþykt af nýju á inu nýkosna al-
þingi.
Ver kunnum rétt að meta hugarfar það, er
sprottið er af óskin um breytingar á stjórnar-
skránni, og Vér virðum mjög mikils þann inn
hlýja vott um hollustu til Vor, er kemr fram
í ávörpum þeim, er báðar deildir alþingis hafa
sent Oss; enn Vér getum eigi látið þetta halda
oss frá að koma svo fram í því máli, sem
skylda vor gagnvart ríkinu í heild sinni býðr
Oss.
Ef æðsta stjórn íslands yrði fengin í hendr
ábyrgðarlausum landsstjóra, skipuðum af Oss
og með aðsetr í landinu sjálfu, er skyldi hafa
vald til að ráða þeim málum tll lykta í um-
boði Voru, er konunglegs samþykkis þurfa, og
sem skyldi taka sér ráðgjafa, og láta þá fram-
kvæma vald sitt og hafa ábyrgð á stjórnar-
störfunum fyrir alþingi, þá myndi ísland með
þessu móti, eins og Vér þegar áðr höfum tekið
fram i auglýsing vorri til alþingis 23. maí
1873, i raun og veru verða leyst úr öllu sam-
bandi við rikið, þar sem æðsta stjórn þess þá
yrðifalin á hendr stjórnarvaldi i landinu sjálfu,
er óháð væri bæði inni annari stjórn Vorri og
eins ríkisráði voru. Enn slíkt fyrirkomulag
mundi fara i bága við ina gildandi stjórnar-
skipun ríkisins, og gæti eigi samrýmzt stöðu
íslands að lögum sem óaðskiljanlegs hluta Dana-
veldis, er gjörir það að verkum, að æðsta stjórn
inna islenzku mála sem og allra mála ríkisins
til samans verðr að vera í höfuðstað Vorum,
eins og líka er gengið út frá í lögunuin 2.jan.
1871, 6. gr.
Enn fremr hefir það eigi getað dulzit Oss,
að alþingi hefir tekið upp i fyrstu greinir
frumvarps sins ákvarðanir um það, hver séu
sérstakleg málefni íslands og liver sé staða
þess, er um almenn mál ríkisins er að ræða,
enn hefir þó eigi, eins og stjórnarskráin 5. jan.
1874, sett í frumvarpið nauðsynlega tilvísan til
laga 2. jan. 1871 um ina stjórnarlegu stöðu ís-
lands i ríkinu, og þcssi lög hefir frumvarp al-
Jiingis líka látið ónefnd í 34. gr. sinni sem
heimild fyrir tillagi þvi, er ríkissjóðrinn leggr
til sérstaklegra gjalda íslands. Það er hætt
við, að ef frumvarpið yrði staðfest í þessu formi,
þá mundi Jiað stuðla til þess að efla þá röngu
skoðun, er hið ráðgefandi alþingi hélt fram 1871-,
að lögin 2. jan. 1871 séu eigi bindandi fyrir
ísland, enn slík skoðun fer hreint og beint i
bága við stjórnarskipun rikisins, sem bygð er á
grundvallarlögunum, og getum Vér eigi rétt
hjálparhönd til þess að glæða eða efla hana.
í vorri konunglegu auglýsing til íslendinga
14. febr. 1874 létum Vér i Ijósi, að vér álitum,
að með stjórnarskránni um hin sérstaklegu mál-
efni íslands 5.jan. 1874 væri stjórnarskipunar-
mál þess að fullu og öllu til lykta leitt, og
tókum vér einnig fram, að tekið sé með lög-
um þessum það tillit til þeirra óska, er komið
höfðu fram af hálfu íslands, sem frekast má
verða og samrýmzt getr inni gildandi stjórn-
arskipun ríkisins.
— Ný lög. 2. nóv. hefir kgr. skrif-
að undir þessi lög:
1. Fjárlög fyrir árin 1886 og 1887.
2. Fjáraukalög fyrir 1882 og 1883.
3. Fjáraukalög fyrir 1884 og 1883,
4. L. um samþykt á landsreikningun-
um fyrir 1880 og 1881.
3. L. um samþ. á landsreikn. fyrir
1882 og 1883,
6. L. um linun í skatti á ábúð og
afnotum jarða og lausafé.
