Þjóðólfur - 05.02.1886, Side 2

Þjóðólfur - 05.02.1886, Side 2
til alþingis i vor benti hr. Nellemann því á, að hagsmuna Islands hefði þvi miður ekki verið gætt, svo sem hefði þurft og stjórnin hefði viljað, af því að verzlunarsamningurinn við Spán hefði mætt mótstöðu hjá ríkisþinginu. Oss er ekki kunnugt um, að þessi kurteislega ákæra móti þingi Dana fjelli í frjóvsaman akur á alþingi. Og það er sannfæring vor, að þegar hr. Nellemann talar nú um „eining rik- isins“, og að alþing leitist við að sundra henni, þá mun þeim orðum hans verða gefinn jafnlítill gaumur á ríkisþingi Dana. Þessi tvö þing munu vissu- lega skilja hvort annað betur, en þau skilja dómsmálaráðgjafann í Estrups ráðaneytinu. Hin konunglega auglýsing brýnir það fyrir Islendingum, að það sje þeim til einskis að endurkjósa þá þingmenn, er sátu á þinginu, sem nú er leyst upp; því að konungurinn telur það með öllu ómögulegt, að verða við þeim óskum, sem fram hafa komið, um aukið sjálfsforræði. Hr. Nellemann getur þó að eins talað um þann tíma, sem hann situr að völdum. Yjer vilj- um leyfa oss fyrir vort leyti að segja við Islendinga, að ef menn eru sann- færðir um, að eitthvert mál sje rjett- látlegt, þá hætta menn ekki við það, þótt það mæti mótstöðu frá hálfu rangsnúins ráðaneytis. Þessa grein, er vjer lofuðum í síðasta bl., höfum vjer þýtt orðrjett, til þess að lesendum Þjóðólfs geti orðið kunnugt um, hvernig forvígismenn hins frjáls- lynda ílokks í Danmörku (c: vinstri- manna) líta á þetta mál, sem er nú efst á dagskrá hjá oss. Svo sem kunnugt er, er Morgunblaðið og Poli- tiken hin merkustu blöð vinstrimanna í Danmörku. I haust lýsti Politiken yfir skoðun sinni á stjórnarskrármál- inu, og var Islendingum mjög með- mælt. Nú hefur Morgunbl. einn- ig lýst skýlaust yfir því, að ís- lendingar ættu að fá allar kröfúr sín- ar í þessu efni uppfylltar. Þetta er hið mesta fagnaðarefni fyrir oss í þessu máli, því að vjer megum eiga víst, að fá það sjálfsforræði, sem vjer krefjumst, þegar vinstrimenn komast til valda í Danmörku; að það verði sem fyrst, þar til fylgja þeim beztu óskir Islendinga. Um verklega búnaöarkennslu eptir Hermann Jónasarson búfræðing. —O— (Niðurl.). Það er skoðun mín, að það yrði mikið kostnaðarminna, ein- faldara og affarabetra, að það sje látið sitja fyrir öðru, að leita þekk- ingar í búnaði hjer á landi. Landið á því láni að fagna, að eiga ýmsa á- gætisbændur, sem stunda mjög vel búnað sinn; og þótt þessi sje eigi jafnfær í öllu, þá bætir hinn það upp, sem annan brestur. Ef vjer hefðum því almennt jafna þekking og æfing í hverri grein, er að búnaði lýtur, sem beztu menn vorir hafa, hver i sinni grein, þá þyrftum vjer eigi að bera kinnroða fyrir búnaðarhætti vora, og eigi að óttast örbirgð og volæði. Eg býzt við, að menn hvorki vilji, nje geti neitað þessu, og ef svo er, þá höfum vjer innlenda bxifræði hjá einstöku mönnum, þótt hún sje í mol- um. En vjer verðum að leggja meiri áherzlu á, að safna þessum molum saman í eina heild, heldur en fara til útlanda, til að sækja þangað búfræði og innleiða hana hjer, þótt það sje nauðsynlegt jafnframt hinu. Aðalatvinnuvegur búandi manna hjer á landi er kvikfjárrækt, einkum sauðfjárrækt. Það er því mjög nauð- synlegt að afla sjer þekkingar i því, sem að henni lýtur. Yíða í Noregi er lítið um sauðfje, því að sauðfjár- tala er lítið eitt hærri en fólkstala. Á sumum stöðum stendur sauðfjárrækt þar á mjög lágu stigi. En sfeppum þessu; tökum að eins fyrir þá staði, sem líklegastir eru; en allt fyrir það, standa þeir i sumum greinum tæplega á sporði vorum beztu stöðum; eða að minnsta kosti hin bezta aðferð þar getur eigi átt hjer eins vel við, sem aðferð vorra manna, sem lengst eru komnir áleiðis. En jeg játa fúslega, að vjer höfum eigi menn, sem geta mætt færustu Norðmönnum að því, er snertir visindalega þekkingu í þess- ari grein. Á hinn bóginn standa beztu staðir vorir á eptir með hestarækt og naut- griparækt; þó er það einkum að því er hús þeirra snertir, því að til eru staðir, þar. sem hirðing er mjög ná- kvæm; enda eru margar kýr hjer á landi, sem gjöra mikið betra gagn, en almennt gjörist í Noregi. Á þeim stöðum hjer á landi, þar sem hey er bezt verkað og hirt, er það engu síður gjört,. en bezt á sjer stað erlendis. Þá er að tala um jarðræktina. Það er óneitanlegt, að þar stöndum vjer á baki annara; en þó er eigi annað hægt að segja, en túnrækt sje á sum- um stöðum í góðu lagi, og haganlega unnið að sljettun þeirra og framræslu. Það er því mjög vafasamt, að hún verði betur lærð í Noregi, en hjer, og mjög óvíst, að sá lærdómur verði af- farasælli, þegar lærisveinarnir þurfa að fara að vinna að túnum hjer á landi. Þá eru engar engjaveitur mjög víða í Noregi; er því óvíst, þó að læri- sveinarnir verði þau tvö ár, sitt á hverjum stað, að þeir vinni nokkuð að þeim. Yjer þyrftum þvi almennt að læra þessa verklegu innlendu búfræði, en svo nefni jeg þá búfræði, sem er að miklu byggð á reynslu skynsamra manna, jafnframt vísindalegri þekk- ingu, sem smátt og smátt hefur slæðzt inn hjá mönnum, og eins og óafvit- andi numið staðar, þegar reynslan var búin að sýna, að hún var rjett, eða gatátthjer við. En til þess, að menn geti lært þessa búfræði, verður að leita uppi hina beztu staði á landinu, og láta eigi lengur liggja hulu yfir þeim, heldur leiða aðferð og háttu vorra beztu búmanna fyrir almennings sjónir. Jeg vil því benda búnaðarfjelögum vorum á það, að leita uppi þessa staði, — að leita uppi hina beztu búmenn landsins og semja við þá um að taka til veru svo og svo marga námsmenn, sem þeir hafa þörf fyrir, með sem hagkvæmustum kostuni, er hægt væri. Jafnframt þessu verða búnaðarfjelögin að útvega pilta í þessa staði, og ráða hvern og einn af þeim á þann stað, sem stendur á hæsta stigi í þeirri grein, sem er á lægsta stigi í heimkynni eða byggðarlagi piltsins. Pilturn úr þeim

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.