Þjóðólfur - 29.01.1886, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 29.01.1886, Blaðsíða 4
20 óeirðarmaður, don Carols, sem áður hefur kraf- izt Spánar, hefur liaft miklar dylgjur um, að liann muni nú eitthvað taka til bragðs til þess að halda fram fornum kröfum sínum, en ólík- legt þykir, að hann fái nokkurn framgang í landinu. Af austræna málinu er ekkert nýtt í frjett- um; það hvorki gengur nje rekur, og er ýmist látið í veðri vaka, hvernig fara muni. Á FrakklancLi hafa farið fram nýjar kosn- ingar á lýðvaldsstjóra (præsident). Konungs- sinnar og aðrir óvinir lýðvaldsins á Frakklandi ætluðu sjer að gera svo mikinn óskunda og ó- spektir á kjörfundinum, að það yrði að hleypa honum upp, og kosningin færi út, um þfifur. Menn rifust og æptu, hver í kapp við annan, og lá jafnvel við ryskingum og handalögmáli; það stóð að lesa í öllum blöðum hjer nær því samhljóða lýsing á fundinum, og var ófag- urt að lesa, en ofiangt yrði að taka það hjer allt með. Svo fór þó að leikslokum, að kosn- ingin náði fram að ganga, mest fyrir einbeittni fundarstjóra, og var Grevy gamli endurkosinn með miklum atkvæðamun. Lýðvaldsstjórinn á Frakklandi er kosinn fyrir 7 ár. Þykir það mjög gott merki fyrir framhúð þjóðvaldsins þar i landi, að sami maðurinn varð fyrir kjöri, því að optlega þykja Frakkar helzti kviklyndir. Konungssinnar og keisaravinir er því sjálfsagt langt í burtu frá sínu takmarki. Þar hafa og orðið ráðgjafaskipti sem opt kann að verða; hefur Freycinet, alkunnur stjórnmálagarpur, tekið að sjer að mynda nýtt ráðaneyti. Á Englandi hefur það helzt borið til, sem reyndar eru engin smáræðis tíðindi, að gamli Gladstone hefur lýst því yfir, að hann ætlaði sjer að bera fram írska málið til fullnaðarúr- slita, og það þeirra, að lrar fengi innlenda sjálf- stjórn, sjerstakt þing, sem hefði setu í Dyfiinni, þ. e. að írar fengju það, sem þeir liafa nú um síðustu árin harizt fyrir undir forstjórn oddvita síns, Parnells. Keyndar hefur Gladstone ekki skýrt fullkomlega, livernig hann liafi hugsað sjer málinu fyrir komið; er þvi enn nokkur vafi á, hvernig málinu verði tekið. Þess er getanda, að Gladstone ætli sjer að hafa það siðast lífsstarfið, að bæta úr öllum þeim margra alda ójöfnuði, sem lrar hafa þolað Englending- um, og sem hefur ekki leitt til annars en fulis haturs og beiskrar gremju á báðar síður. Glad- stone sjer það betur en nokkur annar, að slíkt má ekki fram fara til lengdar lijer eptir, og að eina ráðið er að gefa eptir. Að hinum mikla öldungi takist að leiða þetta mikilvæga og erf- iða mál til góðra lykta, þar til fylgja honum allra beztu manna óskir. Úr Danmörku eru það mestar frjettirnar, að mánudaginn 11. þ. m. fjell hæstarjettardómur í liinu svokallaða Holstebrúarmáli, sem áður liefur verið um getið, og sem mest hefur verið hjer um talað. Hæstiijettur staðfesti dóm setu- dómaranna, þannig að ritstjóri Nielsen og óð- alsbóndi Noes (sem „hjalpuðu“ lögreglustjóran- um niður af ræðupallinum góða) og sömuleiðis forseti þjóðþingsins Berg voru allir dæmdir til 6 mánaða fangelsis og vanalegs fangaviður- væris. Bergi var það gefið að sök, að hann hefði hvatt hina 2 til þessa verks, og væri þvi jafnsekur sem þeir. Ekki batnar enn sambúð og samvinna þjóðþings öðrum megin og lands- þings og stjórnar hinum megin. Hvað sem fyrir kemur, er gert að kappsmáli. Hjer er hart í ári fyrir verkmenn; ganga þeir iðju- lausir hópum saman. Til þess að bæta úr þessu, vill ráðaneytið láta hyrja á ýmsum stórvirkjum, t.a. m. víggyrðingu Khafnar (sem vinstrimönnum er móti skapi), til þess að láta verkmenn fá vinnu. Yinstri menn vilja þar á móti hreinlega gefa ; um 2 miljónir króna úr ríkissjóði til útbýting- ar, en hægrimenn þverneita að gefa „ölmusur", og þar við situr, en þeir sem ekkert. fá eru verkmenn. Af merkismönnum, sem dáið hafa má sjer- staklaga geta dr. C. Bosenbergs, hins mikla íslandsvinar, sem aldrei þreyttist á að fræða landa sína um ísland og islenzkar bókmenntir, hæði að fornu og nýju. Hann unni íslandi eins og sínu eigin landi. Skömmu eptir lát hans birtist vel skrifuð grein eptir liann um Kristján Jónsson skálda. Hann var hægrimað- ur í pólitík, en aldrei Ijet hann skoðanir sínar, það vjer til vitum, koma fram íslandi í óhag. Hann var einhver hinn ærlegasti maður í öllum sinum skoðunum, og það svo, að hann ljet svipta sig embætti, heldur en láta undan, fyrir blaðagreinir móti þáverandi stjórn. — Um 20 íslendingar hjer sendu pálmaviðarkranz á kistu hans sem þakklætisvott. Danmörk og ísland heitir mjög þýðingar- mikil grein, sem komið hefur í Morgunblaðinu danska, um endurskoðun stjórnarskrárinnar. í næsta blaði mun hún koma í Þjóðólfi. AUGLÝSINGAR 1 samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þaltkaráv. 