Þjóðólfur - 21.05.1886, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 21.05.1886, Blaðsíða 2
82 orðið og „fellowu, úr því svo mikið er talað um það orð. A bls. 94 stendur, að Engleudingar og allir útgef. Shak- speres kingað til haldi að year sje á þeim stað eintala. Þó ekki Wright, sem þýðandi segist sjálfur hafa stuðzt mjög við í skýringum sínum. Hve margir af hinum nýrri Shaksp.- útgef. skyldu halda slíkt ? — A bls. 95 stendnr, að „holpenu sje vanalegra en „holpu, og lítur því svo út sem sú mynd sje nú brúkuð. En hvortveggi myndin er úrelt, og er nú hélped haft í stað þeirra. Þessa hefði átt að geta. Á bls. 164 er talað um skáldið "William Spenser, sem mun eiga að vera Ed- mund Spenser. Á bls. 166 stendur að „minion“ sje á fornháþ. „minniau, en sú mynd finnst ekki í fornháþ., held- ur minpa, miðþáþ. minne. En þýð. hefur auðsjáanlega farið hjer eptir Webster og er honum því vorkunn. Bókin er allvel úr garði gerð, að því er ytra frágang snertir. Þó eru töluverðar prentvillur í þýðingunni og sumar óþægilegar, svo að meining- in raskast, t. d. punktur þar sem hann á alls ekki að vera (t. d. bls. 4,19, 90); enn fremur í fyrir i og i fyrir í (t. d. á bls. 1, 8, 4, 5, 21, 32, 58, 59, 84, 85, 88, 93, 104, 105, 107, 108) og u f. n og n f. u (t. d. á bls. 10, 39, 44, 89, 102, 107, 109; þetta kemur stundum opt fyrir á sömu bls. Enn fremur a f. u (t. d. 107). Ekki er heldur laust við ósamkvæmi í rithætti, og skal hjer að eins getið, að stund- um er ritað -r í niðurlagi orða (t. d. á bls. 6, 102) þótt annars sje jafnan ritað -ur* J. St. & V. o. *) Þar sem hinir heiðruðu höfundar tala um, að þýðingar Shaksperes haíi hingað til verið gefnar út með styrk af almannafje, geta ef til vill ]>au orð skilizt svo, sem meistari E. M. hafi fengið st.yrk til að gefa út Storminn. Þess skal j)ví geta, til að fyrirbyggja allan misskiln- ing, að hann sðtti að vísu um styrk til að gefa út hðk þessa, en fjekk alls engan styrk til þess. Enn fremur skal geta þess, að meistari E. M. hefur sent prentsmiðjueig. Sigm. Guðmundssyni allinikið af leiðrjettingum á ýmsu í útgáfu hans á Storminum, og ætlast E. M. til að þær bæt- ist aptan við Storminn. Bitstj. Brjef frá Lundúnum. Eptir stud. mag. Jón Stefánsson. —o— 1. Ferðin. Temps. Járnbrautir. Riehmond. Jeg tók mjer far með dönsku gufu- skipi, sem fór rakleiðis frá Höfn til Lundúna. Lögðum af stað kl. 2 á fimmtudag, góðviðri alla leið, um há- degisbil á sunnudag sáum við land. Það var Suffolk-fylki, flatt land með hvítum söndum sem fjarar langt út af. Það- an er drjúgur spölur suður til Temps- mynnis um auðug fiskimið innan um skipahrannir, sem eru að draga björg- ina úr sjónum. Sunnudagskveld lögð- umst við í Medway-fióa sunnan til í Tempsmynni. Ljósagangur mikill á flóanum um kvöldið og kom það af rauðum og grænum luktum á skipun- um, sem lágu út um allaii flóann. I býtið mánudagsmorgun hjeldum við af stað upp eptir Temps. I Grave- send kom lóss og 2 tollþjónar umborð. Þaðan er jafnlangtupp til borgarinn- ar og frá Helsingjaeyri til Hafnar. Temps er skipgeng 50 mílur* í land upp og einar 14 á breidd í mynninu, fyrir ofan Gravesand verður hún mjórri og mórauðari eptir því sem ofar dreg- ur; kolaprammar