Þjóðólfur - 26.02.1886, Blaðsíða 4
33
En })á gjörði suðaustanhríð. Yorum við ])á
ofaustarlega; hjeldum ]iví vestur með Strútnum
og ætluðum að hitta skarðið milli lians og
Eiriksjökuls; en gátum ekki sakir dimmviðurs.
Kom þá villa ylir okkur. Um kveldið koitium
við í Hallmundarhraun og vorum ]iar um nótt-
ina i snjóhúsi. 28. var logndrifa og dimmvið-
ur. Yorum við á gangi í hrauninu ]>aun dag,
og vorum i snjóhúsi um nóttina. 29. var sama
veður; og fór á sömu leið, sem daginn áður.
Undir kveldið komumst við úr hrauninu. Hitt-
um við þá stóran klofstein, sem luktist saman
að ofan; hlóðum við snjó í báða enda hans, og
vorum í þessu húsi um nóttina. Að morgni
hins 5. dags (30. jan.) var sama veður. Þann
dag komumst við í hraunið aptur og vorum
þar í snjóhúsi um nóttina. Hinn 6. dag (31.
jan.) var þoka, er sveif frá öðru hverju, svo að
sá til jökla. Tókum við þá stefnu frá jöklun-
um, gengum þann dag aljan, hittum að kveldi
stóran stein, og bjuggum okkur til snjóhús í
skjóli við hann. Nú lukum við við þann forða,
sem við höfðum, vorum blautir, sifjaðir og hálf-
svangir, en þó tók þorstinn út yíir allt. Hinn
7. dag (1. febr.) var veður bjart. Hjeldum við
þá í sömu átt, sem daginn áður, og er við
höfðum gengið svo sem tvo tíma, hittum við á,
og með henni gengum við allan daginn. Að
kveldi bjuggum við um okkur á sama hátt,
sem fyr, og hjeldum, að við þyrftum ekki að
liafa fyrir því optar. Hinn 8. dag (2. febr.)
var frost og hreinviður; stokkfrusu þá fötin
utan um okkur. Hefðum við ekki haft skiði,
hefðum við ekkert komizt áfram fyrir ófærð.
Hjeldum við með ánni eins óg daginn áður og
eptir svo sem 3 tíma fundum við seltóptir.
Þegar við höfðum enn gengið kipp korn, sáurn
við bæ. Urðum við þá fegnir og ioíuðum guð
af heilum hug. Yið fórum heim að bæ þessum.
Var það Örnólfsdalur i Þverárhlið, og áin, sem
við fórum lengst með, heitir Kjarará. Þegar
við komum að bæ þessum, var kl. 2. Var'okk-
ur vel tekið. Fórum við þegar úr og ofan í
vatn, og stóðum í því í 8 tíma. Vorum við
að mestu óskemmdir. Á 3. degi þar frá fór-
um við ofan að Norðtungu, og var okkur fylgt
þangað. Þar var okkur tekið mætavel og okk-
ur leitað læknishjálpar. Vorum við þar í 9
daga:‘. A. Þ. G. Þ
Reykjavík 26. febr. 1886.
Tiðarfar liefur hina síðustu viku verið hag-
stætt hjer syðra, því að nú hefur komið
hláka, svo að jörð er komin upp í lásveitum,
en ekki upp til heiða og fjalla; enda er það
varla von, þvi að snjórinn er fjarska mikill.
Að norðan nýjustu frjettir úr Svinavatns-
hreppi 15. þ. m.: „Jarðbönn yfir allt og snjó-
þyngsli ógurleg, enda hefur varla linnt hríðum
og snjökomu síðan um jól. Útlit fyrir hey-
þröng, ef þessu heldur lengi, Á verzlunarstöð-
unum í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum er
matvara þrotin, nema í verzlun Höepfners á
Blönduós og Skagaströnd. Hafis mikill kom-
inn að landi, en eigi orðinn landfastur innst á
Húnalióa11.
Vestanpóstur kom í fyrra kveld. Meðhon-
um frjettust sömu harðindin um allt vesturland.
Bjargræðisskortur víðast hvar, einkum i Snæ-
fellsnessýslu. Fiskiafli allgóður i ísafjarðardjúpi.
Hitt og þetta.
