Þjóðólfur - 16.07.1886, Blaðsíða 4
116
Ólsen J>ótti }ietta eigi rjett, en aðrir t. a. m. B.
Jónsson ritstj. og landsh. M. St., töldu jiað hið
eina rjetta, og kyaðst B. J. mundu fylgja þeirri
reglu i bókmenntafjelaginu framvegis.
Forseti skýrði frá efnahag og framkvæmdum
íjelagsins, þar á meðal því, að 2 Sunnlending-
um hefði samkv. ályktun síðasta fundar verið
veittar 40 kr. hvorum til ferðar norður í land
til að nema þar kvikfjárrækt. — Samþykkt var
að veita þessum verðlaun úr fjelagssjóði: Sigr.
Sveinsdóttur í Hlíð í Skaptártungu 50 kr.,
Böðv. Sigurðssyni í Yogatungu í Borgarfjarð-
ars. 30 kr., Gísla Gislasyni í Kalmannsvík
skófiu og kvísl, og Markúsi Þórðarsyni á Þor-
móðsstöðum 30 kr.
Búfræðingur Hermann Jónasarson hafði leit-
að liðsinnis hjá fjelaginu, til að gefa út búnað-
artimarit, þannig að fjelagið keypti 500 eintök
til útbýtingar ineðal fjelagsmanna. Hafði hann
hugsað sjer, að tímaritið yrði allt að 12 arkir
á 1 kr. 50 a., og að fjelagið keypti þessi 500
eintök á 550 kr. þ. e. með 200 kr. afslætti.
Sumir, t. a. m. prestaskólakennari E. Briem og
dr. Jónassen, mæltu mjög með þessu. Aptur
voru aðrir, sem að vísu þóttust þessu hlynntir,
en óx þó þetta mjög svo í augum t. a. m.
amtm. Jónassen, er vildi láta kaupa tímaritið
fyrir að eins 300 kr. og B. J. ritstj., sem lagði
það til, að fjel. verði að eins 400 kr. til að
kaupa tímaritið fyrir með sama afslætti, sem
Herm. J. hafði stungið upp á. Það verður um
360 eint. — Sjálfri styrkbeiðslunni eins og hún
kom frá Herm. J. var synjað með 13 atkv.
móti 12 að viðhöfðu nafnakalli, en tillaga B. J.
samþykkt.
Eptir tillögu Boga Th. Melsteds kand. var
samþykkt sú breyting á fjelagslögunum, að i
stað þess, að forseti hefur kosið endurskoðun-
armenn reikninganna, skuli fjelagsmenn kjósa
þá, og að reikningarnir skuli úrskurðaðir af
fjelagsmönnum á sumarfundum.
Samþykktar voru og tillögur endurskoðunar-
manna reikniganna um að láta þinglýsa veð-
skuldabrjefum íjelagsins og gera betri gangskör
aö innheimtu á skuldum þess og öðrum tekjum.
Forseti var endurkosinn, skrifari varð presta-
skólak. E. Briem í stað skólastjóra H. E.
Helgasens, er bað sig undanþeginn; gjaldkeri
amtm. E. Th. Jónassen.
Fiinmtíu ár eru liðin 'á morgun síðan biskup
landsins Pjetur Pjetursson dr. theol. var vígður
til prestsembættis að Breiðabólstað á Skógarstr.
Höfundurinn að skýrslunni um fiskiveiðar við
Faxafióa síðustu vetrarvertíð, sem prentuð er i
Þjóðólfi 26. tbl. þ. á., hafði sent liana til kaup-
manns í Hafnaríirði; en fyrir misminni sendi-
mannsins var hún af hent á afgreiðslustofu Þjóð-
ólfs með þeim tilmælum, að hún yrði prentuð i
blaðinu; var það gjört. Heíilr hún þannig verið
prentuð í blaðinu móti tilætlun hins heiðraða höf.
AUGLYSINGAR
Litið harmonium, nokkuð brúkað, fæst til
kaups fyrir að eins 65 kr. Ritstj. ávísar.
