Þjóðólfur - 07.12.1885, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 07.12.1885, Blaðsíða 1
Kemr út á laugardagsmorgna. Yerð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist íyrir 15. júlí. Uppsögn (skriileg) bundin við áramðt, ógild nema komi til út- gefanda fyrir 1. október. ÞJdÐOLFR. Reykjayík, mánudaginn 7. desember 1885. N:o 47. XXXYII. árg. Bankinn.' Til íslendinga. —0---- Það er sér i lagi 4. grein bankalaganna (auk alls IV. kaflans i Iieirri lögum) er alþingi verðr að breyta undir eins og það kemr saman. ■ Greinin liljóöar {lannig: „Seðlarnir skulu gjaldgengir i landssjóð og | iðra almenna sjóði hér landi og eru hér manna á milli löglegr gjaldeyrir með fullu ákvæöis- verði. Engum öðrum en landssjóði er heimilt að gefa út bréfpeninga hér á landi. í bankan- I um má fá seðlunum skift mót öðrum seðlum, | en gegn smápeningum eftir pyí sem tök eru á“. Miðkafla greinarinnar sleppi eg, pvi liann á ekkert skylt við efnið í henni og á hér ekki að vera. Hann ætti eiginlega að vera sérstakt frumvarp i sinni grein. Hinir kaflarnir, upphafs og enda málsgrein, segja: að seðlarnir skuli ganga með fullu á- kvœðisverdi í opinbera sjóði, p. e. í opinber ffjöld lands, en skuli vera óinnleysanlegir í bankann gegn myntuðum eyri — pví „seðlun- um má fá skift gegn smápeningum eftir pví i sem tök eru á“ pýðir pað, að peir verði ekki | inn leystir. í pessari grein er lætt inn, sona upp á hæg- I an máta, valdboðnu verðlagi á seðlum (forced currency2), semhlýtrekki einungis að eyðileggja nýstofnaðan banka með tvær hendr tómar svo að segja, heldr og að hafa in óæskilegustu á- hrif á fjárhag lands yfir höfuð. Afleiðing greinarinnar verðr sú, að seðlar fá : eitt verd, er peir ganga í opinber gjöld, annað verð í verzlun og einslegum viðskiptum manna. Vald- og Itigboðið verð í fyrra tilfellinu, peninga-markaðar verð í inu síðara, en það I verð ákvarðar þörf og gagnsemi seðlanna al- | veg. Þeir ganga því að eins í fullu verði manna á milli og í verzlun, að peir sé formlcga viðr- kendir gulls ígildi að lögum, en pað eru peir ekki fyr en lög tilskilja að hveijum seðli skuli skifta i eins margar krónur í gulli eða silfri eins og hann hljóðar upp á, viðstöðulaust, peg- I ai' handhafl beiðist. Peningamarkaðar-verðið | verðr seðlanna eiginlega verð (real value); I Valdboðna verðið peirra nafnvirði (nominal l| value), mismunrinn, 0: pað sem valdboðna verðið yrði hærra en markaðar verðið, verðr | hreint tap ins opinbera. Eins og lögiir standa 1) Vér munum í næsta bl. reyna að sýna, j að háttv. höf. fari alveg villr vega í fyrri hluta greinar pessarar. En af pví skoðun hans , er ekki óalmenn, álítum vér æskilegt, að hún komi fram og verði grannskoðuð. Bitstj. . _ 2) Sem gripið er til í óyndisúrræðum, pegar I ríki komast í gjaldprot, en aldrei endranær. j Islands fjárhagr stendr í engu slíku fári. I I nú, byrjar ið opinbera, landssjóðr sér í lagi, að tapa á bankanum og sökwm bankans, frá peim degi sem framkvæmdastjóri opnar dyr hans. Það eitt, að kaupmenn, sem æfinlega verða helztu handhafar seðlanna, vita, að peir geta ekki fengið skift peim fyrir mynteyri í bank- anum, er nóg til pess, að fella seðlana, hver veit hvað? Eg sé ekki betr en peir hlytu að verða hér um bil verðlausir. Tökum dæmi: Kaupmaðr leggr inn í bankann ef hann má — en eftir pessum bankalögum get eg reyndar ekki séð að hann fái pað — 20,000 kr. i seðlum. Hann parf að borga jafnvirði pessarrar upp- lpfiðar erlendis. Hvernig á hann að fara að pví? Hann getr ekki fengið hjá bankanum gull fyrir seðla, nú en seðlarnir ganga ekki erlendis. Þar stendr hnífrinn í kúnni. Seðlar pessir eru svo gott sem ónýtir, nema seðlar fáist fyrir pá, sem ganga par sem kaupmaðr parf að lúka sinni skuld, en pað mundi nú alt undir kasti komið hvort svo heppnaðist. Af- leiðing: að sama skapi sem seðlarnir bregðast handhafa að reynast honum sem gull, að sama skapi falla þeir, óumflýjanlega. Með pví fyrir- komulagi sem nú er lögráðið, yrði lítil pýðing í pví að koma á kredit-sambandi pessa banka við erlenda banka. Þá