Þjóðólfur - 09.07.1886, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 09.07.1886, Blaðsíða 2
110 Það sýnist í fljótu bragði vera álitlegur við- bætir, að geta talið Vo eða 30 gjaldendum fleira þetta síðastliðna fardagaár, heldur en fyrir 7 árum liðnum, en jiað má lika heita fremur verulegur ábætir, að þurfamannastyrkurinn, með ómagaframfærinu, hefur á Jiessum 7 siðustu ' árum aukist um rhmar 800 kr., og þó eru ekki hjer með taldar um 2400 kr. af gjafafje, sem hreppsmenn urðu aðnjótandi þetta siðastl. far- dagaár; það er því römum 3200 kr. meira, sem þetta ár hefnr gengið til þurfamannaframfæris heldur en árið 1877. Með öðrum orðum: hrepp- urinn hefur þetta síðast talda ár eytt rúmlega 7000 kr. til fátækra framfæris, þegar gjaflrnar eru meðtaldar. Bf þessari upphæð hefði verið jafnað niður á þá 150 gjaldendur, sem borið gátu útsvör til sveitar, þá hefðu komið á hvern gjaldanda 46 kr. 66 au. til jafnaðar; en á hvern mann ungan og gamlan i öllum hreppnum hartnær 7 kr. Það má heita fremur laglegur nefskattur!! Þetta síðastliðna fardagaár hafa 44 tómthús- manna- og húsmannaheimili notið 2648 kr. sveitarstyrks, þegar ársmeðlög með tómthús- mannabörnum eru meðtalin, en 74 tómthúsmenn, húsmenn og lausamenn, sem aukaútsv. varð lagt á, guldu allir til samans 522 kr. Það er 2126 kr. minna en hinir 44 þáðu á árinu. í hreppnum eru, þetta siðasta ár, 80 gras- hússmenn með 609 manns í heimili, en húsfeð- ur, sem enga grasnyt hafa, eru 125 . með 408 manns. í þessum síðartalda flokki eru um 30 lausamenn og húskonur einhleypar, hinir 95 eru tómthúsa- og húsmenn. Húsbændatala í öllum hreppnum er því 205, eða rúmlega ferföld við Jiað sem hún var fyrir 58 árum, næstum helmingi meiri en fyrir 38 árum, og fðlkstalan á þessum síðustu 38 árum hef'ur aukist um % eða 400 manns. Á síðastliðnu 10 ára tímabili (frá fardögum 1875 til fardaga 1885) liafa tómthúsmanna- og húsmannaheimili þegið 6600 kr. sveitarstyrk, fyrir utan meðgjafir með börnum, sem frá þeim hafa verið tekin út á hreppinn. Á sama tíma- bili hafa grasbýlismenn notið 930 kr. sveitar- styrks, fyrir utan barnameðlög. Eitt tómthús- mannsheimili hefur á þessum síðustu 10 árum aukið útgjöld hreppsins með uppfóstrun barna sinna, um 1320 kr. Önnur 8 tómthúsmanna- heimili hafa á sama hátt, síðustu 5 ár, aukið þau um 1980 kr. Af þessu framanritaða yflr- liti vona jeg, að flestir geti sjeð að með vax- andi tómthúss- og húsmannatölu hafa aukizt útgjöldin til sveitarþarfa og er sannarlega ekki gott að sjá, hver voði þessum hrepp er búinn af býlatjöldanum, ef engar skorður eru við því reistar, en þegar önnur eins aflaleysisár og þessi tvö síðustu koma yfir sjávarhreppana, þá sjest bezt, hvað býlafjöldinn hefur að þýða, þvi jeg ímynda mjer, að þeir sjávarhreppar hjer í sýslu, sem búa undir likum tómthúss- mannagrúa og hjer á sjer stað, hafi lítið meira happi að hrósa að þvi er snertir efnahaginn, eins og jeg líka þykist hafa sannar sögur af, því, að þeir hreppar sýslunnar, sem bezt hafa varizt tómthúsunum, þurfa nú einskis styrks við til að verjast hallæri, þegar það dynur yflr. Utansveitartómthúsmenn sjö að tölu, sem hjer dvöldu síðastl. fardagaár hafa þegið á árinu 245 kr. sveitarstyrk upp á væntanlegt endur- gjald frá sinum framfærzluhreppum, sem opt er seint og stundum aldrei endurgoldið, en 27 ut- anhreppstómthússmenn, sem útsvar varð lagt á, guldu allir til samans 180 kr., eða 63 kr. minna en hinir 7 þáðu. Af þessu geta menn sjeð ábatann af innflutn- ingunum. Það mun enginn rjettsýnn