* —0—
í Ameríku eru konum kenndar fagrar listir
og nytsamar. í kvennaskólanum í Cincinnati
er stúlkum kennt að sofa snoturlega. Það er
kona, sem þá grein kennir. Hún segir svo: \
„Stúlkur eiga ætíð að vera svo snotrar og lag- I
legar, sem verða má. Þvi hef jeg tekið það
fyrir, að kenna þeim að sofa snoturlega. Marg-
ar konur hafa þann ávana, að sofa með opnum
munni, en af þvi leiðir, að þær hrjóta, en það
þykir mjer fara konum miður vel. Jeg kenni
stúlkum mínum að láta munninn laglega aptur,
áður en þær fara að sofa, og er ekkert á móti,
að þær hafi spegil við höndina, til að sjá hvern-
ig þær hafa gjört það; þær mega ekki hafa
höfuðið langt upp á koddanum, því að þá er
hætt við, að munnurinn opnist í svefninum.
Jeg læt þær vera í laglegum náttfötum, og
hárið má ekki vera bundið í hntit. Jeg vil, að
þær sæmi sjer að öllu leyti eins vel í rúminu
á nóttum, eins og á ferli um daga. Það get-
ur verið, að þeim veiti erfitt að fylgja boðum
minum fyrst í stað, en það kemst fljótt upp í
vana“.
—:o:—
Við próf. Kennarinn: „Eruð þjer i nokkr- ■
um vandræðum með spurninguna?11 Lærisveinn- ]
inn: „Sussu nei, hún er ljós og skiljanleg; það j
er að eins svarið, sem kemur mjer í vandræði.“
Fyrrum og nú. Móðirin: „Þarna gengur
herra X“. Dóttirin: „Hvað varðar mig um
hann, horngrýtis dónann þann arna?“. Móðirin:
„Hvaða ósköp er að heyra til þín. í fyrra
leizt þjer svo dæmalaust vel á hann“. Dótt-
irin: „Já, en þá var hann ókvæntur“.
AUGLÝSINGAR
1 samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a.)
hvert orð 15 stafa frekast; m. öðru letri eða setning
1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út i hönd.
J»ar eð jeg hef samið við herra konsul G.
Finnbogasen um bryggju og uppskipun á vör-
um mínum framvegis, þá fyrirbýð jeg strang-
lega hjer með öllum öðrum, er sækja eða láta
sækja vörur í póstskipið, að taka vörur mín-
ar í land, nema þeir afhendi þær á Fischers
bryggju. Mín rnerki, sem ekki eru alþekkt,
mun jeg frainvísa við skipkomuna.
Reykjavík 25. febr. 1886.
V. Breiðfjörð.
CSrott lítið harmoníum er til sölu fyrir að
eins 80 kr. Ritstjóri Þjóðólfs vísar á seljandann.
Til almennings!
Læknisaðvörun.
Þess hefir veriö óskaö, að ég segði álit mitt um
b„itters-essentsu, sem hr. C. A. Nissen hefir búið
til og nýlega tekið að selja á íslandi og kallar
Brama-lífs-essents. Eg hefi komizt yfir eitt glas
af vökva fiessum. Ég verð að segja, að nafnið
Brama-lífs-essents er mjög villandi fiar eð essents
þessi er með öllu ólikr inum ?kt.a Brama-lifs-elixir
frá hr. Mansfeld-Búllner & Lassen, og því eigi geti
haft þá eiginlegleika, sem ágæta inn ekta. Þar eð
ég um mörg ár hefi haft tækifæri til að sjá áhrii
ýmsra bittera, en jafnan komizt að raun um, að
Brama-lifs-eliooir frá Mansfeld-Búllner & Lassen
er kostábeztr, get eg ekki nógsamlega mælt fram
með honum einam, umfram öll önnr bitterefni,
sem ágætu meltingarlyfi.
Kaupmannahöfn 30. júlí 1884.
E. J. Melchior, læknir.
Einkenni ins óekta er nafnið C. A. Nissen á glas-
inu og miðanum.
Einkenni á vorum eina ekta Brama-lifs-eliocir eru
flrmamerki vort á glasinu, og á merki-skildinum á
miðanum sézt blátt ljón og gullhani, og innsigli
vort MB k L í grænu lakki er á tappanum.
Mansfeld-Bullner & Lassen,
sem einir búatil inn verðlaunaða Brama-lifselixir.
Kaupmannahöfn._________________
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Þorleifur Jónsson, cand. phil.
Skrifstofa: á Bakarastíg við hornið á Ingólfsstræti.
Prentari: Sigm. Guðmundsson.