Þjóðólfur - 07.12.1885, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 07.12.1885, Blaðsíða 2
186 riði. Fráleitast er, hvernig starfsmönnum bank- ans á að launa, og }iað að öll bankastjórnin er fengin eiginlega landsböfðingja i hendr. En þetta skilst, af |jví að landshöfðingi er í raun og veru ábyrgðarlaus, svo hvernig sem veltist, hafa menn ekkert upp á neinum. Það er svo sem auðvitað, að til þess, að komið verði fram nokkurrri verulegri áhyrgð, á hankastjóri einn að bera hana andspænis Landshöfðingja og pingi. Það er hlutr sem segir sig sjálfr, að bankastjóri á að kjósa sjálfr sína starfsmenn og hafa alfrjálsar hendr að víkja peim burtu. Hvernig getr nokkur maðr heimtað af hanka- stjóra nokkra ábyrgð fyrir ráðlag manna, sem Landshöfðingi hefir skipað til starfa, ef til vill þvert á móti vilja bankastjóra sjálfs? og sjá ekki allir, hvaða óreiða getr orðið úr því, að starfsmenn, við hvaða stofnun sem vera skal, skuli vita, að formaðr stofnunarinnar geti ekki vikið þeim úr vist? þvi þó til sé tekið, að Landshöfðingi skuli vlkja hókara og féhirði frá, eftir tillögum forstjórnarinnar, þá er þó víst ætlazt svo til, að Landshöfðingi fari eftir þess- um tillögum því að eins, að honum þyki sjálf- um gildar ástæður til þess. Sú eina trygging fyrir því að banki hafi duglega starfsmenn, er sú, að framkvæmdarstjóri kjósi þá sjálfr og viki þeim frá á eigin ábyrgð. Að Landshöfðingi seti framkvæmdarstjóra og víki honum frá, er rétt. En að uppsagnarfrestr skuli vera hálft ár, er fráleitt. Uppsagnar- frestr á alls enginn að vera. Bankastjóri skal fara frá samdægrs og honum er sagt upp, og sömuleiðis hver annar starfsmaðr við bankann. Það væri sannarlega hlægilegt, ef upp kæmi að bankastjóri færi órélega með fé og bókhald banka, að veita honum þá vernd með lögum, að geta haldið áfram ráðsmennsku sinni í sex mánuði, hvað sem hver segði. En það gæti hann eftir þessum lögum. Svo á nú framkvæmdarstjóri að fá 2000 kr. í laun um árið!!! Hvar ætla menn að fá dug- legan mann til þessa vandastarfs fyrir slik laun? Hann á að stjórna höfuðbankanum í Reykjavík og hann verðr að hafa hið hvassasta eftirlit með útbönkunum á ísafirði, Akreyri og Seyðisfirði. Hann verðr að koma yfir úthúa- stjóra óvænt eins og dagr Drottins, til að rann- saka hækr þeirra og fjárhald. Hann verðr að fara utan, þegar þörf hankans krefr, og heima fyrir verðr hann að takast á hendr margtöld ferðalög, til að kynna sér með eigin augum og greind allar ástæður þeirra, er að nokkrum in- um stærri samningum vilja komast við bank- ann. Og fyrir þetta á hann að hafa 2000 kr.! Með slíkum kjörum fæst enginn bankastjóri, er nokkurt lið sé í. Þetta hlýtr víst og að vaka fyrir landsstjórnini, ef það er satt, sem altalað er, að gjöra eigi Assessor í yfirréttinum að framkvæmdarstjóra, sem reyndar er svo ótrú- legr hlutr, að mér líggr helzt við að halda, að einhver hafi spunnið þetta upp til háðs við landshöfðingja. Dómari í yfirréttinum hanka- stjóri fyrir alt ísland!!! Hugmyndin er eitt- hvað svo voðalega tilberaleg, að mann vantar orð til að gefa henni hæfilega lýsingu. Á hann að dæma í eigin málum ? á hann að gegna setu á lögskipuðum dögum í yfirrétti, og þó gegna bankastörfum út um land? eða á hann að van- rækja hvorttveggja ? — Hann verðr náttúrlega að vanrækja hvorttveggja; hann getr ekki ann- að, hvað vel sem hann vildi. Og þá eru nú afleiðingarnar auðsæjar, að því leyti er til bankans kemr. Til bankastjóra á að fá þann mann, er menn geta duglegastan fengið, og borga honum, ekki einungis svo, að hann sé skaðlaus, heldr svo, að hann sé sæmdr af. Hann hefir á hendi eitt ið lang-vandamesta og ábyrgðarmesta embætti á landinu. Eg veit ekki hetr en til sé íslend- ingr í alla staði tilvalinn maðr í embættið, ef hann gæfi kost á sér. Eg nefndi hann til í bréfi til eins þingmanns i fyrra, og leizt hon- um vel á ráðið, og svo mun flestum. Eg hika því