maður álasa sveitastjórnum sjávarhreppanna, þótt þær af alefli leitist við að koma i veg fyrir fjölgun þurrabúða og húsmanna eins og lög frekast leyfa, og það væri líklegt að yfirvöld vor ljetu sjer vera annt um að styrkja hreppsnefndirnar í þessu efni, betur en þau stundum liafa gjört. En alþing þyrfti að lagfæra og endurbæta svo fátækralöggjöfina að örsnauðum ráðleysingjum, svöllurum og letingjum liðist ekki að hlaupa í sjálfsmennskuna eða hjónabandið, til þess bein- línis að sækja í fjárhirzlu eða forðabúr hinna efnaðri atorku- og ráðdeildarmanna nægan forða handa sjer og hyski sínu og á þann hátt gjöra alla á endanum jafna, því eins og útlitið er nú hjer í sumum sjávarhreppunum, mun þess skammt að bíða, að landstjórnin verði að sker- ast í leikinn og annaðhvort láta flytja menn af landi burt eða fæða þá á kostnað landssjóðs, ef / menn ekki eiga að falla hungurmorða. í febrúar 1886. G. G. Sent til ritstjórnarinnar. 8. Utaníor. Höfundur Kristján Jón- asarson. Rvík 1886. Af ferðabókum erum vjer Islendingar fátækir. A prenti man jeg ekki til, að nein slík rit .hafi út komið hjer sjerstök nema ferðasaga Eiríks á Brúnum. I blöð- um og tímaritum hafa stöku sinnum birzt ferðasögukaflar. Hefur sliktjafn- an þótt fróðlegt og skemmtilegt, hafi vel verið frá sagt; sjerstaklega var á seinni tið tveim höndum tekið við ferðasögum Gfuðbrands Vigfússonar frá Noregi og frá Þýzkalandi, er birt- ust í Nýjum Fjelagsritum, einkum hinni fyrri. Kristján Jónasarson (Þingeyingur) hefur tvisvar farið til útlanda, fyrst til Hafnar (fyrir 4 árum) og síðan til Skotlands og Englands í haust, er leið. Er það þessi ferð, sem kverið segir einkum frá; en i fyrsta þriðj ungi þess lýsir hann útliti stórborga yfir höfuð erlendis. Höfundurinn virðist vera einkar- greindur og gætinn leikmaður og vel að sjer; ritar hreint og látlaust mál. Þeir eru teljandi þeir leikmenn á landi hjer, sem geta sezt niður og samið bækur, sem i engu standa á baki ritum svokallaðra lærðra manna. Það er ein- hver sjerstakur jarðvegur fyrir and- lega atgjörvi i Þingeyjarsýslu. Að minnsta kosti hefur höf. þessara lína tekið eptir fleiri „kynja-kvistum" spretta þar upp, heldur en á öllu land- inu til samans þar fyrir utan. Hver maður, bæði lærður og leikur, getur haft bæði ánægju og fróðleik af að lesa ntItanfor“ Kristjáns. En þess er jeg viss, p,ð allur þorri landa minna, sem ekki á kost á að sjá neitt af öðrum löndum með líkams augum, mun hafa ánægju af að verða höfund- inum samferða i anda við lestur bók- ar hans. Og ódýrara verður þeim aldrei með neinu móti að bregða sjer utan, heldur en með því að slást í anda í för með höfundinum. En til þess þurfa þeir að lesa bókina og til þess vil jeg ráða þeim. J. Ó. Frjettir frá íslandi 1885 eptir Jón Steingrímsson, stud. theol. Það eru margir, sem hafa á móti Frjettum frá íslandi, af þvi að þær fræði menn litið betur um það, sem við ber á Islandi, en blöðin gjöra, og að mörgu leyti sjeu þær að eins útdráttur úr blöðun- um; en þess verður þó að gæta, að Frjettir frá íslandi gefa samanhang- andi yfirlit yfir það, sem við ber um árið og. fylla að mörgu leyti í þau skörð, sem blöðin hafa látið eptir. Það er annars með Frjettir frá Islandi eins og hverja aðra sögu; það er mest komið undir þvi, hvernig þær eru sagðar. Það er leiðinlegt, þegar Frjett- irnar eru fullar með palladómum og hugleiðingum höfundarins, og það er leiðinlegt, þegar höfundurinn sýnir hlutdrægni i þeim. Þessa ókosti eru

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.