Þjóðólfur - 30.11.1885, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 30.11.1885, Blaðsíða 2
f T Guögeir Þorláksson. (Undir nafni foreldra hans, hvers fyrir sig). —0— Mig hingað til herrann svo leiddi, að hamingjan faðminn mér breiddi: ég gladdist við börnin mín góðu, til gagns mér og yndis þau stóðu, En fegursta framtíðar-vonin var fest við minn einasta soninn, sem ungmennum af þótti bera og einkar gott mannsefni vera. Hans atgjörvi líkams og anda hans aldri langt framar nam standa; hann gott bar og guðrækið hjarta; allt gladdi það von mína bjarta. Hér skiftist um skjótara’ en varði: því skapadóms engillinn harði nú æskublóm af skar míns sonar og út slökkti ljós minnar vonar. Nei, ekki’ er það slokknað með öllu: því ódáins lifir í höllu það ljósið, sem langt um er skærra, og lyfta kann voninni hærra: Ei sonar míns hlut ber að harma; hann hvarf nú þeim föður til arma, sem öndin hans aðhyllast vildi, sem eflaust nú tók hana’ af mildi. Og mér þó að missirinn svíði og magnist í vonar stað kvíði, ég enn meiri orsök þó hefi að alföður dýrðina gefi: Minn arfi var ástgjöf hans mildi: ég auðsýna þakklæti skyldi. Til harms mér þó hlytum að skilja, mér hlíta ber spekinnar vilja. Og hann, sem mig hingað til leiddi og hjálpráð af kærleik mér greiddi, mun enn sem fyr athvarf mitt reynast og ástverkið fulikomna seinast. (Br. J.) Standa ber oss stríðs á velli og stríða’, ef tími gefzt, til elli; þó falla siái bur eða bróðir, bregða’ ei á flótta hermenn góðir. Þ. G. ^ ^ ^ % BÓKMENTIR. á -f, -t- -r- -r- -t- TFTtUtTT „ Um frelsi og mentun kvenna. Sögu- legur fyrirlestur. Eptir Pál Briem cand. juris11. Rvík. 1885. 32 bls. Crown 8vo. (Sig. Kristjánsson). Helzta inntak fyrirlestrsins er þetta: Kvennfrelsis-neistinn kviknaði í Lun- dúnum. — Kvennréttr til forna. — Leyft í józku lögum að lemja konur með staf og vendi. — Forn lög vor. — Þorbjörg digra. — Steinvör Sig- hvatsdóttir. — Ingunn latínulærða. — Konur halda ræður. — Konum visað af fundi. — Fyrsti kvennfrels- isfundr. — Konur hæddar. — Svört kona heldr ræðu. — Þrælastríðið í Bandarikjunum. — Konur fara í kall- mannsföt og berjast. — Konur verða læknar, lögfræðingar, prestar o. fl. — Konur fá kosningarótt. — Kona kenn- ir rómversk lög bak við fortjald. — Systir Werglands skálds. — Páll Melsteð amtmaðr. — Stuart Mill. — Konur á Norðrlöndum. — Kona verðr doktor í heimspeki, — Kona verðr háskólakennari. — Konur á Islandi. Menn sjá af þessu, að höf. kemr viða við. Hann ritar fjörugt og skemtilega, og hver sá, sem vill kynna sér kvennfrelsishreyfinguna, ætti að kaupa kverið, lesa það og eiga það. Annað rit er ekki til þessa til á ís- lenzku um þetta mál; og kvennfrelsið er þó ekkert annnað en einn hlekkr í keðju þeirra frelsishugmynda sam- tiðar vorrar, er knýja á dyr hjá oss sem öðrum þjóðum, og er mál komið fyrir oss að fara að opna hurð á hálfa gátt fyrir þeim gestum. Vér kom- umst svo aldrei hjá heimsókn þeirra fyrr eða síðar, hvort sem er, sem betr fer, hversu háum sínverskum múr sem vanafastir hleypidómar og vesal- menska reyna að viggirða vorn and- lega sjóndeildarhring. „Forníslenzk málmyndalýslng eftir Dr. L. F. A. Wimmer. Þýtt hefir Valtyr GuSmundsson “. Rvik. 1885. (Kr. Ó. Þorgrímsson). Það var komið mál til fyrir oss Is- lendinga að eignast á voru máli mál- myndalýsing tungu vorrar. Það var engin slík bók til áðr, sem nefnandi sé, nema ið stutta ágrip Valdimars Asmundarsonar, sem fylgir Ritreglum hans. Var það og er ágætt fyrir al- j þýðu. En ýtarlegri málmyndalýsing i handa þeim, er námsveginn ganga, var ekki til; því að málmyndalýsing | Halldórs Friðrikssonar verðr varla til ^ bókmenta talin, úrelt og óvísindaleg eins og hún er að öllu sniði, og svo úandi og grúandi af vitleysum. Wimmers bók er vísindalega samin og áreiðanleg bók, og er vel fallin til kenslubókar í æðri skólum; en fremr þung mun hún verða fyrir lægri skóla, svo sem barnaskóla og ung- lingaskóla. Hvað þýðinguna snertir, þá er hún yfir höfuð góð, en þó eigi svo vönd- uð, sem skyldi. Dönskuleg orðtæki koma fyrir. Sér i lagi væri vert f^rrir alla ina yngri menn að gæta sín við því, að láta ekki ýmsa „dór- ískuu loða við sig eftir að þeir sleppa frá latínuskólanum. Það er t. d. ekki eðlileg íslenzku tungutaki þessi ei- lífa fantareið á ákveðna greininum, , sem er ekkert annað en þýðinggrein- isins í dönsku máli, af þvi Dönum . er hann tíðari en oss; t. d. „til að í sýna hinn mismunandi frarnburð . . . stafa í fornmálinu11 („den forskellige Udtaleu); enginn íslendingr, sem ekki er að þýða dönsku eða hefir lært hjá Halldóri Friðrikssyni að skrifa íslenzk- an stýl hugsaðan á dönsku, hefir i slikri setningu „hinn mismunand’11, heldr að eins „mismunandi framburðu eða heldr: „mismun framburðarins“. — Ekki er það heldr íslenzkulegt að segja (bls. 9. og víðar): „i vissurn sam- böndumu; er það gagnstætt „óvissum (o: vafasömum, eða óvísum) sambönd- um«? — „Heitir (á íslenzku)u í stað- I inn fyrir „er (á íslenzku)u er ekki hreint mál. Að orð „taki til sinlí . annað orð í því og því falli, er og naumast íslenzka. En þetta er ekki sagt til að lýta þýðinguna, sem yfir höfuð er góð, heldr til að benda þýð- endum á, að þá er vel á að þyða, má ekki láta sér nægja að þýða ordin, heldr verðr þýðandi að hugsa setning hverja um á móðurmali smu. Athugasemdirnar um nútíðar-málið i hefðu mátt vera nokkru ýtarlegri; á stöku stað munu þær og vera ekki

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.