Þjóðólfur - 30.07.1886, Síða 4

Þjóðólfur - 30.07.1886, Síða 4
124 aptur í gær norður á Sauðárkrók; kemur hingað í næstu viku og fer þá beina leið til New Castle. Vörurnar vill það selja við lágu verði og taka hesta fyrir. Semmtiskip f'rakkneskt, Sa/ns Peur frá Havre de Grace kom hingað 25. þ. m. A því er eigandinn, ungur auðmaður nokkur. í síðasta blaði Þjóðólfs er fyrirspurn um reikniriga kvennaskólans í Reykjavík; jiar segir að í reikningnum fyrir árið 3,/8 1882 til 31/8 1883 standi að forstöðukonunni hafi verið borg- uð öll launin 600 kr. fyrir jjað ár, en þetta er skakkt; ]iað stendur þar eigi enda voru af tjeð- um 600 kr. aðeins 500 kr. fyrir jiað ár borg- aðar 24. Maí 1883, en 100 kr., er fitborgaðar voru 25. sept. 1882, voru fyrir skólaárið 1881/82; í viðbót við nefndar 500 kr. fyrir árið 1882/83i voru svo 100 kr. borgaðar 18. sept. 1883 og koma þær því til útgjalda í reikningum fyrir árið 1883/s4 fisamt öllum launum forstöðukon- unnar fyrir árið 1883/84, sem henni voru ávísuð í einu lagi 19. maí ) 884. Hjer er því eigi um neinar tvítaldar 100 kr. að ræða. Enn fremur er spurt um hvernig á því standi, að sumur styrkur skólans sje eigi hafinn árlega heldur fyrir 2 ár í einu. Þetta á sjer eigi stað, en það sem líklega hefur gefið spyrjandanum til- efni til spurningarinnar, er að i sama reikningi er stundum talinn styrkur fyrir 2 ár, og kem- ur það til af því, að styrkurinn er stundum kominn til sjóðsins fyrir lok ágústmánaðar, en stundum eigi fyr en eptir lok hans. Þá er enn fremur spurt uin það, hví reikningarnir sjeu eigi auglýstir árlega; en reikningarnir hafa verið auglýstir árlega, að þvi undanteknu, að reikningurinn fyrir 1883/84 var látinn bíða reikningsins fyrir 1884/s5. í síðasta lagi er spurt um, livort það sje satt, að hætt sje að endurskoða reikningana; þetta er eigi satt; þeir hafa verið endurskoðaðir á hverju ári og siðan hefur hver reikningur verið árlega sendur amtsráði Suðuramtsins. Reykjavík 24. jfilí 1886. FÁríkur Briem. *H|MOÐ.|-f Frá kjörfundi. 1. þingmannsefni: „„Þótt að að“ jeg þyki konunghollur sem þingmaður, jeg mun s'em fyrri reyna kjósendanna allar fauua rollur rækilega taka „saint“ til greina, og allra sízt á iiði mínu liggja að látá ráðgjafann á þingi mæta; (sá barnaskapur stjórnina að styggja stoðar ei ef nokkuð á að bæta). Ejenu’ eg aldrei fleygi fit í bláinn, og fullgóð, sjerdu, er gamla stjórnarskráin11. 2. þingmannsefni: „Það segi jeg sem sagt jeg fyrri hefi að sjómönnunum er jeg næsta hlynntur (upp á það þeir atkvæði mjer gefi — eg er lika dável hjá þeim kynntur). Lagaskóli langar mig að fáist — en látum engan kennara þar vera. Innlend stjórn eg óska helzt að náist (og eitthvað mun nú Hilmar bráðum gera). En að hann D . .. dumpi er mjer kærast dýrkið ekki lengur slikan peyja; til þess eg í aukana mun færast; — annars vil jeg lítið „bestemt“ segja“. 3. þingmannsefni: „Við þjóðmál hef eg aldrei fyrri átt engan fund því treysti’ eg mjer að boða. En—á söluþingum mælskur þótt’ eg þrátt (— við þingmennskuna hlýtur slikt að stoða). Um fyndni mína efast von’ eg enginn og ekki mun eg spara henn’ að beita unz stjórnarskráin nýja fram er fengin fyrri skal eg einkis matar neyta. Brennivín eg banna hreint að flytja og bjór og „snúss“.