Þjóðólfur - 30.07.1886, Síða 1
Kemur út á föstudags-
morgna. Verö árg. 4 kr.
(erlendis 5 kr.). Borgist
fyrir lö.júlí.
ÞJÓÐÓLFUR.
öppsögn (skrifleg) bund-
in viö áramót, ógild nema
komi til útgef. fyrir 1.
október.
XXXVIII. árg.
Reykjavík, fostudaglnn 30. júlí 1886.
Xr. 31.
Pjóöólfur
kemur út um J)ingtímann
tvisvar á viku
á þriðjudögum
og föstudögum.
ÍJjóðól fur kemur út frá þessum tíma til
ársloka
27 til 30 sinnum.
Þjóðólfur flytur það sem eptir er ársins:
greinilegar þingfrjettir um þingtímann, ýms-
ar greinir um
alþingismál, þar á meðal um
Fensmarksmálið, um
bankann, svo og um
atvinnn- og samgöngumál; auk þess
frjettir innlendar og útlendar, og
fræðandi og skemmtandi smágreinir af
ýmsu tagi.
Þjóðólfur kostar til ársloka (27—30 nú-
mer), að eins 1 kr. 75 au. og er því landsins
ódýrasta blað. Deir, sem vilja gjörast kaup-
endur að Þjóðólfi, eru beðnir að gjöra við vart
Um það sem allra fyrst.
Um pappírspeninga landsbankans.
Eptir Sigurð Briem.
—O—
•Teg þykist sjá af Reykjavíkurblöð-
unum að menn heima sjeu fullvissir
. urn, að pappírspeningar landsbankans
geti eigi fallið í verði. hvernig sem
útgáfu þeirra frá bankans hálfu sje
hagað, en með því að jeg get eigi
sjeð að slíkt megi ráða af ástæðum j
þeim, er fram hafa komið, skal jeg
fara nokkrum orðum um hinar helztu
af þeim.
Það hefur verið sagt að viðskipta-
vþörf landsins muni langt frá verða
fullnægt með þessari upphæð, 500,000
kr., sem bankinn má gefa út, því að
Bienn vita, að 1,200,000 kr. hafi verið
®kipt þegar krónumyntin kom og að
peningar í landinu hafi enda vérið
Uiiklu meiri. Þó að svo hafi verið
úeld jeg megi fuliyrða að viðskipta-
þörfin hafi eigi þurft svo mikið, þvi
a<T það er alkunnugt að margir höfðu
Safiiað eigi litlu af peningum, sem
þeir geymdu án þess að nota sem við-
skiptamiðil og þess verður að gæta,
að þau árin voru uppgangsár fyrir land
vort, vörur vorn í háu og hækkandi
verði og um það leyti fluttist mjög
mikið af peningum til landsins. Eng-
lendingar komu með hvert kolfortið á
fætur öðrn með silfur upp í sveitir til
að kaupa fje og hesta, sem þá voru í
hjer um bil þrefalt hærra verði en
nú. Margir af landsmönnum risu þá
upp sem hestakaupmenn og keyptu
hesta innsveitis til þess aptur að selja
Englendingum, svo viðskiptaþörfin
hefur þá eflaust haldið í óvanalega
mikið af peningum. Eins er það að
þó að pappirspeningar komist í veltu,
þá geta þeir eigi orðið hinir einu pen-
ingar, það verður allt fyrir það að
vera eigi lítið af silfur- og koparpen-
ingum til smáborgana og gull nokk-
uð til þess að halda gildi pappírspen-
inganna uppi. Jeg held einnig að
þeir muni hafa hraðari gang milli
manna, en gullið, því að menn munu
síður gefa um að geyma þá lengi, en
það hlýtur að vera hverjum manni
ljóst, sem hugsar eptir þ\i, að þess
minna þarf af peningum, sem þeir
fara hraðara, þvi skemur sem hver
krónan dvelur hjá hverjum fyrir sig.
Það er og næsta líklegt að ávísanir
og víxlar verði notaðir meira, þegar
bankinn er kominn á fót. Jeg get
því eigi sjeð að hægt sje að segja með
fullri vissu að viðskiptaþörfin geti bor-
ið svo mikið af pappír.
Þá hefur verið tilfært að landssjóð-
ur taki þá með fullu verði í öll gjöld.
Til þess að það væri einhlit trygging,
mætti aldrei vera meira úti af pappírs-
peningunum, en svo, að hver sem held-
ur vildi gull gæti fundið þann, er
þyrfti að borga tii landssjóðs og sem
bæði gæti og vildi gefa honum gull
fyrir pappír. Jeg held menn geti
varla búizt við að aldrei bregði út af
þessu. En þar sem hefur verið sagt,
að gjöld til landssjóðs á fjárhagstíma-
bilinu sjeu langt um hærri, en þessi
pappírspeninga-upphæð, og hann muni
því gleypa þá alla og meira til, en
jafnframt búizt við að hann borgi em-
bættismönnnm og öðrum, er hann skal
gjalda, í þeim, þá er það byggt á mis-
skilningi, með því að þar ergjörtráð
fyrir að hver pappírspeningur að eins
einu sinni renni inn í landssjóð og
úr honum aptur á fjárhagstímabilinu
og svo sje vinnu hans lokið. Þessu
er engan veginn svo varið; sami pen-
ingurinn getur mörgum sinnum geng-
ið sem gjald i landssjóð og úr honum
aptur sem borgun. Sje embættismanni
i Reykjavik útborgnð mánaðarlaunin,
t. d. 300 kr. í pappír, getur hann sam-
dægurs borgað þær kaupmanni þar og
hann aptur borgað þær sem toll til
landssjóðs. Landssjóður hefur að eins
sömu 300 kr., en hefur þó fengið toll-
inn goldinn og á þann hátt geta þess-
ar 300kr. farið margar ferðir. Grjörði
maður ráð fyrir að krónurnar, sem
ganga til landssjóðs, gengu út og inn
einu sinni á mánuði hverjum, þá þyrftu
ekki einu sinni 40,000 kr. til þess að
borga 900,000 kr. á einu fjárhagstima-
bili. Hvort ganghraði krónanna gegn
um landssjóð er meiri eða minni, læt
jeg alveg ósagt, en frá viðskiptunum
dregur landssjóður að eins það, sem
er fyrirliggjandi hjá honum í þann og
þann svipinn eða á leiðinni til hans.
Enn er það, að póststofan í Reykja-
vík taki pappírspeningana með fullu
ákvæðisverði. Það get jeg eigi sjeð
að sje óyggjandi trygging. Það er
að vísu satt, að taki póststofan þá í
fullu verði, sem enginn lagastafur er
fyrir, þá geta þeir, seni heldur vilja
gull á þann hátt, náð í það, en það er
er eigi sama sem þeir sjeu innleystir