Þjóðólfur - 30.11.1885, Síða 3
183
als kostar réttar. T. d. er það ekki
rétt, að þágufall af hvað sé núvenju-
lega í ritmáli hví, en i tali því.
Menn rita ekki nú venjulega: „hví
sætir það?u og segja ekki: „því sætir
það?“, keldr ritamenn og segja: „hverju
sætir það ?“ Það mun að eins vera
þá er menn spyrja „hví?“ [= why?
= cur? = fyrir hví?] að menn rita
hví, en segja því.
Þá er þýð. kennir oss að bera ll
fram sem ddl og nn og rn sem ddn,
þá heú ég aldrei heyrt nokkurn Is-
lending bera svo fram; það er álíka
röng táknun eins og þegar sumir
menn kenna að bera fram franska
nasahljóðið í -n eins og ng.
Óviðkunnanlegt er að kenna oss ís-
lendingum framburð móðurmáls vors
með því, að segja oss, hvaða dönsli
hljóð svari til inna íslenzku — eins
og vér þyrftum fyrst að læra dönsku
til þess að nema málmyndalýsing
móðurmáls vors! — Það er mjög
eðlilegt, að Dr. "Wimmer hefir þetta
svo í bók sinni á frummálinu, sem er
ætluð Dönum; en þýðarinn hefði átt
að gæta þess, að hann var að færa
bókina í búning handa Islendingum.
Yér getum þessa einkum til at-
hugunar fyrir þýðandann, ef síðar
þyrfti að gefa bókina út aftr, sem
vonandi er, því að hún á skilið að
seljast svo. Hún er ekki að eins bezta
bók í sinni grein á íslenzku, heldr
beinliuis eina nýtilega bókin (að und-
anteknu málfræðis-ágripi Yaldimars).
Rvík, 30. nóvbr.
— Störíin við landsbankann eru
nú veitt: gjaldkerastarfið Hallddri
Jónssyni cand. theol., en bókarastarfið
skrifara 1 andshöfðingj a Sighvati Bjarna-
syni. — Framkýæmdarstj órinn, asses-
sor L. Sv., silgdi áland-sjóðs kostnað
til Hafnar með póstskipinu í gær;
hann á að setja 5000 kr. veð í kgl.
skuldabr. eða 7500 kr. veð i húseign.
Sighvatr á að sigla á sinn kostnað
með næstu póstsk. ferð.
^UGLÝSINGAR
í samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.)
hvert orö 15 stafa frekast; m. öðru letri eða setning
1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út í hönd.
Fjármark Magnúsar Magnússonar á Stöðla-
koti í Stokkseyrarhrepp: biti fr. h., hvatt og
gat v., brm.: M. M. Umbiðst innfærti marka-
bækur Árnessýslu. [387*
Akureyri 7. janúar 1885.
S. T.
herra kaupmaðr Clausen
Ólafsvík.
Þar eð ég er orðinn gamall maðr á þriðja
ári yfir áttræðt, þá er mér mjög farið að förl-
ast með minni og ég rita næstum ekkert sjálfr.
Mér verðr Jivi stundum á, að vera ekki nógu
aðgætinn með það, sem ég tek í blaðið. Nú
hefir mér orðið það að taka óvirðandi orð i N.f.
41.—42. um þingmann Snæfellinga og bið ég
yðr að fyrirgefa mér óhapp þetta; égkalla það
óhapp, pvi það er svo langt frá að ég vilji
eða finni ástæðu til að ófrægja yðr á nokkurn
hátt.
Virðingarfyllst.
388r.] Björn Jónsson.
Til almennings.
Maður þarf ekki að vera efnafræðingur til
þess, að skilja það þegar, að það er með 'óllu
ómögulegt að leysa svo isundurseyði af plnntu-
efnum að maður geti með vissu sagt: þessi
plöntuefni og ekki önnur, og svona og svona
mikið af þeim. Það er hægt að sýna og sanna
hver frumefni eru i einhverjum „Bjtter", t. d.
súrefni, köfnunarefni, kolefni o. s. frv., en hverjar
urtir hafa verið notaðar og hve mikið úr þeim,
mundu efnafræðingar heimsins kynoka sjer við
að fullyrða.
Þessvegna verður hver „Bitter“, sem kallar
sig „Brama“, eftirliking, sem er ætlað að blekkja
almenning. Nú getur sá, sem býr til „Brama“,
ékki sagt hvað er i Brama-lifs-elixír, hann
hragðar á honum, og eftir bragðinu býr hann
til eitthvert samsull, má vera af einhverjum
urtum, og kallar það svo „Brama“ til þess, að
almenningur haldi það eigi eitthvað skylt við
vorn heimsfræga Brama-lífs-elixir. Það er
gamla sagan um asnann, sem fórí ljónshúðina;
það sjer á eyrun.
Það sannast enn í dag. Oss hefur verið sent
frá íslandi, með gremju orðum, sem vjer skul-
um ekki tilfæra, þetta, sem kallað er „Brama“.