7. L. um breyting á 1. gr. I. 27. febr.
1880 um skipun prestakalla.
8. L. um sérstaka dómþinghá í Grafn-
ingshreppi.
f 13. þ. m. hér í bænum húsfreyja Guöný
Einarsdóttir, eiginkona séra Sveins Skúlasonar
á Kyrkjubæ í Hróarstungu, kom til lækninga
hingað i haust, Hún var in ágætasta kona,
var heuni alt vel gefið, bæði það, er sjálfrátt
var og ósjálfrátt
■f 16. þ. m. fyrrum kaupm. Hannes Stein-
grímsson (byskups) Jóhnsen, maðr glaðlyndr og
góðfús, lijartagóðr og hugljúfr, óbrotinn og
yfirlætislaus, einhver sann-æruverðasti öldungr
þessa bæjar, 77 ára gamall. Hann var jarðaðr
í dag (23. nóv.) og fylgdu honum mörg hundrnð
manna til grafar.
— Enibætti. Cand. jur. Skúli Thoroddsen
hefir fengið fasta veiting fyrir emhættinu sem
bæjarfógeti á ísaf. og sýslum. i ísafj.sýslu.
— Séra Helgi Hálfdánarson sömul. fyrir
forstöðumensku prestaskólans.
— Séra Brynjólfi Jónssyni á Hofi í Alftaf.
veittir Bergstaðir í Húnav.
— Káðun. Fensmark, sem dæmdr var við
yfirrétt i 8 mán. betrunarhússvinnu, er náðaðr
af konungi (eftir tillögum Magnúsar Stephen-
sen?), svo að hann sætir að eins 3 mán. ein-
földu fangelsi; hann heklr því heiðri og sóma
óskerðum, getr orðið þingmaðr, embættismaðr
(landshöfðingi t. d.) fyrir þá sök.
— Maðr, Gottskálk Gissurarson að nafni, frá
Sogni í Ölvesi saup í gær í misgripum á Car-
bolsýru-flösku, í stað bennivínsflösku, og fékk
bana af. Betra að vera bindindismaðr.
AUGLÝSINGAR í
i samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a.)
hvert orð 15 stafa frekast; m. öðru letri eða setning
1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út í hönd.
Til athugunar.
Vjer undirskrifaðir álitum það skyldu vora að biðja
almenning gjalda varhuga við hinummörgu og vondu *
eptirlíkingum á Brama-lifselixír hra. Ma'nsféld-Búllner
& Lassens, sem fjöldi fjárhuga kaupmanna hefir á boð-
stólum; þykir oss því meiri ástœða til þessarar aðvör-
unar, sem margir af eptirhermum þessum gera sjer
allt far um að líkja eptir einkennismiðanum á egta
glösunum, en efnið í glösum þeirra er elcki Bramar
lífs-elixir. Vjer höfum um langan tíma reynt Brama-
lifs-elixír, og reynzt liann vel, til þess að greiða fyrir
meltingunni, og til þess að lœkna margskonar maga-
veikindi, og getum því mælt með honum sem sannar-
lega heilsusömum bitter. Oss þykir það uggsamt, að
þessar óegta eptirlikingar eigi lof það skilið, sem ,
frumsemjendurnir veita þeim, úr því að þeir verða að
prýða þær með nafni og einkennismiða alþekktrar
vöru til þess að þær gangi út.
Harboöre ved Lemvig. .
Jens Christian Knopper. Thomas Stausholm.
C. P. Sandsgaard. Laust Bruun.
Niels Chr. Jensen. Ore Henrik Bruun.
Kr. Smed Rönland. 1. S. Jensen.
Gregers Kirk. L. Dahlgaard. Kokkensberg.
N. C. Bruun. I. P. Emtkjer. K. S. Kirk.
Mads Sögaard. I. C. Paulsen. L. Lassen.
Laust Chr. Christensen. Chr. Sörensen
N. B. Niélsen. N. E. Ntjrby. [93r.
Eigandi og ábyrgðarm.: Jón Ólafsson.
Skrifstofa: á Bakarastíg við hornið á Ingólfsstræti.
Prentari: Sigm. Guðmundsson.