Þjóðólfur - 29.01.1886, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 29.01.1886, Blaðsíða 3
> \ og gætu eigi haft fósturjörð sina svo fyrir hugskotssjónum, að það, semlag- ar sig hezt eftir kringumstæðum henn- ar, festi dýpri rætur hjá þeim, en það, sem alls ekki getur átt við hjer á landi. Þegar þeir koma svo aptur heim til Islands, vita þeir ekki, hvað af lærdómi sínum getur orðið þeim að liði, og þeir vita það ekki fyr en lífsreynsla sjálfra þeirra og annara er búin að benda þeim á það hjer heima á Is- landi. Þannig mundu menn enn reka sig á það, að grundvöllinn vantaði, og að hann sat eptir hjer á landi, eins og jeg mun benda nákvæmar á síðar. Allt öðru máli er að gegna um þá, sem hafa gengið hjer á búnaðarskóla, og því fengið töluverða þekking á búnaðarháttum hjer á landi; þeir ættu þvi að geta sjeð, hvað hjer á við af því, sem þeir læra í Noregi, og því fært sjer allt í nyt, sem þar gefst kostur á að læra. En þá kemur ann- að til skoðunar. Þessir menn eru búnir að eyða til náms síns nokkru fje, og að minnsta kosti tveimur árum. Þeir geta haft hjer allarðsama at- vinnu, og vilja því ógjarna eyða enn tveim árum og töluverðu fje. En setj- um svo, að þeir vilji kosta svo miklu til þess, að afla sjer meiri þekkingar í búnaði, þá vilja þeir þó ekki sSeta þessum kjörum; enda er það eðlilegt, því að þeir eru komnir svo langt á veg, að þessir staðir geta ekki full- nægt kröfum þeirra i tvö ár. Það er því hentugra fyrir þá, ef þeir geta, að koma sjer fyrir á mismunandi bú- um, og vinna á hverjum stað svo og svo langan tíma, sem þörf gjörist, til þess að þeir læri vinnuna, og komist inn í búnaðarháttuna; og einnig, ef efnahagur leyfir, að ganga á þá bún- aðarskóla erlendis, sem standa fyrir ofan þá búnaðarskóla, sem þeir hafa gengið hjer á ; enda álít jeg, að efni- legir menn, geti haft mjög mikið gagn af þessu. Þótt Islendingar megi vera land- búnaðarfjelaginu þakklátir fyrir þetta boð sitt, þá álít jeg samt, að það beri með sjer, að ijelagið vanti eins og eðlilegt er, nægan kunnugleika á hög- um og búnaðarháttum lands vors, því að annað virðist liggja beinna við, seni er nauðsynlegt, til þess að þetta boð geti orðið að fullu liði. (Niðurl.) Til herra Ben. Gröndals fyrrverandi latínnskólakenuara m. m. —o— Brjef yðar í Fjallkonunni 2. tbl. J). á. kom mjer nokkuð á óvart. Jeg hjelt, að þjer hefð- nð lesið öll blöðin hjer í Beykjavik í sumar, en pjer liaflð náttúrlega ekki haft tima til þess. Þjer hafið misskilið grein mina og tekið til yðar það, sem eigi var beint að yður. Þjer talið um fjárlaganefndina i neðri deild. Jeg er yður alveg samdóma um liana. Þjer hafið ekki skaminað j)ingið, og það var líka litil ástæða til þess; }>að veitti yður ])að, sem þjer báðuð um. Það, sem jeg hef á móti, eru mótmæli yðar gegn styrk til að lœra. Yður finnst ekki heppilegt að nefna skólana, af þvi að þeir sjeu opinherar stofnauir. En jeg segi: skólarnir eru fyrir námsmennina; peir eru til þess að námsmennirnir geti lært. Fyrir fjeð, sem er veitt til þeirra, þurfa námsmenn að kosta minna til að læra. Það gjörir ekk- ert til, hvort skólarnir, sem styrkinn fá, eru opinberar stofnanir eða ekki. Við þurfum nú annars ekki að vera að rífast út af þessu. Ef þjer mótmælið, þá segi jeg, að þjer sjeuð gam- aldags, og þar með búið. Jeg stend við það, sem jeg hef sagt, að það er rjett að veita styrk til að lœra. Þjer segið líka: „Jeg stend við það, sem jeg hef sagt, það hlýtur þó að vera auðskilið, að það er allt annað að borga jafnóðum fyrir unnið verk“. Ef þjer væruð soeialistí, skyldi jeg talca hattinn ofan fyrir yður og hugsa með mjer: „Litur þú og kannar kynja-djúp“. Socialistar vilja, að ríkið borgi fyrir unnin verk, og þetta getur verið mikið góð skoðun i sjálfri sjer, en jeg