Þjóðólfur - 21.05.1886, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 21.05.1886, Blaðsíða 3
83 t>. B. og J. Þ.; en sjera Þork. á móti, meðal annars af því, að þjóðin væri ekki vaxin innl. stjórn, en vildi þó, ef annars væri farið fram á stjórnarskrárbreyt., að þá væri farið miklu lengra en síðasta þing fór, og þar á íneðal kvaðst bann mundi greiða atkvæði með þvi, að i* aldrei mætti gefa út bráðabirgðafjárlög, og að konungur gæti ekki náðað ráðgjafana fyrir brot á embættisrekstri þeirra, nema neðri deild sam- þykkti það, og því lijelt Gr. Tb. hvorutveggja fram, en sjera Þ. B. og J. Þ. voru á móti því. Pensmarksmálið vildu þeir báðir, að væri rann- sakað; en sjera Þork. var ekki við. er það bar > tal. Þórður bóndi á Hálsi skoraði á Grím Thomsen að bjóða sig fram, en Gr. Th. svaraði i,ví svo, að hann byði sig ef til vill hvergi, og alls ekki í því kjörd. Eptir áskorun frá Gr. Th. kvaðst Þórður á Hálsi mundu gefa kost á sjer til þingmennsku. Það kvaðst og Gísli bóndi i Leirvogstungu mundu gjóra. Á fundinum hjer í hænum var bæjarfulltrúi Jón Olafsson kosinn fyrir fundarstjóra eptir til- lögu fundarboðandans dr. Jónassens. Dr. Jónassen tók fyrstur til máls og gat þess, að hann gæíi kost á sjer til þingmanns fyrir B,vik með því að hann hefði fengið áskor- ún um það frá ýmsum kjósöndum. Lýsti hann skoðun sinni á þingmálum á þessa leið : Stefna k síðasta þings i stjórnarskrármálinu, sú að gjöra stjórn landsins sem mest innlenda, er hin eina rjetta. En jeg get ekki sagt skýlaust, hvort jeg greiði atkvæði með öllu i stjórnarskrár- frumv. síðasta þings, með þvi að margt getur komið fyrir. sem hefur áhrif á þetta mál, frá Þessum tíma til þess, er þingið kemur saman, °“' það þvi fremur sem forseti islenzku stjórn- wdeildarinnar í Khöfn ætlar að koma liingað til Evikur fyrir þing í sumar. Alþýðummntun er eitt af aðaláhugamálum u'ínum. Yflr höfuð ætti að styrkja alla skóla, ef þeir eru annars í því lagi, sem þeir ættu uð vera. En ísjárvert þykir mjer að leggja wikið fje til barnaskóla, meðan góða kennara vantar. Atvinnuvegi landsins ætti að efla sem frek- ast er unnt. Þingið hefur að undanförnu lagt ekki svo lítið fje til landbúnaðar, en sjávarút- regur hefur orðið út undan hjá því. Þingið hefur enn ekki viljað veita fje til sjómanna- skóla. Að vísu er veitt nú í fjárlögunum 1200 kr. til sjómannakennslu, en það er verra en ekki neitt. Þar á móti veitti síðasta þing ein- um manni 2000 kr. til lögfræðisnáms; er þó öliku saman að jafna. Þessi 2000 kr. fjárveit- iug er fásinna einber, en sjómannaskóli er lífs- spursmál og aðalundirstaða fyrir sjávarútvegin- um. Jeg vil vera spar á landsfje. Sumar fjárveitingar þingsins mjög undarlegar t. d. 3500 kr. t.il útlends fiskifræðings til að rann- saka laxár og laxveiðar, því að af fyrri ferð Þess manns að dæma, þá var sú ferð gagns- laus; , sama má segja um 1200 kr. styrk til laxaklaks, að því íje er sem fleygt í sjóinn. Ekki heldur rjett að veita fje til að fá fitlend- an vegfræðing hingað til að vera hjer um sum- artimann, hezta tíma ársins; það er gagnslítið; hann vissi ekki mikið um, hvernig hjer Væri á veturna. Nær væri að styrkja íslendinga til að sigla og læra vegagjörð erlendis; svo gætu þeir kennt er þeir kæmu aptur. Embœttismannalaun eiga að vera sómasam- leg. Mikil fásinna af þinginu að liækka laun hálaunaðra embættismanna; yfir höfuð farandi varlega i launahækkun, nema lágt launaðra embættismanna. Jón Ólafsson, H. Kr. Friðriksson og Björn Jónsson heimtuðu skýlausa yfirlýsingu frá dr. Jónassen um, hvort hann mundi greiða atkvæði með stjórnarskrárfrv. síðasta þings, eða hvort hann hallaðist að þeim mótbárum, sem hefðu komið fram móti því,. en þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir um það, ljet hann ekki uppi neina skýrari skoðun í þvi efni, en hann hafði gjört í byrjun. Hinir sömu menn mótmæltu og skoðunum dr. J. á fjárveit. til laxfræðings, laxaklaks og vegfræðings; gátu þess og, að nokkuð af fjenu til eflingar búnaði gengi