—Eg læt nú hjer við sitja“. AUGLYSINGAR í samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a. hvert orö 15 stafa frekast; m. öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun útí hönd. J»ær stúlkur, sem vilja vera á kvennaskólan- um á Ytriey næsta vetur, verða að sækja um það til skólaforstöðunefndarinnar eða undirskrif- aðrar forstöðukonu skólans. Skólinn byrjar 1. október og stendur til 8. mai. Hver stúlka skal borga 70 aura og skal meðgjöfin borgast að hálfu fyrirfram. Á skólanum fást keyptar bækur einnig sniðapappir, málbönd og fatakrít, þar að auki efni í ýmsa rnuni. Stúlkum, sem kynnu að eiga öhægt með að hafa með sjer nóg af saumefni, verða útveguð föt til að sauma. Skólanum verður eins og næstliðinn vetur skipt i 3 bekki og kenndar sömu námsgreinir, sjá 26. tbl. Þjóðólfs þ. á. Að haustinu verður kennd niðursuða á kjöti og ostagjörð. Reykjavik 27. júlí 1886. Elín Briem. Gott íbúöarhús til sölu. Á Borðeyri fæst til kaups gott íbúðarhús 12 álna langt og 10 álna breitt. Undir lopti eru 4 herbergi og eldliús með eldamaskínu, og uppi sömuleiðis 4 herbergi og geymslulopt (hana- bjálkalopt). Kjallari er undir öllu húsinu. Húsið er virt og vátryggt fyrir 3600 kr. Hús- gögn getur kaupandi einnig fengið keypt. Sá, sem kíiun að vilja kaupa húsið, snúi sjer til veitingamanns Jóns Jasonssonar á Borðeyri eða til ritstjóra Þjóðólfs, sem gefa nákvæmari upplýsingar um verðið og fl. HFjármark Pjeturs M. Þorsteinssonar, prests að Stað í Grunnavik, er: stýft bæði eyru. -JtLlptir ósk hlutaðeigenda hef jeg tekið að mjer að semja um útborgun á því, sem menn kynnu aý eiga inni hjá dánarbúi sjera Svb. sál. Guð- mundssonar á Holti undir Eyjafjöllum, og inn- heimtu á þvi sem búið á hjá öðrum, og viljeg því mælast til, að allir, sem skuldakröfu hafa i nefnt dánarhú, sanni hana fyrir mjer sem fyrst, og þeir, sem skuldugir eru búinu, greiði mjer skuld sina ekki seinna en fyrir næsta nýár. Vestur-Holtum 19. júlí 1886. J. Sveinbjörnsson. Uppboðsauglýsing. Laugardaginn 7. ágúst næstkomandi kl. 11. f. m. verður opinbert uppboð sett og haldið hjá húsum Carl Eranz Siemsens verzlun hjer í bænum og verður þar selt hæstbjóðendum sex- mannafar með öllu tilheyrandi, tvæyeturt mer- artrippi og ýmsir aðrir lausafjármunir. Uppboðsskilmálar verða auglýstir á uppboðs- staðnum á undan uppboðinu. Bæjarfógetinn í Reykjavik 26. júli 1886. Jón Jensson settur. Til athugunar. Vjer undirskrifaðir álitum það skyldu vora að biðja almenning gjalda varhuga við hinum mörgu og vondu eptirlíkingum á Brama-lifs- elexír hra. Mansfeld-Búlner Sc Lassens, sem fjöldi fjárhuga kaupmanna hefur á boðstólum; þykir oss þvi meiri ástæða til þessarar aðvör- unar, sem margir af eptirhermum þessum gera sjer allt far um, að likja eptir einkennismiðan- um á egta glösunum, en efnið í glösum þeirra er ekki Brama-lífs-elixír. Vjer höfum um lang- an tíma reynt Brama-lífs-elixír, og reynzt iiann vel, til þess að greiða fyrir meltingunni, og til þess að lækna margskonar magaveikindi, og get- um því mælt með honum sem sannarlega heilsiir sömum bitter. Oss þykir það uggsamt, að þess- ar óegta eptirlíkingar eigi lof það skilið, sem frumsemjendurnir veita þeim, úr því að þeir verða að prýða þær með nafni og einkennismiða al- þekktrar vöru, til þess að þær gangi út. Harboöre ved Lemvig. Jens Christian Knopper. Thomas Stausholm. C. P. Sandsgaard. Laust Bruun. Niels Chr. Jensen. Ove Henrik Bruun. Kr. Smed Rönland. I. S. Jensen. Gregers Kirk. L. Dahlgaard Kokkensberg. N. C. Bruun. I. P. Emtkjer. K. S. Kirk. Mads Sögaard. I. C. Paulsen. L. Lassen. Laust, Chr. Cristensen. Chr. Sörensen. N. B. Nielsen. N. E. Nórby. ------------------!-----------------------—! Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorleiíur Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: á Bakarastig. Prentari: Sigm. Guðmundsson.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.