Á miðanum stendur, að það sje búið til úr sömu
efnum og Brama-lifs-elixir — búið til á apó-
tekinu i Reykjavik. Nú geta menn dæmt um
kunnustu apótekarans og virði eftirlikingar
hans. Bæði litur og bragð „Bittersins11 telur
hvern mann ganga úr skugga um, að hann er
ekki eins og Brama-lífs-elixír, og þar sem vesl-
ings apótekarinn ætlar að telja mönnum trú
um að hann sje öllum efnafræðingum fróðari,
sannar hann i sömu andránni með eftirlikingu
sinni, að hann trúir hvorki sjer, nje því, sem
hann hefur búið til, úr því hann verður að
skreyta sinn „Bitter“ með nafninu á vorum
„Bitter11 til þess, að reyna að selja hann.
Eins og þetta er undarlegt, eins er kynlegt
vottorðið, sem þessi kunnáttu-maður vefur um
glösin sin. Það er „Schierbeck, landlæknir og T.
Hallgrimsson, Dócent við læknaskólann“, sem
segja að þetta, sem hann kallar „Brama“, hafi
að öllu likar verkanir11 og hinn egta Brama-
lífs-elixír. Hvaðan vita þessir menn þetta?
Því segja þeir þá ekki, hvað er í Brama-lifs-
elixir, og hvernig hann er samsettur? Eftir-
líkingin, „Brama“, hefur annað bragð en “Bitt-
er“, þar verða þvi að vera: önnnr efni, önn-
ur samsetning og þar af leiðandi — aðrar
verkanir. Þetta sjer hver maður. Yjer skul-
um ekki neita því, að vjer kunnum fullkomlega
að meta það hrós, sem oss er veitt með því, að
likja eftir vorum Brama-lifs-elixír — af svona
mönnum, en ætli það sje ekki öfund? Ætli það
sje ekki til þess, að teygja fje út af trúgjörn-
um mönnum ? Að „almenningur sjái sjer hag
við“, að kaupa samsull fyrir lágt verð, auðvit-
að, heldur en „Bitter“, sem menn hafa reynt
um 15 ár, og æ þekkist betur og betur —
því trúir enginn. Eins og mönnum mun kunn-
ugt, var „Bitter“ vor sæmdur verðlaunum á
alþjóða sýningunni i Lundúnum á matefnum
og heilsubótarmeðölum; nú var hann aftur,
eða rjettar enn einu sinni sæmdur verðlaunum
á heimssýningunni i Antwerpen. Allir vargar
vilja æti, og hundar allir hnútu væna.
Kaúpmannahöfn i nóvembermánuði 1885.
Mansfeld-Búllner & Larseu,
sem einir búa til hinn verðlaunaða
Brama-lífs-elixír.
Vinnustofa: Kaupmannahöfn, Nörregade 6.
Takið eftir! Þar sem vjer ekki höfum út-
sölumenn, þurfa þeir, er vilja gerastþað þegar,
ekki annað en senda oss fje það, er þeir vilja
kaupa fyrir, og fá þeir þá mikil sölulaun ef
keypt er ekki minna en 25 glös (*/4 úr kassa).
Einkeuni á vorum eina ekta Brama-lífs-
elixír eru firmamerki vort á glasinu, og á
merki-skildinum á miðanum sjest blátt ljón og
gullhani og innsigli vort MB & L. i grænu
lakki á tappanum. [389r.
VEITIÐ EFTIRTEKT!
XJndirritaðr selr eftirfylgjandi vörur með niðr
settu verði mánuðina nóvember og desember þ. á.,
eingöngu mót peningum út í hönd: Verð
áðr nú
Ið ágæta amerikanska hveitimjöl kr. au. kr. au.
140 ensk pd.....................15.50 14.00
Ið ágæta amerikanska hveitimjöl,
140 ensk pd< ..................14.50 12.50
Rangonrice (heil grjón] pr. pd. . 0.16 0.15
Split peas (hálfbaunir) pd. . . 0.15 0.00
Sagógrjón, pd..................... 0.22 0.20
Perlugrjón (fínasta bankabygg), pd. 0.17 0.15
Kaffi (ágæt tegund), pd. ... 0.60 0.55
Hvitsykr höggvinn, pd............. 0.30 0.28
----óhöggvinn, pd............... 0.28 0.25
Kandissykr, pd.................... 0.35 0.32
Púðrsykr raffineraðr, pd. ... 0.22 0.20
----pd........................ 0.20 0.18
Ágætt smjör i 28 pd. og 14 pd.
döllum, pd...................... 0.80 0.75
Skinke (reykt svínslæri) pd. . . 0.80 6.75
Shoulders (reyktr svinshuppr) pd., 0.65 0.60
Luxemburgar-pylsur. pd. ... 0.65 0-60
Spegipylsur, bezta tegund, pd. . 0.60 0.55