er ekki síðr agnhnúa- samt við petta að eiga fyrir landsmenn sjálfa. Er nokkurt vit í annari eins ráðstöíun eins og pví að svnja manni, sem borga parf útlendingi ferðbúnum í Keykjavík 100 kr. — segjum að út- lendingrinn sé danskr maðr — og hann skuli ekki fá seðlum fyrir peirri upphæð skift í bank- anum gegn gulli ?! og petta er pó stofnun sem á að „greiða fyrir peninga viðskiftum í land- inu“!!! Það er hægt að segja fyrirfram, hvernig með pennan banka fer. Almenningr forðast að snerta seðlana eins og heitan eldinn, sem náttúrlegt er, því hann gjörir ekki nema tapa á þeim; pað sjá allir í hendi sér fyrir; og bankinn verðr pað humbug, sem auðsælega er ætlazt til að hann skuli vera. Svo menn ekki haldi að eg fari hér með heilaspuna, færi eg til orð eftir merkan bankastjóra á Englandi, sem sjálfr var einn af yfirstjórum ins volduga „Bank of Eng- land“: „Nú játa pað allir menn einróma, að óumflýjanlega nauðsynlegt sé, að alla seðla skuli borga, pegar er handhafl krefst, með fullu í- gildi gulls eða silfrs, til pess að afstýra háska- legum skrykkja-gangi í gjaldgengi (verði) pen- inga11.1 Þetta var orðin algild grundvallar- regla, sem engum datt í hug lengr að rengja, fyrir 1831, i Englandi. Hún stendr óhögguð enn, par sem mentunarlega er farið með fjár- stjórn (finanzvæsen) rikja, og hún skal verða 1) Historical sketch of the Bank of England, London, 1831. grundvöllr banka- og fjárhagsstjórnar íslands frammvegis. Það er auðséð, að stjórnin hefir vitað vel, til hvers pað myndi leiða, að láta seðlana vera ó- innleysanlega. Hún vissi, að pað hlyti einmitt að leiða til pess, sem eg hefi sýnt hér fram á. Þaðan stafar sú ákvörðun að valdbjóða verðlag peirra, er peir eru goldnir i opinbera sjóði; pví ef peir væru gulls ígildi, og pað verða peir alla daga, pegar peir eru gjörðir innleysanlegir, eins og að framan er á minzt, pá væri pað al- veg pýðingarlaust, að vera að setja lögumpað, að peir skyldi vera pað sem peir eru! Enn annars er pað i alla staði óvitrleg grund- vallarregla, að löggilda seðla til gjaldgengis i opinbera sjóði, i opinber gjöld. Bankastjórn er nefnilega ætlað, eða á að vera ætlað, að hafa vörð á fölsuðum seðlum. In sifelda seðla- ferð inn i og út úr banka venr svo, ekki ein- ungis augu, heldr einnig fingr, peirra er í bankanum starfa, að peir geta aldrei eða naum- lega nokkurn tíma blekzt á fölsuðum seðlum, til muna. Bankinn á að halda nákvæma skrá yflr alla seðla, númer peirra og dagsetningu, sem hann lætr úti, og sem hann tekr inn. Þeir standa náttúrlega tilfærðir á dagreikn- ingabók pess, sem við tekr og inn leggr. Leggi maðr pvi inn falsaða seðla, er aðgangr bank- ans að honum beinn, seðil-svikin hljóta að kom- ast upp. — En pað er til of mikils ætlazt, að tollheimtumenn lands geti haft sömu leikni og sama næmleik til að finna, hvort seðill er fals- aðr eða eigi. Undan peirri rannsóknar-kvöð eiga peir að vera pegnir náttúrlega, pvi að ið opinbera yrði að hafa aðganginn að peim, og peir yrðu að borga vangjaldið úr eigin vasa, ef peir sendu inn svikna seðla, en á pá yrði svo miklu hægra að leika, en á Bankann, og er pvi sú varúðarregla rétt, að ið opinbera löggildi ekki seðla til gjaldgengis i opinber gjöld. Þar af leiðir engan veginn, að ekki megi taka seðla i opinber gjöld, pegar toll- heimtuvaldið er alveg ugglaust um að seðlarnir sé góðir og gildir, sem prásamlega getr komið fyrir. Engin lög á pappír geta ráðið við verðlag peninga. Þvi ráða pau liagfrœðislegu lög pen- inga-markaðar, sem eg hefi pegar tekið fram í fyrri banka-ritgjörðum in'uium, og engin önnur. Það sem lögin eiga að gjöra, er að láta peninga- markaðinn vera sem frjálsastan, en jafnframt að búa svo vandlega um hnúta, sem auðið er, gegn misbrúkun peninga, par með og seðla, er einstökum mönnum eða inu opinbera geti staðið tjón af. IV. kafli bankalaganna er svo úr garði gerðr, að eg sé ekki betr en hann sé stýlaðr i flest- um greinum til pess að eyðileggja bankann. Eg get ekki, að sinni, nema nefnt helztu at-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.