Þjóðólfur - 30.07.1886, Side 3
123
hefur með fádæma kostnaði lagt ný stræti og
öýja skemmtigarða; einu sinni borgaði hún
900,000 pund—16 miljónir og 200,000 krónur
fyrir 1 acre = 10,272 ferhyrningsálnir! Eitt-
tvert mesta stórvirkið, sem liún hefur gert, er
Thames Emhankment (= Temps bakki), sem
hefur kostað 3 miljónir punda; það er veggur
hi' granítbjörgum fram með íijótinu; uppi á
honum er tvöfóld trjáröð, skemmtigarðar og
ttyndastyttur, þar á meðal ein af J. S. Mill
úýreist af kjósendnm hans i Westminster. Jeg
sá í blöðunum að mikill fundur átti að vera í
Vietoria Hall á Waterloo Road 24. sept.;
Chamberlain, Morley og Bradlaugh mundu tala.
Jeg hugsaði mjer að láta ekki þetta færi sleppa
kr greipum mjer og fór þangað þann tiltekna
dag milli kl. 6 og 7. Fundur átti að byrja kl.8
°g dyrum lokið upp kl. 7'/.2. Manngrúi fyrir
útan, troðningur, hrindingar, og mátti þar segja
eins og forðum „hjer verður þröng á þingi“.
^tbýtt aðgöngumiðum, kvæðum, blöðum um þá
sem höfðu boðið sig fram til þings i þeim hluta
bsejarins, blöðum frá fjelagi, sem vill bæta land-
i>4nað með því að fjölga sjálfseignarbændum.
t’egar upp var lokið fylltist salurinn óðar uppi
°g niðri og margir komust ekki að. Kvæði
Þ8-1!, sem hafði verið útbýtt, voru sungin þang-
að til ræðumenn fóru að koma. Yar tekið móti
þeim með fagnaðarópum og kvennfólkið veifaði
vasaklútum. Svo reis upp John Morley. Svart-
hærður maður og magur í andliti, auðsjeð á
Midlitinu að maðurinn hefur skrifað og lesið
nuikið um dagana; liann hefur verið blaðamað-
Ur og ritliöfundur; bann hefur tvisvar boðið
sig fram til þings, í seinna skiptið í West-
minster, kjördæmi Mills, en náði i kvorugt sinnið
kosningu. Haim náði lienni loks 1883 i New-
öastle. Hann talar hægt og greinilega; hann
talaði meðal annars um, hvað illt það væri að
í sumum kjördæmum hefðu 2 liberalir (fram-
sóknannenn) boðið sig fram móti 1 konserva-
tivum (íhaldsmanni) og útlit væri fyrir, að þeir
&*fu sigurinn úr höndum sjer með þvi að skipta
atkvæðunum i 2 staði. Þá reis upp Joseph
Chamberlain. Eaðir Chamberlains er verk-
smiðjustjóri í Birmingham. Chamberlain fjekkst
bæjarmál og sýndi dugnað í þeim; 1885
varð hann bæjarstjóri. Hann var þá (sept.’85)
Uýkominn úr ræðuför norðan af Skotlandi;
Skotar báru liaun á köndum sjer, kölluðu hann
tilvonandi ráðaneytisforseta. Iivernig litur þá
Þeasi maður út, sem á að taka við eptir Glads-
tone? Meðalmaður á hæð, þrekinn, ljóshærður,
snarpeygur, bláeygur, hefur ætið blómstur í efsta
hnappagatinu á frakkanum sinum, bregður
stundum augnagleri fyrir annað augað; honum
er mjög ljett um að tala, en talar með mikilli
nlvöru og stekkur ekki bros, þótt honura hrjóti
hnittni eða hæðin orð'; hann beitir mjög litið
höndunum en talar þó með krapti. Hann lijelt
|anga og snjalla ræðu; hann talaði um ójöfnuð
1 kjörum manna, um sjálfseignarbændur og
ýiguliða, um ókeypis skólagang, um tekjuskatta
s um utanrikismál; þetta var rjett eptir upp-
reistina i Búlgaríu, sem hann kenndi Disraeli.
í miðri ræðu hans varð svo mikill skarkali úti
af þeim, sem ekki komust inn að Bradlaugh
var sendur til að friða þá og tókst honum það
vel. Chamberlain endaði ræðu sína með þvi að
hann gæti ekki unnið saman með þeim mönn-
um, sem ekki hefðu likar skoðanir i þessum
efnum. Þá reis upp Bradlaugh, guðleysinginn
svokallaði, jötunvaxinn og kraptalegur, ennið
eitthvert stærsta, sem jeg hef nokkurn tima
sjeð; hann talaði með sterkum róm i ákafa,
lagði i borðið með hnefunum svo buldi í, og
var að öllu tröllaukinn; kvaðst mundi fylgja
framsóknarmönnunum, þeir væru þó skárri en
ihaldsmennirnir. Bradlaugh verður opt að tala
úti, þegar ekki er húsrúm í sal þeim, sem hann
er vanur að tala í; þegar hann talar t. d. á
Trafalgar Sipiare, þá heyra þeir sem yztir eru
til hans gegnum allan skarkala. Eptir þessa
töluðu ýmsir aðrir; fundi slitið kl. rúml. 10.
Útlendar frjettir.
Khöfn 17. júlí 1886.
