Þjóðólfur - 08.10.1886, Síða 1

Þjóðólfur - 08.10.1886, Síða 1
Kemur út á föstudags- morgna. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir lö.júlí. ÞJOÐOLFUR Uppsögn (skrifleg) bund^ in við áramöt, ógild nema komi til útgef. fyrir 1. október. XXXVIII. árg. Reykjavík, lostudaginn 8. oktdber 1886. Xr. 45. Hægri blöðin í Danmörku. Það muna víst allir hin vinsamlegu og fallegu orð i vinstri blöðum Dana í fyrra um óskir vorar um sjáltstjórn í okkar eigin landi; greinar þessara blaða komu í blöðunum hjer. Hingað til hafa íslenzku blöðin sneitt hjá hægri blöðunum, og er þó vert að vita, hvern- ig þau snúast við, þar sem um stjórn- mál vort er að ræða. Vjer ætlum nú eigi að taka fyrir allar þessar greinar, heldur að eins drepa á sumar, einkum þær, sem seinast hafa borizt oss í hend- ur. Dagens Ngheder, sem er blað danskra gósseiganda, hefur fyrir heimildarmann gamla Malkus, sem allir þekkja, síðan (íann var að skrifa um Jón Sigurðsson í~blöðum liinna dönsku þjóðfrelsismanna. Gamli Malkus var þá biáfátækur og átti ekki málungi matar stundum; hann vissi, að þessi skrif koniu sjer vel hjá ýmsum; vorir „islenzku kaupmenn“ voru þá bet'ri á að lána svona þó lítil trygg- ing væri í aðra hönd, og svo gat þá verið hægra að fást við ýmsa sjóði, og ekki að gieyma blessaðri stjórninni. E>ó að hún gæti ómögulega gengið inn á að veita fje til eins og annars, sem ís- land snerti, þá gat hún þó et til vill, gengið inn á að veita fje, ef maðurinn sem i hlut átti, var virkilega verðug- ur. En sleppum þessu; það er ekki vert að vera að stríða gamla Malkusi með því að vera að minnast á þessar gömlu sakir; það er hvort sem er bæði fúa- og fýlulykt af þeim. —- Nú cru aðrir tímar; það rignir bæði árjettláta og rangláta og gamli Malkus hefur baslazt við að lifa fram á þennan dag, enda er hann nú orðinn gamall bæði á sál og líkama; það er sagt, að sálin sje farin að ganga lítið eitt af göflun- um, eins og líkaminn, sem hann kvað hafa verið að baða einhvers staðar suð- ur á Þýzkalandi, en þar vildi þá eigi betur til en svo, að fólkið við fyrstu baðstöðina kvað ekki hafa viljað um- gangast hann almennilega, og því varð gamli Malkus svo ergilegur, að hann hellti úr sínu pólit.íska öskutrogi ofan í Dagens Nyheder nr. 201 þ. á.; hann kastar þar svo miklu sorpiog sandi í augu danskra gósseiganda, að það er frágangs- sök að ætfa sjer að hreinsaþar til; því ætl- um vjer að eins að geta þess, að hann kallar alþing þar „hið biltingasama“; (hann var ekki svona ókurteis við al- þing í bænarskránni sinni hjerna um árið); stjóruarskrárfrumvarpið kallar hann „hálsbrjótandi“; (það hálsbrotnar víst enginn á því nema ef vera skyldi gamli Malkus, sem víst þess vegna mætti missa sig). — Hann segir að „vegirnir á íslandi sjeu svo illir, að menn geti ekki farið yfir þá án lífshættu“; (það væri gaman að bera saman hversu margir farast vegna veganna á fslandi, við það, hversu margir í öðrum löndum farast við járnbrautarslys). Hann gef- ur í skyn, að frelsismennirnir á íslandi vilji ekkert fje veita til hinna „allra nauðsynlegustu fyrirtækja“. (Hvernig fór um bænaskrána?) og að 30000 kr. sje eytt árlega vegna hinnar endur- skoðuðu stjórnarskrár; (fáir ljúga meir en helmingnum). Danska gósseiganda- blaðið lætur allt þetta standa óatalið. Gamli Malkus mun hafa verið í pen- ingavandræðum eptir böðunina og þess vegna skrifað greinina; dönsku sjóð- irnir duga ekki lengur einir, og þó að það sje ekki mikið, sem Nellemann liefur til umráða af fjenu, sem veitt er til vísindalegra og verklegra fyrirtækja, þá er það þó betra en ekkert. Nú er bezt að sjá til, fef gamli Malkus fær styrk af þessu fje, þá er bezt að stryka þessa fjárveiting út úr fjárlögunum. Það er engin þörf á að veita íslands fje í launaskini fyrir þess konar afreksverk. DagUadet er miklu heppnara með frjettaritara en Dagens Nyheder. Það er auðsjeð, að það liefur ekki fengið neina rótlausa plöntu, þar sem frjetta- ritarinn er, því að rætur hans ná til hinna hæstu staða. Frjettaritarinn hef- ur að jafnaði verið mesti meinleysingi. Hann talar optast um veðrið og þess háttar, svo að enginn skyldi ætla, að liann væri gáfaður eða menntaður mað- ur; að eins einstöku sinnum hefur hann svert einstöku landa sina, sem honum liefur verið illa við, en að jafnaði hef- ur hann látið sjer nægja að sykra frjett- irnar með lofi um háttstandandi vini sína. í seinasta brjefinu, sem stendur í Dagblaðinu 27. ág. þ. á., hælir hann Magnúsi Stephensen og dr. Grími Thom- sen — dr. Jónassen er ekki nefndur með einu lofsorði í þessu brjefi, svo að maður skyldi ætla, að það væri kom- in einhver ólukka á milli liáns og frjetta- ritarans — og segir um þá þessi vís- dóms og spekinnar orð: „Báðir þessir eru hvor á sinn hátt framúrskarandi mælskumenn“. Magnús Stephensen hef- ur annars ekki fengið orð fyrir að vera neinn Cicero, en eptir frjettunum í Dag- blaðinu liefur hann hrakið Benedikt Sveinsson meira og minna, og Benedikt Sveinsson að eins getað reynt að verja sinn málstað. Nefndarálitið í stjórnar- skrármálinu segir liann að sje „ómerki- legt og illa skrifað“; (stingið þið þessu hjá ykkur stjórnarskrárnefndarmenn). Það er auðsjeð á öllu, að þessi frjetta- ritari er mun betri en gamli Malkus, en liver veit hvernig hann verður, þegar Malkus er kominn undir græna torfu? Þá er Nationaltidende ekki barnið bezta; þar stendur 10. júlí þ. á. brjef frá Roykjavík dagsett 28. júní, sem er fullt af ósannindum og illmælum. Þar stendur meðal annars: „Helmingurinn af hinum þjóðkjörnu þingmönn-

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.