Þjóðólfur - 05.02.1886, Side 3
1 _______________________________________________
I
j sveitum, þar sem kvikfj árrækt er einna
ófullkomnust, ætti t. a. m. að koma
í fyrir á þeim stöðum í Suðurþingeyj-
arsýslu, þar sem hún er bezt stund-
uð, og má einkum tilnefna Bárðardal,
þar sem hún stendur á jöfnustu stigi.
Þar sem túnrækt er að sínu leyti
einna mest ábótavant, þá ætti að koma
piltum þaðan fyrir á þeim stöðum,
sem túnrækt stendur fremst; en til
jafnaðar er hún bezt í Svínavatns-
hreppi í Húnavatnssýslu. Ef piltar
vildu verja tveim árum til þessa, sem
væri hentugast, þá þyrftu þeir að
skipta um staði einu sinni, og yrðu
menn þá síðara árið, að sjá svo til,
að hverjum pilti væri útvegaður sá
staður, er hefði það til að bera, sem
hinn fyrra vantaði.
Engjaveitur og afræsla væri hentast að læra
þannig, að piltar, sem vildu taka þátt í þeim,
væru látnir vinna stöðugt tíma úr sumrinu
með góðum búfræðingum, sem væru við þann
starfa. Það væri líka hagur að því, að hafa
einlægt sömu mennina, þvi að þegar þeir venj-
ast verkinu, vinna þeir bæði meira og betur,
en óvanir menn. Einnig er það ófært, að halda
búfræðinga eða verkstjóra, sem eru mjög kaup-
dýrir, og láta þá vinna eina, eða með örfáum
, mönnum, sinum i hvert sinn, þvi að þá vinnst
lítið, vinnan verður mjög dýr, og fáir eða eng-
ir læra hana. Það er því leiðinlegt að sjá,
> hvað dagsverkatalan er lág í skýrslum þeim,
> sem þeir búfræðingar hafa gefið, sem hafa unn-
■ ið undir umsjón búnaðarfjelags Suður- ogYest-
uramtsins. En því miður mun slikt viðar við
brenna, þó að það sje ekki eins kunnugt, þar
eð það er eigi birt á prenti.
Fyrst í stað er að búast við, að búnaðarfje-
lögin eða þá einstakir menn, Verði að hafa fyrir
þvi, að útvega pilta, á meðan menn skilja eigi
almennt þýðingu þessa atriðis. En ef piltar
[ finna sjálfir hvöt hjá sjer, væri hentast, að þeir
, sæktu um staði í gegnum búnáðarfjelögiu.
Ef þessu væri haganlega fyrirkomið, svo að
þeir menn, sem tækju piltana, hefðu fulla þörf
fyrir þá, ættu þeir að geta fengið hjer um bil
1 vanalegt kaup. Hið sama gildir og um þá
pilta, sem vinna tíma að sumrinu undir umsjón
búfræðinga; því að það væri, eins og áður er
á vikið, betra, að hafa þá, þegar þeir fara að
venjast vinnunni, en óvana menn.
Kostnaðurinn verður því eigi annar en sá,
sem leiðir af milliferðunum. Ef einhverjir pilt-
ar væru samt svo fátækir, að þeir gætu eigi
kostað ferðirnar, þá væri fagurt af búnaðarfje-
lögunum, að styrkja þá til þeirra. Einkum
> ber jeg bezt traust til búnaðarfjelags Suður- og
Vesturamtsins, þvi að það hefur mest fje til
umráða, og heíur einnig sýnt, að það er fúst á
að lijálpa þeim, sem hafa stundað búfræðisnám.
Þótt jeg álíti þennan veg, sem jeg hef bent
bggja beinast fyrir, og þaun, er fyrst ætti
að taka; þá er það eigi svo að skilja, að mjer
virðist eigi einnig mjög heppilegt, að boði
landbúnaðarfjelagsins verði sinnt. Til þeirrar
ferðar munu bezt fallnir þeir menn, sem búnir
eru að fá nokkra almenna menntun, og sem
hafa verið við vinnu æði víða á landinu, að
þeir sjeu svo gamlir, að skoðanir þeirra liafi
haft fullan þroska hin síðustu árin; og að þeir
sjeu duglegir, en þó gætnir og vel hagsýnir.
Þessa kosti mundu engir fremur liafa til að
bera en þeir, sem hefðu notið þessarar inn-
lendu búnaðarkennslu, sem jeg hef talað um
hjer að framan, og væru þeir því bezt fallnir
til þessarar farar til Noregs.
Að skipta um staði og vera víða hefur mikið
gott í för með sjer. Ætið sjer eða heyrir mað-
ur eitthvað nýtt, og það er að mörgu leyti
satt, að „heimskt er heimalið barn“. Mikið
gagn getur því leitt af því, að skipta hjer um
sveitir og landsfjórðunga, og dvelja nokkurn
tíma á hverjum stað; því varla finnst það
sveitarfjelag, sem ekki megi eitthvað læra af.
Það er t. a. m. illa látið af búnaðarliáttum i
Skaptafellssýslum, en þar á móti er talið, að
Skaptfellingar sjeu jafnbeztir lestamenn á land-
inu. Einkum hafa menn þó mikil not af að
sigla til útlanda; því að þar má svo að orði
kveða, að allt af beri nýtt. og nýtt fyrir augu
og eyru. Og í fáu er meiri lærdómur falinn,
en að þurfa einmani að berjast fyrir tilverunni
í framandi landi. Jeg viðurkenni einnig, að
margt er þar hægt að læra, sem hefur þýðing
fyrir mann, þótt hann eigi að ala allan sinn
aldur hjer á landi. En einkum vil jeg þó
benda á eitt, þar sem vjer íslendingar stöndum
mjög að baki allra menntaðra og siðaðra þjóða,
en það er það, að kunna að stjórna, og kunna
að hlýða. Yankunnátta í þessu er eitt af vor-
um stærstu þjóðarmeinum, og hin brýnasta
nauðsyn væri að ráða bót á því. Erlendis sjer
maður, hvað er regluleg stjórn, hvaða þýðingu
hún hefur, og hvað við liggur, ef hennar er
eigi gætt. Þar sjest einnig, hvað það kostar,
ef hlýðnisskyldunnar er eigi gætt við rjettláta
stjórn betur, en hjer á sjer víðast hvar stað.