England. Nú er búið að kjósa 658 menn til
þings, 12 eru eptir, og eru nú kosnir 390 á móti
frv. um sjálfsforræði íra en 268 með. Hvað Glads-
tone muni nú gjöra er öllum hulin ráðgáta. Sum
blöðin ætla að þeir Gladstone og Chamberlain
muni taka höndum saman aptur, og koma með
nýtt frumvarp, er eigi gangi eins langt og hið
fyrra. Aptur eru önnur blöðin, sem segja, að
Gladstone geti eigi setið að völdum eptir þess-
ar miklu ófarir, og að það sje víst að Salis-
bury verði falið á hendur að mynda ráðaneytið;
eptir síðustu frjetfuin er það líklegast.
Nýtt þrœtuefni milli Rússlands og Englands.
Rússar hafa eins og optar notað sjer innan-
landsóeyrðir (nú á Englandi) til þess að rjúfa
samninga. Batum heitir bær og böfn við Svarta-
hafið; i Berlínarfriðnum 1879 var höfn þessi
gjörð að frjálsri höfn undir umsjón Rússa, en
nú hafa þeir upp á eigin umdæmi hafið upp
þessa ákvörðun. Fyrir þessu mælist mjög illa.
Frakkland. Prinsar þeir, sem skráðir hafa
verið á hermannalista, hafa verið strykaðir út,
og orðið mjög reiðir við, einn af fylgismönnum
þeirra fór svo hörðum orðum um hermálaráð-
gjafann út af þessu að hermálaráðgj. hefur
skorað manninn á hólm.
Danmörk. Hinn 24. júli er fangelsisvist
Bergs lokið, og ætla vinstri menn hjer að
hahla houum mikla veizlu, þegar hann kem-
ur út.
Reykjavík 30. júlí 1886.
Konulát. 2. þ. m. dó á 71. aldursári Ingi-
ríður Pálmadðttir, kona hreppstjóra Ingvars
Dorsteinssonar í Sólheimum í Svinavatnshreppi.
Hún var tvígipt; fyrri maður hennar var And-
rjes Þorleifsson frá Stóradal. — Ingiríður sál.
var hin mesta atgervis- og merkiskona.
Búnaðartímarit. Þess var getið í 29. tbl.
að búnaðarfjelag suðuramtsins hefði heitið bú-
fræðingi Hermanni' Jónassyni nokkru liðsinni
til útgáfu búnaðartímarits. Þótt liðsinni þetta
sje eigi mikið, ætlar H. Jónasson þó að ráðast
í að gefa út búnaðartímaritið að vori komanda
í því trausti, að landsmenn taki þvi vel, jafn-
vel þótt hart sje í ári, því að aldrei sjá menn
betur en i harðæri, hve áriðandi er að fræðast
um það, er verða mætti búnaði landsins til
eflingar.
Bindiudisfjelag Grindavikur má nefna með-
al nýstofnaðra bindindisfjelaga. Það var stofn-
að 1. jan. þ. á. í því má einskis víns, öls nje
ólguvatns neyta; messuvins að eins i sakramenti.
Sektir 5 kr. við fyrsta brot, en fara síðan hækk-
andi. Helmingur sekta gengur til þess, sem
kemur upp brotinu; en hinn helmingurinn og
árstillög til stofnunar lestrarfjelags. Fjelag
þetta gæti eins og öll þvilík fjelög gjört mikið
gagn, ef það fengi útbreiðslu, en því miður styðja
það færri en vera ætti. x.
Brauð veitt. Staf holt 27. þ. m. cand. theol.
Jóhanni biskupsskrifara Þorsteinssyni. Útskálar
s. d. sira Jens Pálssyni á Þingvöllum.
Strandferðaskipið Thyra kom hjer
aptur að vestan 24. þ. m. Með því
komu margir farþegjar.
Póstskipið Romny kom hingað í
fyrri nótt.
Yerzlunarfrjettir frá Hðfn. Ullar-
verðið er við það sama. Saltfiskkaup-
ináSpáni ganga mjög tregt og hæsta
boð fyrir fisk, er kæmi í júní og júlí
hefur verið 33,80 kr. fyrir skp.
I Liverpool hefur verið seldur einn
farmur af austfirzkum fiski fyrir 11
pund hvert ton af ýsu, 13 pund af
smáum fiski og 15 pd. af stórum. Hjer
hefur verið selt dálitið af kýldum góð-
um sunnlenzkum saltfiski fyrir 25 kr.
skp. af gömlum forða. Hinn 1. júní
hjelt hin kgl. grænlenzka verzlun upp-
boð á 4800 tunnum af selalýsi af því
seldust að eins 3500 tunnur á 42 kr.
og lítur út fyrir lægra verð á öllum
lýsistegundum. Með skipi frá Papós
komu 238 tunnur af saltkjöti, sem
hafði legið þar í vetur. Tunnan (224
pd.) af því seldist á 33 kr. og nokk-
uð af tólg, er kom með sama skipi,
seldist á 21 eyrir pd. Ágæt ný sild,
er kom fyrir stuttu, seldist á 9—131/2kr.
tunnan eptir gæðum.
(xllíuskipið Miusk kom hjer í fyrra
dag með ýmsar nauðsynjavörur frá H.
Lauritzen & Co í New Castle; fór