til sjávarútvegs. B. Jónss. spurði dr. J. um skoðanir lians á fiski- veiðamálinu, lagaskóla, og hvort hann teldi eigi nauðsynl. að rannsaka Fensmarksmálið. Nein ákveðiu svör gaf dr. Jónassen ekki um flski- veiðamálið, kvaðst vera eindregið með lagaskóla. Mjög ísjárvert þótti honum að hreyfa uokkuð við Fensmarksmálinu, þar sem tveir menn, sem þar helzt hefði átt að snúa sjer til, væru nú dánir. Bj. J. kvaðst geta vel skilið í þvi, að menn væru tregir til „að leggjast á náinn“,en um það væri heldur ekki spurningin, heldur hitt, hvort dr. J. þætti ekki nauðsynlegt að þingið rannsakaði það mál. í þetta sinn mætti liggja milli liluta, hvort iengra skyldi halda i því. Þorleifur Jónsson gat þess, að það væri þrenns konar fje, sem farið hefði að forgörðum við embættisfærslu Fensm., þ. e. landsjóðsfje, Ije ómyndugra og sýslusjóðsfje; að því er land- sjóðstjeð snertir, væri það að visu satt, að 2 menn væru látnir, er mikið hefðu verið riðnir við það. En hið sama verður ekki sagt um hitt tjeð ; þar eru menn á lífi, sem má halda sjer til. H. Kr. Fr. var eindregið með því, að Fensmarksmálið væri rannsakað. Ben. Gröndal kvaðst hafa haldið áð hjer ætti að gera út um, hvern kjósa ætti á þing, en ekki ræða öll lands- mál, þvi langur tími og jafnvel allt sumarið gæti gengið i þvílikar umræður. Jón Ól. kvað það vera ósamkvæmni hjá dr. J. að vera ein- dregið með lagaskóla, en áfella þingið fyrir fjárveitinguna til að stunda isl. lög að fornu og nýju. Ef menn' vildu fá lagask., ættu menn að gjöra sjer far um að fá mann til kennsl- unnar, sem hefði sjerstaklega stundað isl. lög. 1 þann strenginn tók og Þorl. Jónss. J. Ól. spurði, dr. J., hvað hann mundi leggja til þess að afnema amtmannaemb. og biskupsemb. Dr. J. svaraði, að meðan óvíst væri, livernig stjórn- arfyrirkomulag landsins yrði, væri ísjárvert að afnema þessi emb., einkanlega gæti hann ekki lagt með því að afnema biskupsembættið. Prentsmiðja seld. Hr. Einar Þórðarson hefur selt ritstjóra Birni Jónssyni proptsmiðju sina og bókaleifar allar. Hr. Einar hefur og selt hús sín og lóðina nokkrum trjesmiðum hjer i hænum. Blaðið Suðri er nú orðið eign Gests cand. phil. Pálssonar. Tíðarfar. Nú um tíma hefur verið norðan- átt og fyrra part þessarar viku norðanstormur með snjógangi á fjöllum og kulda. Síðustu 2 daga stillt veður og hlýindi. Allabrögð. í Grindavík var góður afli af ýsu fyrir siðustu helgi. Hjer öfluðu menn í fyrra dag undir og um 20 í hlut. Nýtt þingmauusefni. Leikfimiskennari ÓL- afur Kósenkranz gefur kost á sjer til þing- mennsku fyrir itvík; hann er eindregið með stjórnarskrárfrv. siðasta þings. Leiðrjetting. í síðasta tbl. ísafoldar segir Eirikur Magnússon M. A., að jeg hafi skrifað sjer, að Dr. Gr. Thomsen hafi verið að koma mjer i skilninginn um misskilning sinn (E. M.) á bankamálinu. Þetta er ekki satt. Jeg skrif- aði E. M. um þau atriði, sem mjer þótti at- hugaverð í greinum hans, en minntist ekki eitt orð á dr. Gr. Th., enda höfum við (Gr. Th.) aldrei talað eitt orð um bankann. Það er E. M. sjálfur, sem er að ímynda sjer þetta, likl. af þvi að dr. Gr. Th. varð fyrri en jeg til að gjöra athugasemdir við bankagreinar hans. Þorleifur Jónsson. AUGLYSINGAR í samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. oa. hvert orö 15 stafa frekast; m. ööru letri eða setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun útíhönd. Rée & Bay Grothersgade 14. Kjohenhavu K. Cigar- og Tobaksfabrik etableret 1849 anbefaler til Udförsel Mellemskraa No. 1 Kr. 1.05. do do do No. 2 Kr. 0.95. I3jer með tilkynni jeg undirskrifaður minum heiðruðu skiptavinum nær og fjær, að nú hef jeg fengið nýjar byrgðir af alls konar nauð- synjavöru ásamt fleiru, sem jeg sel með því beztaverði, er hugsazt getur, eptir vörugæðum. Framvegis mun jeg eins og fyrri gjöra mjer sjerdeilis far um að vanda vöru mina og hafa jafnan góðar nauðsynjavörur fyrirliggjandi í verzlun minni. Eptirfylgjandi listi sýnir, hvað jeg hef.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.