Þjóðólfur - 26.11.1886, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 26.11.1886, Blaðsíða 4
208 styrk mínum. En af því að herra Gestur er hættur við guðfræðisnám sitt, |)á vil jeg skjðta J)ví til hans, hvort honum þykir eigi ástæða til, að gjöra grein fyrir j)ví, hvernig hann notaði allt ])að styrktarfje, sem honum hefur verið veitt til guðfræðisnáms sins. Rvík, 25. nóvbr. 1882. Páll Briern AUGLYSINGAR í samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a. hvert orð 15 stafa frekast; m. öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út í liönd. ANCHOR LÍNAN hefur beðið mig að auglýsa, að hún flytji menn frá íslandi til Yesturheims næsta sumar fyrir það lægsta verð, sem unnt er, en ekki er hægt að ákveða far- gjaldið fyr en eptir nýár 1887. Þeir sem fóru með Línunni seinasta sumar, hrósa henni, að undanteknum þeim 5 vinum herra Baldvins L. Baldvinssonar, stjórnaragents frá Winnipeg, sem hann getur um í auglýsingu S. E. í „Norðurlj6sinu“, og sem ásamt hr. Baldvini hafa sltrifað í „Austra" 18. okt. 1886; þeirra brjef eru frá Winnipeg 10. ág. 1886, en hans frá Wp. 15. ág. 1886, og getur hann þess, að hann hafi talað við þá! og geta menn þá líklega skil- ið, hvernig á brjefinu stendur. Það er annars skrítið, að Canadiskur þegn má vera hjer agent (sbr. Heims- kringlu No. 7) þvert ofan í útflutningalögin, 2. gr.,því væri Baldvin sem túikur, ætti hann að eins að skipta sjer afi eraigröntum, þegar þeir eru komnir um borð í skip, en ekki ferðast um og húsvitja á landi, og halda fyrirlestra um gæðin í Canada, og hvetja fólk til vest- urferða, og semja fyrir emigranta um far. Jeg hef í hyggju að gefa mönnum dálitlar upp- lýsingar um vesturfarir yfir höfuð, og um Ameríku, innan skamms í þessu blaði. Reykjavík, 25. nóv. 1886. SIGM. GUÐMUNDSSON, Aðal-umboðsm. Anchor Línunnar á íslandi. Sjónleikir í Glasgow. I síðasta sinn. Mánudag 29. þ. m. kl. 8 e. m. „Vesturfar- arnir“ og „Box og Kox“. Þriðjudag 30. þ. m. kl. 8. e. m.: „ímynd- unarveikin11. IVTJO. Þessi stykki verða eigi leikin optar. Aðgöngumiðar fást á venjulegum stöðum til kl. 5. e. m. leikdagana. Þeir er kaupa fyrir þann tíma fá sæti 25 aurum, standandi 15 aur., ódýrari. — Við innganginn fást aðgöngumiðar með vanalegu verði. Forstöðunefndin. Hjer með auglýsist skiptaviinim verzl- unar minnar á Eyrarbakka, að berra Ghiðmundur Thorgrimsen, sem um mörg ár hefur verið verzlunarstjóri hjá mjer, ætlar nii 31. desember þ. á. eptir eig- in ósk að hætta þessu starfi f'yrir ald- urs sakir, og tekur þá við stjórn verzl- unarinnar tengdasonur hans lierra P. Niélsen. Það er vinsamlegt samkomu- lag okkar, að herra Gr. Thorgrimsen eigi að síður fvamvegis verður mjertil aðstoðar við verzlunina, og hef jeg því þá von, að skiptavinir verzlunarinnar haíi sama traust til hennar sem áður. Eyrarbakka 19. nóvhr. 1886. I umboði I. R. B. Lefolii’s. Andreas Lefolii. „Þjóðviljinn“, hið nýja blað Ísíirðinga, fæst í Keykjavik hjá Sigurði bóksala Kristjánssyni. Reykvikingar, Gullhringu- og Kjósarsýsluhtiar, er vildu gjör- ast kaupendur að blaðinn, eru beðnir að snúa sjer til hans. Þessar BÆKUR kaupijeg: Nýja testamentið. — Reykjavík 1851. Úr Árrnann á Alþingi: Sýnishorn (1828) og 1. árg. (1829). Maaneds Tidender, 1.