Þjóðólfur


Þjóðólfur - 26.02.1886, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 26.02.1886, Qupperneq 1
Kemur út á föstudagsmorgna. Verö árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júlí. ÞJOÐOLFUR Uppsögn (skrifleg) bundin viö áramót, ógild nema komi til út- gefanda fyrir 1. október. XXXVIII. árg. Reykjavík, föstudaginn 26. febrúar 1886. Nr. i). kSkteleN! ím* POLITÍK. öðrum málum, t. a. m. þar sem hann er allt af að berjast á móti löggilding nýrra verzlunarstaða. Þingmannakosningar. VI. Tryggvi Ounnarsson. Það má að nokkru leyti segja sama um hann, sem H. Kr. Fr. að því, er stjórnarbótamálið snertir. Reyndar var Tr. Gr. ekki á þingi 1873, en hann sat á þingi 1869 og var þá í nefnd- inni, sem sett var í stjómarbótamál- inu. Eptir því, sem sjá má af álitum þeirrar nefndar (Alþt. 1869, II. 258.— 279. bls. og 297.—299. bls.) og orð- nm Tr. Gr. þá á þinginu (Alþt. 1869, I. 603.—607. bls.), var hann einbeittup liðsmaður með því, að Islendingar fengju sem mest sjálfsforræði. Þá var hann eindreginn mótstöðumaður þess stjórnarskrárfrumvarps, sem kom frá stjórninni, þótt það að sumu leyti sje frjálslegra (t. a. m. 2. gr.), en stjórn- arskráin. En í sumar þótt'i honum breytingar á stj órnarskránni mesta þarfleysa, og fásinna af þinginu að fara fram á þær; enda hefur hann hin síðari ár hallazt mjög að stjórninni og skoðunum hennar, og gjörzt varn- armaður hennar, þegar svo hefur bor- ið undir. Þannig varð hann til að verja stjórnina fyrir bráðabirgðarlög- in 16. febr. 1882. Gerði hann það fyrst í dönsku blaði einu, og síðan mjög svo kröptuglega á þingi 1883 . (Alþt. 1883, B, 71. d.). Hann var heldur ekki seinn á sjer á síðasta þingi að taka malstað landstjórnarinn- ar í Fensmarksmálinu, er fyrirspurnin í því máli var rædd. Sakir þessarar stefnu hans, og sjerstaklega af því, að hann var á rnóti stjórnarskrárbreyt- ingum á síðasta þingi, höfum vjer á móti honum sem þingmanni, og það því fremur, sem vjer getum heldur ekki aðhyllzt skoðanir hans í sumum Endurskoðun stjórnarskrár- innar. iii. Það er alkunnugt, að breytingarnar á stjórnarskránni mættu nokkrum mót- mælum á síðasta þingi. Nýlega hefur eitt norðlenzkt blað, Fróði, einnig hreyft mótbárum gegn hinni endur- skoðuðu stjórnarskrá (sjá Fróða 5. jan. þ. á.). Að vísu er grein þessi allómerki- leg og alveg samboðin blaðinu, sem hún hefur birzt í, eins og það er nú orðið; en samt sem áður er málið sjálft svo þýðingarmikið, að það ætti að hugleiða vel þær ástæður, sem koma fram með og móti. Framan af er tjeð grein i Fróða mestmegnis söguleg, en þar sem höf- undurinn fer að tala um hina endur- skoðuðu stj órnarskrá, byrjar hann á því að segja, að hann sje ekki biiinn að átta sig á stjórnarskrárfrumvarpi þingsins í sumar og öllum þess pólitisku veðraskiptum. Samt sem áður fer hann seinna í greininni að niða frumvarp þetta. Slíkt er næsta barnalegt, þvi að það gjöra aldrei aðrir en fáráðling- ar, að upp kveða nokkurn ákveðinn dóm um það, sem þoir hafa ekki átt- að sig á. Dómur höfundarins sýnir það ljóslega, að hann segir það alveg satt, að hann hafi ekki áttað sig á málinu, þvi að hann færir ekki hiua minnstu sönnun fyrir því, sem hann segir um frumv., og ekki heldur fyrir þeim breytingum, sem hann vill fá á stj ór narskránni. Ein af aðalástæðunum á síðasta þingi móti breytingum á stjórnar- skránni var, að þær væru ekki vilji landsmanna, að þeir hefðu verið reik- ulir i þessu máli, eða vaklandi, eins og Tryggvi Gunnarsson komst svo ís- lenzkulega að orði (Alþt. 1885, B, 847. d.). I þennan strenginn tekur nú höf. að greininni í Fróða og segir, að ,, þar til á Þingvallafundi í sumar haíi engin rödd, hvað þá heldur al- menningsrödd látið til sín heyra, er beðið hafi um landstjóra með slíku fyrirkomulagi, sem farið er fram á í frumvarpinu“. Þessi orð höfundarins eru ekki sönn, þvi að á þingvallafundi 1873 var einmitt farið fram á sams konar stjórnarfyrirkomulag og einnig á alþingi sama ár. Það, sem kemur frá allsherjar þjóðfundi, á ekki að vera nein rödd eða almenningsrödd eptir skoðun höfundarins. Hið sama var og hjartans sannfæring Tryggva Gunnarssonar á siðasta þingi, því að hann notaði einmitt Þingvallafundinn i sumar til að sanna, að hin endur- skoðaða stjórnarskrá væri ekki vilji landsmanna! (Alþt. 1885, B, 598.— 599. d.). Það er óskiljanlegt, hvernig menn fara að geta talað svona. Hvern- ig á vilji landsmanna að geta komið jafngreinilega fram, sem á allsherjar þjóðfundum, eins og Þingvallafund- irnir 1873 og 1885 voru? A þá voru kosnir menn sjerstaklega til að ræða þetta mál, stjórnarbótamálið. Hafa því á þá verið kosnir náttúrlega þeir menn, sem höfðu sömu skoðun á þessu máli, sem kjósendurnir sjálfir. Auk þess heyrðist að minnsta kosti ein rödd á þingi 1883 (o: frá Arnlj. Ól.), er hjelt fram „jarlshugmyndinni“ (Alþt. 1883, B, II. 85. d.). Yjer höfum áður, í 1. nr. Þjóðólfs þ. á., talað um þá helztu galla, sem oss þykja á stjórnarfyrirkomulagi voru, þ. e. að æðsta stjórn landsins sje land- inu ökunnug og að hún sitji í Dan- mörku, 300 mílur frá íslandi. Það eru þessir miklu gallar, sem lands- menn hafa jafnan viljað hrinda í lag. Það hefur jafnan verið aðalatriðið fyrir mönnum, að fá innlenda og kunnuga stjórn. I því hafa menn ekki verið reikulir. Aptur á móti verður þvi

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.