hef ekki mætur á kenni. Það eru mörg verk, sem landið mundi græða lítið á. Landið ljet byggja fangelsi á Húsavík fyrir nokkr- um árum. Þar borgaði það iO.OOO kr. fyrir unnið verk, og það var meir að segja grjót- verk. Nýlega varð landið að selja þetta grjót- verk fyrir—'500 kr. Þjer, sjáið, að það getur stundum verið skaði að borga fyrir unnin verk. Mjer finnst, að það sje eigi hægt að meta verk yðar til peninga. Þingmönnum var nokkur vandi á með yður; þjer fóruð svo hast- arlega frá skólanum. Þjer eruð settir i 16. gr. fjárlaganna, en þjer eigið þar ekki heima. Það er óviðkunnanlegt, að landið veiti yður styrk. Annaðlivort ætti landið að veita yður svo mikil eptirlaun að þjer getið lifað fyrst það er nú einu sinni siður að veita eptirlaun, og eiga það svo undir drengskap yðar, hvort þjer ynn- uð þvi til hags,—eða gjöra yður að embættis- manni, sem frædduð almenning um þjóðmenn- ingarsögu Norðurlanda, og hjelduð áfram mynda- safni yfir íslenzk dýr. Þetta kann að vera móti reglunni; en þjer eruð lika sjaldgæfur fugl, listamaður, fræðimaður og skáld. Jeg kann ekki við hjá yður, að það er eins og þjer öfundið Pálana. Jeg þekkti svo mikið tíl á þinginu í sumar, að jeg get sagt yður, að það eru einberar getsakir við þingmenn, að þeir hafi veitt þeim fje fyrir undirróður eða þess háttár. Páll Melsteð hefur í möfg ár verið kennari við latinaskólann og rækt skyldu sina vel. Hann hefur haft nærri þvi eihs marga tíma við hann, eins og liinir föstu kenn- arar, en haft margfalt minni laun. Er það nokkurt ranglæti, þótt hann nú loksins fái laun fyrir starfa sinn við latínuskólann að til- tölu við það, sem föstu kennararnir fá? Páll Briem er hinn fyrsti lögfræðingur, sem hefur óskað að geta gefið sig við að stunda islenzka rjettarsögu. Ef menn vilja, að islenzk rjettar- saga sje rannsökuð, hví má þá eigi veita honum fje til þess, þar sem hann átti kost á lifvæn- legri stöðu t. a. m. málfærslustörfumhjer i Bvík og fi., en hafnaði því, til þess að geta stundað isl. lög. Auk þess er það i beinni samkvæmni við kröfur þingsins um lagaskóla og lög þau, sem það liefur samþykkt um hann hvað eptir annað, Jeg ætla eigi að þrátta við yður um leyni- legu atkvæðagreiðsluna við landsyfirrjettinn. Jeg skal einhvern tíma koma með grein í Þjóðólfi um leynilega atkvæðagreiðslu. Leyni- leg atkvæðagreiðsla á við sums staðar, en ein- mitt ekki hjá dómstólunum. Þetta eru nýjar skoðanir hjer á landi, en þær eru það ekki i öðrum löndum. Þess vegna bið jeg yður að geyma „gróflxeitin11 í skúffunni hjá yður og láta fáa sjá þau. Beykjavik 23. jan. 1886, Þorleifur Jónsson. PÚSTSKIPIÐ LAUBA kom hingað í gær kl. 4 eptir hádegi. Með þvi komu Geir Zoéga kaupmaður, Guðbrandur Ifinnbogasen verzlunar- stjóri og kona lians, Guðmundur Einarsson, bóndi i Nesi á Seltjarnarnesi, Hafsteinn Pjet- ursson stúdent, og Sigurður Þórðarson kandidat í lögfræði. í Leitli kom sú fregn til póstskipsins, að Hilmar Finsen, fyrverandi landshöfðingi, hefði andazt 15. þ. m. Mun hans verða minnzt síðar hjer i blaðinu. Útlendar fréttir. —0— Kliöfn, 14. jan. 1886. Siðan siðustu frjettir bárust heim til Fróns hjeðan, hefur ekki svo lítið gerzt til tiðinda, þótt fijótt sje frá að segja. Á Spáni dó Alfons konungur, maður korn- ungur til þess að gera, og heldur vel látinn. Urðu þau skipti við lát hans, að hið gamla apturhaldsráðaneyti, sem setið hafði að völdum, velltist úr sæti, en nýtt frjálslynt kom i stað þess. Ekkjudrottningin befur unnið eið að stjórnarskrá Spánar, og á hún nú að vera fram- vegis ráðandi lands fyrir hönd prinsessunnar, sem eiginlega erfir rikið, en er 5 vetra gömul. Sagt er, að drottningin sje þunguð, og ef hún elur son, verður hann konungsefni. Hinn gamli

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.