—2. ár. — Hrappsey 1773—75. Fjölnir, 8. ár. (1846). Björn Gunnlaugsson: Beglur til að útreikna tunglsins gang. — Viðey 1828. Acta yíirrjcttarins á Islandi, I.—V.—Leir- árgörðum 1797—1802. Úr „Skuld“ 4. árg. (1880): No. 124, 127 og 128. Egils saga. — Hrappsey 1782. Kristileg smárit, 1.—3. ár. — Reykjavik 1865—69. Smábáka Ejelags Bit. Útg. Jón Jónsson. No. 1.—50. (1816—1846. Öll). Alþingisbækur (Lögþingisbækur). nema ár- in: 1719, 1746—1748, 1752, 1765, 1771, 1773, 1778, 1780—1784, 1786, 1788. (Öll önnur). IJngsmaimsgaman. Vikulestrar handa ung- lingum frá ábyrgðarmanni Þjóðólfs 1. og 2. — Reykjavík 1852. Reykjavik 25. nóvember 1886. Sigurður Kristjánsson. Ijöl, m oi lirteptfr. Bezta tegund af höfrum, byggi, maís, ertum maisúrsigti, byggúrsigti, hrísgrjónaúrgangur, fóðurmjöl rúg- og hveitiúrsigti, flórmjöl, gróft og sigtað rúgmjöl, fín og gróf byggrjón, fram- úrskarandi fínar klofnar baunir og venjulegar ertur, hrísgrjón, alls konar keks, sömuleiðis hænsafóður á 8—9 kr. tunnan, sem einnig er gott hestafóður, er til sölu með vægasta verði hjá F. Frandsen, Börsen 8 og 6. Kjöbenhavn. Læknisaðvörun, Eptir áskorun hef jeg vísindalega rannsakáð „bitterinn11 Brama-lífs-elix- ír, er herra Mansjeld-Bfdlner býr til, og get lýst yfir því, að hann að alld samsetningu til, er bæði heilsusaniitf og bragðgóður, og get því mælt fra® með lionttm í öllu tilliti. Kaupmannahöfn. H. Schach. lœknir. Einkenni á vorum eina egta Brama-lífs-eli$' ír eru flrmamerki vor á glasinu, og á merki' skildinum á miðanum sjest blátt Ijón og gull' hani, og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappanum. Mansfeld-Búllner & Lassen, eem einir búa til hinnverðláunaða Brama-lífs-elixir. Kaupmannaliöfn Vinnustofa: Nörregade Nr. 6. Góð steinolía fæst hjá undirrituðum, potturinn á 18 aura, en í heilum tunnuin ódýrari. Eyþór Felixsson. Hjá O. S. Endresen fæst gott h veiti til kaups. Þar eð verzlunarþjónn Árni Eyþórsson i Reykjavík, har mjer það á brýn í gærdag, 1 margra manna áheyrn, að jeg hefði ekki skil- að þeirri kind, er jeg átti að skila til móður- systur hans, heldur haft kindaskipti, og kaðst mundi geyma eyrun af þeirri afhentu kind, þessu til stnðnings, þá skora jeg hjer með al- varlega á nefndan Árna, að liann sanni þessa óhlutvöndu, œrumeiðandi áðdráttun, ella er hann ósannindamaður að þessu meðal almenn- ings, ef hann ekki tekur orð sín opinberlega aptur. Laxnesi (í Mosfellssveit) 20. okt. 1886. Magnús Olafsson. Undirskrifaðan vantar af fjalli brúnt mer- tryppi veturgamalt, mark: stýft vinstra, spjald- merkt í tagli með hæjarbrennimarkinu Hliði. Hliði 16. nóv. 1886. Jón jÞórðarson. Með því að jeg hefi komizt eptir, að Magnús í Laxnesi ætli að auglýsa í Þjóðólíi ósannindi um mig, lýsi jeg hjer með yfir, að jeg hann sæta lagaábyrgðar fyrir tjeða auglýsingu. Reykjavík 23. nóv. 1886. Arni Eyþórsson. Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorleifur Júnsson, cand. phil. Skrifstofa: á Bakarastíg. Prentari: Sigm. Guðmundsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.