og bátar fram með bökkunum, skip í miðjunni; mesta furða, að gufuskipagrúinn, sem æðir upp og ofan- eptir, skuli ekki rekast i kaf á þeim ljónagangi. Maður verð- ur feginn að komast úr verksmiðju- skarkalanum fyrir neðan bæinn upp undir London Bridge, sem er neðsta brúin á fljótinu. Temps er víst það eina fljót, sem á myndastyttu af sjer. Hún stendur á Somerset House á nyrðri bakkanum. En Temps er Hka merkisfljót. I gamla daga, þegar London Bridge var sú eina brú á því, voru líka til 40,000 ferjumenn; þó ó- trúlegt þyki, þá er svo til talið á 16. og 17. öld. Það var venja þangað til fyrir fáum árum, þegar fljótið lagði að halda á því 'markaði, hunda-at, hana-at og leiki; stundum kom þá *) Jeg brúka hjer alls staðar enskar mílur 48/4 enskar mílui' = 1 dönsk. leysing svo skyndilega, að menn og hundar og hanar flýttu sjer í land, en kræsingar og góðgripir sukku og mætti eflaust slæða margt upp af Tempsbotni ef reynt væri. Lax og silungur og fleira veiðist, þó ekki nema fyrir ofan bæinn. Ollum óhrein- indum úr borginni er fleytt um jarð- göng 11 fet á breidd 10 á hæð og hleypt úr þeim út í fljótið um flóð 14 mílum fyrir neðan bæinn; útfallið ber þau til sjávar en margt sezt samt fyrir af þeim. Rennurnar hafa kost- að 81 miljón króna. Sjerstakt lög- reglulið hefur umsjón á fljótinu, enda þarfþess við. Máltækið „að stela öllu steini ljettarau nær sjer ekki niður þar, því sjálfum akkerunum er stund- um stolið af skipum á fljótinu. Gufu- bátar flytja farþegja upp eptir öllu og á sumrin upp eptir Oxford alla leið. (Framh.). Eeykjavík 21. maí 1886. Tveir undirbúning'sfuiidii' undir þingkosn- ingar voru haldnir laugard. 15. þ. m., annar í Hafnariirði kl. 11 f. h., liinn í Keykjavík kl. 6 e. h. Á Hafnarfjarðarfundinum mættu um 40 manns; var próf. síra Þórarinn Böðvarsson kosinn fyrir fundarstjóra. Því næst lýstn þeir próf. Þ. Böðvarsson, skólastj. J. Þórarinsson og sjera Þorkell Bjarnason því yfir, að þeir gæfu kost á sjer til þingmennsku fyrir 'kjördæmið. Grimur Thomsen kvað sjerþykja nóg um, ef allir þeir prestar yrðu kosnir á þing, er nú væri i orði að kjósa. Þeir mundu þá rúmlega fylla postulatöluna, og það þótt Júdas væri tal- inn með. Skaðlegt væri, að hafa svo marga þingm. af einni stjett. Hann mælti síðan með sjera Þork., en móti þeim feðgum, sjera Þ. B. og J. Þ. Á fundinum var drepið á ýms mál, þar á meðal fjárveitingar þingsins til Elens- borgarskólans, sem Gr. Thomsen var andvígur. Gr. Th. taldi nauðsynlegt, að næsta þing setti nefnd til að rannsaka, hvernig hallærisgjöfun- um hefði verið varið, og fjellust þingmanna- efnin á það. Yfir höfuð voru menn heldur á > móti kaffitoll. Sjera Þork. var með lágum launum embættismanna. Sjera Þórarinn kvað þeim eiga að launa sómasamlega; farsæld lands- ins eigi komin undir því, að svelta embættis- menn, enda hefði hann aldrei reynt að sníkja út atkvæði með þeim kenningum. Með laga- skóla voru þeir eindregið sjera Þ. B. og J. Þ., en sjera Þork. á móti, meðal annars sakir kostn- aðar og af þvi, að þá mundi íslendingar fremur einangrastfráheimsmenntuninni. Með stjórnar- skrárfrumv. síðasta þings voru eindregið sjera

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.