Jeg vil eigi láta þetta málefni taka upp
meira rúm í blaðinu, á meðan jeg veit ekki,
hvort nokkrir vilja sinna því; en ef jeg sæi,
að því byrjaði vel, þá mundi jeg verða fús á,
að láta síðar í ljósi, hvaða fyrirkomulag jeg
áliti hentugast við þessa verklegu búnaðar-
keunslu fyrir Islendinga á tslandi.
Nokkrar athugasemdir við sveitar-
stjórnarlögiu.
(Frh.). Af þvi sem nú hefur verið sagt, getur
engum dulizt, að sveitarstjórnarlögin þurfa um-
hóta við. Hið fyrsta skilyrði fyrir góðri svejtar-
stjórn er, að menn sjeu ekki þvingaðir til að
ve}'a í henni, hvort sem þeir geta það eða ekki,
og það án nokkurs endurgjalds; en að hinu
leytinu geng jeg út frá því sem sjálfsögðu, að
peninga muni vanta, til að launa með hrepps-
nefndaroddvitana; þeir eru lika flestir lítt
menntaðir alþýðumenn, sem þinginu mundi
þykja varlegt að setja á föst laun; enstjórnin
hefur ekki ætíð verið mjög mótfallin því að
sameina embætti, þegar svo hefur borið undir.
Er þá ekki mögulegt að sameina þetta oddvita-
starf við annað embætti? Jeg vil segja, að
hvergi standi betur á því en hjer, þar sem
hreppsstjóri er i hverjum hreppi. Það var
annars merkilegt, að þegar ljett var á hrepp-
sfjórunum miklu af störfum þeirra, þá fyrst
voru þeir settir á föst laun, og þótt þau sjeu,
eins og allir vita, ekki nema fáar krónur, hafa
þau gjört það að verkum, að síðan þau voru
lögboðin, hefur ekki verið nein vöntun á hrepp-
stjórum, sem mikið kvað að áður. Það er auð-
vitað, að laun hreppstjóranna eru oflá, ef á
þá væri bætt oddvitastörfunum; en vort háa
alþingi hefur ekki ætið verið á móti því að
hækka laun embættismanna. Jeg verð því að
hafa þá von, að þingið álíti sanngjarnt að bæta
nokkuðlaun hreppstjóranna, ef störf þeirra yrðu
aukin. Til grundvallar fyrir launum þeirra,
eru lögð ábúðarhundruðin, þannig, að hrepp-
stjóri fær 1 kr. (eina krónu) fyrir livern bú-
anda, sem býr á 5 hd., en ekkert fyrir þá, sem
búa á minni jarðarparti. Væri nú tala heim-
ila í hverjum hreppi lögð til grundvallar
fyrir launum hreppstjóranna, þannig, að þeir
fengju eina krónu fyrir hvert, myndi það
auka gjöld landsjóðs um full þrjú þúsund
krónur á ári. í góðu árferði myndi ekki fjár-
laganefnd þingsins að undanförnu hafa vaxið
þessi upphæð mjög í augum, hefði Verið beðið
um hana handa hinum æðri embættismönnum.
Jeg efast lieldur ekki um, að margir þingmenn
mynduverða því meðmæltir, þar eð sumir þeirra
hljóta af reynslunni að vera sannfærðir um, að
með þessu móti kynni að fást meiri trygging
fyrir farsælli sveitarstjðrn.
Það bötnuðu að visu ekki kjör hreppstjóra að ]>ví
skapi, sem störf þeirra aukast, því að til sveita
mundu laun þeirra standa hjer um bil við sama, en
í sveit.ahreppum er að mínu áliti sveitarstjórnin
nokkuð auðveldari, en í hinum mannmörgu sjáv-
arhreppum, og þess vegna kæmist meiri jöfn-
uður á með því', að leggja heimilin til grund-
vallar fyrir hreppstjóralaununum, heldur en þessi
fimm jarðarhundruð, þar eð margir i sjávar-
hreppunum búa á minna en fimm hdr., að ó-
gleymdum þurrabúðarmönnum, sem ekki eru
alveg þýðingarlausir, að minnsta kosti þegar
hallæri dyuur yfir.
Menn kunna að segja, að lítil trygging sje
fyrir þvij__ að hreppstjórinn sje færari til að
gegna oddvitastörfum, heldur en sumir aðrir
hreppsbúar; en hjer til liggur fyrst það svar.
Hreppstjórar eru skipaðir af amtsráði eptir til-
lögum sýslunefnda, þannig að sýslunefndin til-
neftiir þrjá menn úr hreppnnm og velur svo
amtsráðið einn af þeim; það er því óefað, að
hjer hljóta að verða fyrir vali þeir, sem
liæfastir eru. Einnig er vonandi, að með því
að gjöra hreppstjórunum að skyldu 'að gegna
oddvitastörfum fengist nokkur trygging fyrir
því, að sami maðurinn hefði það á höndum
nokkuð langan tíma, þvi að það er eitt af því
skaðlega, sem leiðir af þvi fyrirkomulagi, sem
nú er, hvað opt verða mannaskipti við þau
störf, sem mest. riður á í hreppsnefndinni, því