siðr við að nefna nafn mannsins hér, sem ég álít það sjálfsagða skyldu landsstjórnarinnar, að reyna, hvort hann ekki fáist, og tel eg ó- hikandi við það val, þótt 5000 kr. árslaun, eða svo, væri sett upp. Maðrinn er Stephan Thór- arensen, sem um langan tíma hefir þjónað með miklum dug á stóru verzlunarhúsi i Höfn. Hvort hann myndi gefa kost á sér, veit ég ekkert. Eitt er það, sem miklu varðar í bankamáli íslands, og það er, að bankinn fái að hafa úti- bú í Höfn. Þetta álít eg öldungis nauðsynlegt til þess, að hann geti því betr létt undir með íslenzkri verzlun. Ástæður fyrir þessu mætti færa margar til, en þær eru svo auðsæjar, að eigi er þörf að lengja mál um það atriði. Það sem hér er sagt, er fátt eitt af inu mý- marga, sem er að athuga við bankalögin og hankamálið yfir höfuð. Eg leyfi mér loks að skora á kjósendr lands- ins, að þeir krefist þess af fulltrúum sinum, að þeir bæti á næsta þingi úr þeim göllum banka- laganna, sem fjárhaldi íslands stendr mestr voði af. Eiríkr Magnússon. Eftirgrein. Eg get vel skilið i því, að al- þingi vildi, fyrir hvern mun, fá banlcann, er það sá, að stjórninni þótti nauðsyn til bera, að veita hann. Eg get og vel skilið í því, að það vildi fjarlægjast stjórnarfrumvarpið sem minnst, svo að banlcinn væri viss að fást. En nú, er hann er fenginn, er sjálfsagt, að þing gjöri hann úr hefndar- að happa-gjöf. E. M. 'oT! ' '\r .'I'1 'I" -' l' -1" ' l- lcr.i■ l--_ yj) BÓKMENTIR. ✓p. •'■p* ✓p* •'■'i''* •/|s' */]N* •T'* *T* Dr. Ph. Schweitzer. Island, Land und Leute, OeschicMe, Litteratur und Sprache (Island, land og þjóð, saga, bókmentir og tunga). Bók þessi er nýlega komin út á Þýzkalandi. Höfundr hennar, Dr. Sohweitzer, hefir lagt stund á að kynna sér tungu vora og þjóðlif; hann dvaldi hór all-langan tíma sum- arið 1888, og ferðaðist þá nokkuð um landið1. I formála bókarinnar segir höfundr- inn: „Eg hef ritað bók þessa, til , þess að vekja athygli lærðra manna og mentaðra í Þýzkalandi á bræðra- . þjóð, sem er lítið yíir 70,000 manna. Þessi þjóð heíir til skamms tíma setið á sínum kalda veraldarhala nálega úti- lokuð frá samgöngum við heiminn og að mestu gleymd af Norðrálfubúum, og þó hefir hún lagt rikulegan skerf til mentunar mannkynsins, og nú um nokkra áratugi barizt með hetjudug fyrir frelsi sínu og alls háttar fram- förum“. Bókinni er skift í fjóra kafla. Fyrsti kaflinn er lýsing á landinu og þjóðinni. Þar segir um landsmenn: „Bændr á íslandi byggja sjálfir hiis sín, þeir eru járnsmiðir, söðlasmiðir, skóarar, trósmiðir og geta yfir höfuð sjálfir búið til húsgögn sin. Þeir kenna sjálfir börnum sínum, þeim er létt um að kasta fram tækifærisvísum og sumir þeirra eru jafnvel orðhög I skáld. Þeir geta sett fram skoðanir sínar i blaðagreinum. Meðal jafningja \ sinna eru þeir engan vegin eins fýlu- lyndir, feimnir, þögulir og alvöru- gefnir, eins og útlendingum, sem fæstir skilja tungu þeirra, sýnist. Þvert á móti eru þeir að náttúrufari fjörugir og glaðværir . . . Það má segja, að ; mentaðri bændr séu ekki annarsstaðar í Norðrálfuu. Síðar í þessum kafia segir hann: „Þótt margt se enn í gamla horfinu, þá eru framfarirnar þó svo almennar, auðsæjar og skjótar, að beztu von má hafa um framtíð þjóð- arinnar. íslendinga skortir eigi þrek né framfarahug, heldur leiðtoga, fyrir mynd, fé og mannafla11. Annar kafli bókarinnar er saga landsins, þar er íslendingum borinn sá vitnisburðr, að þeir hafi um þrjár aldir að vissu leyti , staðið fremstir i flokki i mentafylking i Norðrlanda. Ég leyfi mór að setja hér fá atriði, sem þar standa um verzlunina: „Af- leiðingar verzlunareinokunarinnar voru þær, að útlendar vörur urðu þrefalt 1) Hann hefir og ferðazt um Noreg, f,an' mörk og Svíþjóð og dvalið þar all-lengi til þes9 að kynna sér mál og bókmentir þessara landa, og er nú að koma út eftir hann bókmentasaga Norðrlanda.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.