Þjóðólfur - 26.02.1886, Side 3

Þjóðólfur - 26.02.1886, Side 3
35 Wernig fjárhagur landssjóðs muni standa á fjárhagstímanum 1888—89. En lengra er hreinn óþarfi að rekja, að sinni. Það er óhætt að fullyrða, að hætti bankinn á ofan tilnefndum árum, þá hefur landssjóður ekkert láns- traust, nema alþingi setji þjóðina i á- byrgð fyrir vanskilum hans. Þegar því landshöfðingi telur lánstranst landssjóðs svo sem óyggjandi, þá mun óhætt að fullyrða, að maðurinn haíi ekki litið á og reiknað saman öll kurl, er til grafar koma, þegar bankinn hrynur, eins og nú skal bráðum lýst að. 2. Nú segja menn, að hjer sjeráð- gjört út í loptið, að bankanum sje bráðfellir búinn. Það atriði skýrist nú betur eptir hendinni. Til þess nú að bankinn beri sig, þarf hann að ábat- ast svo á lánum sinum, að hann að öiinnsta kosti geti borgað stjórn sinni. og goldið allan kostnað, sem af stofn- Un hans leiðir. Það er ekkert of mik- ið i lagt, að gjöra þennan kostnað 25,000 kr. árlega1. Gjörurn nú, að bankinn fái af lánum sínum, upp og uiður, fimm af hundraði, þá verða 25,000 kr. ársvextir af 500,000 kr. Verður bankinn þá að hafa í veltu um árshringinn að minnsta kosti 500,000 kr. í seðlum. Það þarf nú reyndar ekki nauðsynlega að þýða, að hann hafi hálfu seðla milliónina alla úti á vöxtum í einu, því sum lán hans kynnu að vera miðuð við skemmri tíma en ár, svo að bæði höfuðstóll og vextir gyldust aptur t. a. m. tvisvar á ári. En óhætt mun að telja það víst, að slík lán yrðu bæði fá og smá, svo að þau mundu eigi draga frá of- annefndri seðilveltu neitt að mun. Bankanum er því einn kostur nauð- ugur, ef hann á ekki að verða lands- 8jóði til byrðar og skaða, að hafa úti, þegar á fyrsta ári 500,000 kr. i lánum. (Frámh.). 1) Fyrsta árið að minnsta kosti. — Það er annars ætlazt til. að kostnaðurinn við stofnun bankans skuli verða skaði landssjððs. Það er fallegt ráðlag', eða hitt þö heldur! Um alþýðumenntun. Eptir skólastjóra Jón Þórarinsson. i. (Framli.). Enn átti þessi umrædda þingsáhtill. mótstöðumann í Benedikt Sveinssyni. Hann rekur smiðshöggið á þessar einkennilegu umræður með ræðu, sem frá upphafi til enda er alveg ó- skiljanleg. Jeg tilgreini hjer að eins einstök atriði: . . . „Með því að skora á stjórnina, að setja milli þinga nefnd, sýnir þingið, að það álítur, að stjórnin í Danmörku liafi betra vit á alþýðu- menntunarmálum vorum enþingið sjálft“. Önnur eins mótmæli og þetta í munni eins skilningsgóðs manns og B. Sv. verða að meðmælum með málinu. Hon- um þykir enn fremur þessi þingsál.till. koma í bága við endurskoðaða stjórn- arskrá, endurbætta skipun innanlands- stjórnarinnar. Þetta er háfleygt!—Og svo kemur þessi kraptsetning: „Það stoðar lítið bóndann og alþýðumanninn að vera bókfróður, ef hann getur ekki gjört sjer náttúruna undirgefna, ef hann getur ekki sett sig í það samband við náttúruöflin, að hann geti fært sjer þau í nyt, þá sveltur hann, kona lians og börn; þá skortir hann það afi, sem gjöra skal, og liann verður ónýt- ur meðlimur þjóðfjelagsins, þrátt fyrir það, þó að hann hafi numið eitthvað í skólum“. Ræðumaðurinn vill láta menn gera sjer náttúruna undirgefna oghag- nýta sjer náttúruöflin, en hann vill hafa eitthvert annað ráð til þess, en bóklega menntun. Nú er það skoðun allra menntaðra manna, að bókmennt- un sje nauðsynlegt skilyrði fyrir því, að menn geti fært sjer náttúruöilin í nyt, og gert sjer náttúruna undirgefna, það er skilyrði fyrir verklegum fram- förum. Og einmitt þá menntun, sem er gagnleg í þessu tilliti, vona jeg, að liver þolanlega skipaður alþýðuskóli veiti nemendum sínum. — En þar sem þm. talar svo mikið um ágæti heima- menntunarinnar á íslúndi, — sem kann að láta vel í eyrum sumra, — þá væri full ástæða til að spyrja, í hverju þessi heimamenntun sje fólgin. Það er ó- hætt að fullyrða, að hún er ekhi al- mennt meiri eða betri en hún liefur verið um langan tíma. En hefði hún um nokkurn tíma verið eins glæsileg og.af er látið, hefði hún verið sönn menntun, þá hefði hún hlotið að sýiia sínar verkanir út á við; hún hefði hlotið að koma fram í gagnlegum prakt- iskum framkvæmdum, en það hefur hún að dómi þm.s sjálfs ekki gjört, og þar með er hún vegin á lífsins vogarskál og fundin ljett. Sá þm., sem jeg hjer á orðastað við, tók því — sem vonlegt var — ekki vel, þegar Arnljótur Ólafs- son var að líkja oss íslendingum við Eskimóa á þingi í sumar, en þm. verð- ur að gæta þess, að svo lengi má lialda okkur kyrrum á framfarabrautinni með því að slá okkur gullhamra fyrir þekk- ing og framfarir, sem hvergi eiga sjer stað hjá okkur, að Eskimóar ekki ein- ungis standi okkur jafnfætis, heldur fari fram úr okkur; — og þá dugar okkur lítið að standa með endurskoðaða stjórnarskrá í höndunum. — Yfir höfuð að tala hefði verið viðkunnanlegra, að annar eins „framsóknarmaður“ og B. Sv.. er í stjórnarskrármálinu, liefðiekki verið annar eins „apturhaldsmaður“ í menntunarmáli-almennings. Að fá manni í liendur langt vopn og vandbrúkað, en láta sig engu skipta, hvort hann kann með að fara, er ekki heppilegt, þó að þm. kunni að þykja slíkt hátt yfir Eski- móana hafið, þegar það kemur fram í pólitiskum spursmálum. (Frh.). Hættuferð. Tveir vermenn að iiorðan, bræðurnir Andrjes Þorleifsson á Eiðsstöðum og Guðmundur Þor- ieifsson í Tungunesi í Svínavatnshreppi, fóru núna á Þörranum suður yfir Auðkúluheiði og Stórasand. Tlm pann tíma árs er það mesta hættuferð, enda varð )>eim hált á því, því að peir lágu úti i 15 dægur. Hjer áeptir er sett ferðasaga þeirra, bæði mönnum til við- vörunar um að tefla ekki djarft að óþörfu. og af því að það er næsta merkilegt, að þeir skyldu komast lifs af og lítt skemmdir til mannabyggða. „Við lögðum frá Eiðsstöðum i Blöndudal snemma morguns 26. jan. Gengum við suður Kúluheiði, suður yfir Stórasand og vorum komnir suður undir Norðlingafljótsdrög um dagsetur. Hjeldum við áfram þá nótt alla og vorum komnir að landnorðurhorninu á Strútnum í dögun 27.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.