Þjóðólfur


Þjóðólfur - 05.02.1886, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 05.02.1886, Qupperneq 1
Kemur <it á föstudagsmorgna. Verö árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júlí. ÞJOÐOLFUR. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komi til út- gefanda fyrir 1. október. XXXVIII. árg. Reykjavík, föstudaginn 5. fekrúar 1886. Xr. 6. DANMÖRK OG ÍSLAND. (Þýtt úr Morgunblaðinu danska frá 29. nóv. f. á.). —:o:— Það hvílir og hefur stöðugt hinar síðustu aldir hvílt einhver óhamingja yfir öllum aðgjörðum dönsku stjórn- arinnar. Hvílík ósköp hafa ekki farið að forgörðum hjá henni? Hvern árang- ur getur hún sýnt af störfum sínum? Hinn áþreifanlegasti ávöxtur af gjörð- um hennar er stöðug sundurlimun landsins og beiskar endurminningar hvarvetna, þar sem dönsk stjórn hef- ur látið eptir einhverjar menjar. Hvað var sagt fyr meir í Noregi um stjórn- ina frá Kaupmannahöfn, og hver dóm- ur var upp kveðinn yfir oss í hertoga- dæmunum? Og hvað er sagt enn i dag um danska stjórn á Islandi, á Færeyjum og á Vesturindlandseyjum? Um Grænland viljifm vjer ekki tala, því að hin auma og fámenna þjóð, sem vjer förum þar illa með, hefur ekki mátt til að gjöra heiminum kunn- ar kvartanir sínar. Það er þannig þvi miður hvorki ýkjur nje uppspuni, að dönsk stjórn reynist hvarvetna ill eg ónýt; einmitt það virðist oss hinn sorglegasti vitnisburður móti langlifi þessa ríkis. Hr. Nellemann á fullt i fangi með stjórnardeilur hjer í Danmörku; þó hefur hann, þessi óbilandi ættjarðar- vinur, — sem ekki kann að hræðast, eins og sagt var um hann i lands- þinginu, — „ekki hryllt viðu að kveykja ófrið við Islendinga og steypa stjórn- inni í aðrar eins deilur við þá. Það er alkunnugt, að alþingi sam-. þykkti síðastliðið sumar frumvarp til breytingar á stjórnarskránni í þá átt, að æðsta stjórn Islands yrði flutt frá Kaupmannahöfn inn í landið sjálft. Nú hefur dómsmálaráðgjafi Dana á hendi hið æðsta vald i íslenzkum mál- um, og nefnist því ráðgjafi fyrir ís- land; en eptir stjórnarskrárfrumvarpi alþingis á að fá þetta vald í hendur ábyrgðarlausum landstjóra, skipuðum af konungi og búsettum á Islandi. Landstjóri skal taka sjer ráðgjafa; skulu þeir bera ábyrgð á stjórnar- störfunum fyrir alþingi. Jafnframt því, sem frumvarp um þetta stjórnar- fyrirkomulag var samþykkt á alþingi, samþykktu báðar deildir þess ávörp til konungsins, þar sem farið var fram á með mjög þegnlegum orðum, að stjórnarskrárbreytingin yrði staðfest. Herra Nellemann hefur nú svarað þessum ávörpum með „opnu brjefi“, sem leysir alþingi upp, og með „aug- lýsingu til íslondinga“, sem með hörð- um orðum ber þingmönnum á brýn, að þeir beri ekki skynbragð á stjórn- arstöðu landsins að lögum, að þeir sjeu illviljaðir alríkinu og ætli að sprengja hið öldungis nauðsynlega al- rikisband. Bæði þessi ríkisskjöl eru dagsett 2. nóv. — sama dag, sem vald- boðnu lögin um takmörkun prent- frelsisins. Yjer efumst um, þrátt fyrir þessi orð hr. Nellemanns, að nokkur frjáls- lyndur danskur maður muni álasa al- þingi fyrir þær kröfur, sem það hefur gjört. Enginn getur með nokkrum líklegum ástæðum láð íslendingum, að þeir óski eptir verulegri sjálfstjórn. Island er ekkert fylki af Danmörku, eins og t. a. m. Borgundarhólmur eða Langaland, og hin íslenzka þjóð er ekkert brot af hinni dönsku þjóð. Hin íslenzka þjóð er bræðraþjóð vor, sem stendur oss jafnfætis, og þótt hún sje fámenn í samanburði við oss, þá gef- ur það oss engan eðlilegan rjett, til að gjöra hana að undirlægju vorri. Yjer hurfum fyr meir fljótt frá því, að Is- lendingar skyldu eiga sæti á. ríkis- þingi Dana; þáð varð báðum ljóst, að hvorki Danir nje Islendingar græddu nokkuð á því. Fyrir fáum árum komst svo langt, að Island fjekk sjerstaka stjórnarskrá fyrir sig og löggjafarþing fyrir sig. En það lilaut þegar að vera ljóst, að við það varð ómögulega num- ið staðar, því að æðsta stjórn lands- ins, sem ábyrgðna skyldi bera, átti, eins eptir sem áður, að liafa sæti i Kaupmannahöfn, mörg hundruð mílur frá Islandi. Þessi æðsta stjórn og fjarlæga stjórnarábyrgð var auk þess fengin í hendur dönskum ráðgjafa, sem háður er algjörlega viðburðum í stjórn- og þingmálum Danmerkur, sem snerta Island að engu leyti. Það gat enginn vænzt þess með nokkurri sann- girni, að alþingi vildi láta sjer lynda þess háttar málamyndarstjórn yfir Is- landi með þess háttar málamyndar- ábyrgð. Og þegar Island krefst nú, að fá stjórnendur i landinu sjálfu með fullri ábyrgð, þá segjum vjer, að þetta sje eðlileg rjettarkrafa, sem ómögulegt er að synja til lengdar. Hr. Nelle- mann lætur í nafni konungs Islend- inga vita, að með þvi að koma þessu fyrirkomulagi á „myndi ísland i raun og veru verða leyst úr öllu sambandi við ríkið, þar sem æðsta stjórn þess þá yrði falin á hendur stjórnarvaldi í landinu sjálfu, er óháð væri bæði hinni annari stjórn Vorri og eins rikisráði Voru. En slikt fyrirkomulag“—stend- ur enn fremur i auglýsingunni — „mundi fara i bága við hina gildandi stjórnarskipun ríkisins, og gæti eigi samrýmzt stöðu íslands að lögum sem óaðskiljanlegs hluta Danaveldis, er gjörir það að verkum, að æðsta stjórn hinna íslenzku mála sem og allra mála rikisins til samans verður að vera í höfuðstað Vorum“. Þetta er næsta hátíðlegt. En hr. Nellemann vinnur fyrir gíg með stóryrðum sínum; orð hans: að ísl. ráðaneyti þurfi endilega að vera i Kaupmannahöfn, fær hann hvorki danska nje íslenzka þjóð til að skoða öðruvisi en orðagjálfur. Hags- munir beggja þjóðanna koma eigi i bága hvorir við aðra i þessu máli. Vjer Danir getum með glöðu geði, og án þess að biða nokkurt tjón, látið íslendinga fá allt það sjálfsforræði, sem þeir kreíjast. í boðskap konungs

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.