Eptir að jeg hef nákvæmlega rannsakað og reynt bitterefni það, sem hr. Mansfeld-Bullner & Lassen búa til og selja með nafninu Brama-lífs-elexír, finn jeg mig knúðan til, að lýsa yfir því, að í því eru að eins þau efni, sem eflaust eru styrkjandi og gagnleg, og að því megi búast við góðuin bata, ef bitterinn er tekinn við umgetnum kvillum, þar sem jeg sjálfur hef haft tækifæri til að sannfærast um það. Winslöw, hjeraðslæknir og bæjarlæknir i Nakskov. :t Vor verðlaunaði Brania-lífs-elexír, er bæði danskir og útlendir læknar og aðrir meðalafróðir menn mæla fram með, fæst að eins egta hjá vorum fóstu og kunnu út- sölumönnum. Einkenni : Blátt ijóu og gullinn hani á flöskumiðanum. Mansfeld-Bullner & Lassen, Kjöbenhavn K.
White amer. stál-saumavélar. Grullmedalía einnig á lieimssýningunni í Amsterdam 1883. Afbragðs-saumavél hæði fyrir iðnaðarmenn, saumakonur og heimilisþarfir. 5 ára ábyrgð gelin. -—— Engin önnur saumavél hefir svo stóra og auðþrædda skyttu. Engin önnur saumavél liefir svo hentuglega auðsetta nál. Engin önnur saumavél hefir dúkfiytjara, er flytr heggja megin nálarinnar. Engin önnur saumavél hefir svo stórt snúningshjól. | Vélarnar eru ekki ekta fram- Engin önnur saumavél hefir svo stórt tréborð. | vegis nema á þeim sé stimpillinn: Engin önnur saumavél hefir svo stóran og háan arm. 1 Engin önnur saumavél hefir svo hályftan þrýsti-fót. ' Sílircl txf do. Engin önnur saumavél er svo gjörð, að hvérn hlut má skrúfa þéttan jafnótt og slitnar. Engin önnur saumavél vinnur svo þögult og létt sem White-vélin, því allir slitpartar eru úr finasta stáli. Skoðið hana! Reynið hana. Henni fylgir ýmislegt, sem ekki er vant að fylgja saumavélum. Einka sölu-umhoð fyrir ísland hefir Matth. Johannessen, Keykjavík.
Með því að eg hefi framselt þeim
! herra B. Muus & Co. í KaUpmanna-
höfn allar mínar útistandandi skuidir,
i eins og þær eru eptir verzlunarbók-
unum þann 22. júní þ. á., og hefi
falið cand. jur. Gruðlaugi Guðmunds-
j syni á hendur að ganga eptir skuld-
unum, þá vil eg hjer með áminna
alla, sem skulda mjer, um að borga
skuldir sínar hið fyrsta.
Reykjavík 22. júni 1886.
Þorlákur Ó. Johnson.
Samkvæmt ofanritaðri auglýsing er
hjer með skorað á alla hlutaðeig-
endur að greiða mjer hið fyrsta skuld-
ir sínar, eða semja við mig um borg-
un á þeim, Þeir innanbæjar- og
nærsveitamenn, er eigi hafa gert það
nú þegar, geta búizt við lögsókn
- án ýtrari fyrirvara.
d. u. s.
(ýiiðl. (xuðmundsson,
cand. juris.
Enskur kvennsöðul 1, þægilegur, br.úk-
aður, en þó í góðu standi, er til sölu með mjöfr
vægu verði. Ritstj. ávísar.
Kirkjusaga Finns Jónssonar, öll 4
bindin, í góða bandi fæst til kaups. Ritstjóri
ávísar. _____
Þeir, sem óska kynnu að ná tali við mig, með-
an jeg er fjarverandi, eru beðnir að snúa sjer
til yfirkennara H. Kr. Friðrikssonar, sem hefur
umboð frá minni hendi.
Reykjavík, í júní 1886.
Þ. Jónsson.
sýslumaður.
TAKIÐ EPTÍR.
Brúlsuð islenzk frímerki eru einungis borguð
með hæsta verði í J. P- T. Brydes búð.
N. B. Nielsen.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Þorleifur Jónsson, cand. phil.
Skrifstofa: á Bakarastíg.
Prentari: Sigm. GuÖmundsson.