3a.) hvert orð 15 stafa frekast; m. öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út f hönd. Sannarleg góðveik munu umbun öðlast. Þegar tvo hörn okkar voru komin á þann aldur, að geta unnið fyrir sjer, þóknaðist góð- um guði að leggja á þau þungbæran sjúkdóm (o: innvortis meinsemdir), sem við foreldrar þeirra reyndum að lina eptir megni með því, að leita þeim læknishjálpar með miklum til- kostnaði, en árangurslaust þar til, er þau kom- ust með veikum mætti til Reykjavikur árið 1884 til J. Jónassens læknis, sem gerði allt sitt, til að mýkja mein þeirra, enda tókst honum það með guðshjálp. Meðan þau dvöldu í Rvík, annaðist hann þau sem góður faðir börn sín, og bar mikla umhyggju fyrir, að heimferð þeirra yrJi svo kostnaðarlitil, sem unnt væri, og aðbúnaður svo góður, sem verða mátti. Auk þess tók hann svo að segja ekkert fyrir með- alahjálp sína og annað, sem hann auðsýndi þeim. — Fyrir alla þessa mikilsverðu hjálp hins göfuga læknis vottum við honum samhuga okk- ar alúðarfyllsta þakklæti, og biðjum af alhuga almáttugan guð að launa honum það af rikdómi sinnar dýrðar. Önundarstöðum 7. jan. 1886. Jón Ingimundarson. Þórdís Þorbjörnsdóttir. Seldav óskilakindur í Kjalarueslireppi liaustið 1885. 1. Hvit ær, mark: blaðstýft framan löggaptan hægra; hamraðvinstra; óglöggt brennimark, nema B. 2. Svart lamb, mark : stýft hægra. 3. Hvitur lambhrútur, mark: sneiðrifað framan hægra; sýlt, stig framan vinstra. 4. Hvitur lambhrútur, mark: 2 stig framan hægra; boðbíldur aptan vinstra. Rjettir eigendur að ofanrituðum kindum mega vitja andvirðis þeirra, að frádregnum kostnaði, til undirskrifaðs fyrir næstkomandi fardaga, Kjalarneshreppi 22. jan. 1886. Þ. Runólfsson. Trúr og dyggur vinnumaður getur fengið vist í gamla bakaríinu lijá Bernhöft frá 14. maí í vor. Störfuiii söfiiunarsjóðsins í ltvík er gegnt fyrsta mánudag í hverjum mánuði kl. 4—5 e. m. á herbergi sparisjóðsins í Reykjavík. TJndirskrifaður selur nýkomnar kart'oflur fyrir 8 kr. 50 aura liverja tunnu. Reykjavík, 29. jan. 1886. Sigurður Magniissou. Til athugunar. Vjer undirskrifaðir álitum það skyldu vora að biðja almenning gjalda varhuga við hinum mörgu og vondu eptirlíkingum á Brama-lifseliæir hra. Mansfeld-Búllner & Lassens, sem fjöldi fjárhuga kaupmanna hefiráboð- stólum; þykir oss því meiri ástœða til þessarar aðvör- unar, sem margir af eþtirhermum -þessum gera sjer allt far um að líkja eptir einkennismiðanum á egta glösunum, en efnið í glösum þeirra er ekki Bratna- lifs-elixir. Vjer höfum um langan tíma reynt Brama- lifs-elixir, og reynzt hann vel, til þess að greiða fjjrir meltingunni, og til þess að lækna margskonar maga- veikindi, og getum því mælt meö honum sem sannar- lega lieHsnsömum bitter. Oss þykir það uggsamt, aö þessar óegta eptirlikingar eigi lof það skilið, sem frumsemjendurnir veita þeim, úr því að þeir verða að prýða þær með nafni og einkennismiða alþekktrar vöru til þess að þær gangi út. Harboöre ved Lemvig. Jens Christian Knopper. Thomas Stausholm. C. P. Sandsgaard. Laust Bruun. Niels Chr. Jensen. Ove Henrik Bruun. Kr. Smed Rönland. 1. S. Jensen. Gregers Kirk. L. Dahlgaard. Kokkensberg. N. C. Bruun. I. P. Emtlcjer. K. S. Kirlc. Mads Sögaard. I. C. Paulsen. L. Lassen. Laust Chr. Christensen. Chr. Sörensen N. B. Nielsen. N. E. Nörby. Ið eina óbrig-ðula ráð, til að verja tré fúa, livort heldr tréð er undir beru lofti eða grafið í jörð, er að strjúka á það CARBOLINEUM; því þá þolir tréð bæði þurt og vott,. 2 pd. Carbolineum nægja á 15 Q al. af tré. Kostar 30 au. pd. (minna í stórkaupum) og fæst í Reykjavík hjá H. Tli. A. Thomsen. Eigandi og áhyrgðarmaður: Þorleifur Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: á Bakarastíg við hornið á Ingólf sstræti. Prentari: Sigm. Guðmundsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.