Þjóðólfur - 31.12.1886, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 31.12.1886, Blaðsíða 1
Kemur út & föstudags- morgna. Verö á.rg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir lö.júlí. ÞJÓÐÓLFUR. Oppsögn (skrifleg) bund- in við Araraót, ógild nema komi til útgef, fyrir 1. október. XXXYIII. árg. ’ Reykjayík, fðstudaginn 31. desemlber 1886. Nr. 57. Þeir, sem þekkja skepnur, sem sýna eða sýnt hafa óvanalega yíirburði til vitsmuna, eða eitthvað það, sem er einkennilegt og óalgengt., eru vinsamlegast beðnir að skrifa sagnir þess- ar upp, og senda til mín. Og þótt margt hátta- lag skepna virðist eigi merkilegt, þá óska jeg samt að fá sagnir um það, ef það er óvanalegt eða sjerstakt. Enn fremur vil jeg fá að vita, hver hafi verið eigandi skepnunnar, hvert haíi verið nafn hennar, kyn, aldur og heimili, og hvar hún var þegar tilefni sögunnar gjörðist; því að eptir þvi, sem nánara er frá sagt, er meiri trygging fyrir að sögurnar sjeu sannar, sem er áríðandi, ef þær yrðu birtar á prenti, en það hef jeg í hyggju, ef sögurnar hafa nokk- Uð til síns ágætis. Um fram allt, verður því að herma rjett frá, og segja eigi annað en það, sem enginn vafi liggur á, að sje satt og rjett.— Loks bið jeg sögumann, að láta mig vita fullt nafn sitt og heimili. En ef einhver saga þyk- ir eigi þess verð, að hún sje prentuð, þá skal nafn sögumanns eigi birt fyrir neinum. Og sömuleiðis, þótt sagnirnar sjeu prentaðar, skal höfundar eigi verða getið, ef hann óskar þsss, nema ef það vitnast síðar, að sagan sje ósönn. Reykjavík 31. des. 1886. Hermann Jónasson. Áriö 1886, sem kveður oss í dag, hefur flutt oss ýmsa atburði, er mikilvægir mega telj- ast fyrir landsmenn og sögu landsins. Til þeirra má fyrst telja, að opnaður var hinn fyrsti banki á íslandi, lands- bankinn, 1. júlí; um ekkert mál hefur verið jafnmikið ritað og rætt af öllum almenningi, sem um bankann síðan hann tók til starfa, með mjög skiptum skoð- unum, sem öll von var á; hann hefur 8amt mikið verið notaður, því að af Vinnufje SÍnu [500,000 kr. í seðlum (5,10, 50 kr.)] kefur liann nú þegar lán- að út um 350,000 kr.; hann hefur líka nú í svipinn bætt úr mestu peninga- þrönginni, enn þessu fje hefur að miklu leyti verið varið til að borga skuldir og er aðalorsök til þess það, sem ís- lendingar yfir höfuð hafa einna tilfinn- ánlegast mátt kenna á þetta ár, enn það er verzlunarolagið. Úr því hefur bankinn enn þá ekkert getað bætt og getur ekki, meðan hann kemst ekki í samband við útlenda banka t. d. í Skot- landi og Kaupmannahöfn, og virðist það þó vera hið heillavænlegasta og nauðsynlegasta starf, sem bankinn nú gæti haft á hendi, að losa menn sem mest úr ánauð lánsverzlunarinnar, og verða miðill milli verzlunar íslands við önnur lönd, þar eð verzlunaraðferð sú, sem hingað til hefur viðgengizt hjer, hefur sýnt sjerstakiega þetta ár, að hún er reglulegt átumein í efnaliag þjóðarinnar, og jafnskaðleg fyrir kaup- menn sem bændur, þegar harðæri koma. Pöntunarfjelögin, sem fjölg- að liefur þetta ár, hafa að vísu bætt mikið úr, þótt þau sjeu enn ekki kom- in í það horf, sem æskilegt væri. Of- an á harðar skuldakröfur af kaupmanna hendi og næstum gjörsamleg þrot á lán- um þetta ár hefur bætzt lágtverð á ís- lenzkum vörum, einkum þó saltfísknum, er aldrei hefur áður komizt í jafnlágt verð hjer (30 kr. sk.pd.), og erlendis enn þá lægra (liðugar 20 kr.), enda voru mjög miklar kvartanir yfir illri verkun á honum, einkum frá Faxaflóa árið á undan, (sbr. grein W. G-igas í Fiskeritidende 1886 nr. 2); þetta hef- ur þó leitt til þess, að þetta ár liefur verið reynt að koma samtökum á um að vanda saltfisksverkun (við Faxaflóa) og verðlaunum lieitið fyrir vandaða fiskverkun (á ísafirði), en með öðru móti þykja engin líkindi til að íslenzkur salt- fiskur haldist sem verzlunarvara á Spáni, enn undir því er verðið komið að miklu leyti. Það er þó dálítil bót við böli, að þetta ár má kallazt fiskiár í góðu meðallagi. Að öðru leyti liefur árferðið verið mjög óhagstætt, enda lá hafís optast við land frá því í marz og fram í ágúst; veturinn var snjóasamur, vorið með löngum og hörðum kulda- köstum og ofan á tilfinnanlegan gras- brest sumstaðar var sumarið mesta ó- þurkasumar, sem komið hefur langa lengi, um allt land nema helzt í Rang- árvalla-, Árness-, G-ullbr,- og Kjósar- sýslum; haustið bætti úr, og hefur ver- ið vel látið yfir því hvervetna og vetr- inum allt til þessa. Þó að svonaáraði illa um veturinn og vorið, voru þó hey- þrot eigi mjög mikil og eigi getið fellis á skepnum, nema í Ólafsfirði, og dálít- ils í Fljótum og Hegranesi. Skepnum var mjög fækkað um haustið, og er því hagur manna almennt mjög ískyggileg- ur, því að allmargar sýslur hafa orðið að taka hallœrislán (Gullbringu- og Kjósarsýsla, Mýrasýsla, Snæfellsness- sýsla, Strandasýsla og Húnavatnssýsla) eða fá uppgjöf á vaxtagreiðslu af hall- ærislánum (Skagafjarðarsýsla, Dala- sýsla). Munaðarvörukaup liafa líka far- ið minkandi að mun, einkum vínkaup; að því hafa og nokkuð stutt bindindis- fjelögin, er töluvert hafa eflzt þetta ár, sjerstaklega Good-Templars-reglan. Á þessu ári varð einnig sá merkisatburð- ur, að hið fyrsta aukaþing var haldið, þar sem samþykkt var með öllum þorra atkvæða stjórnarskrárbreytingar þær ó- breyttar, er samþykktar höfðu verið ár- ið áður, og við undirbúning undir kosn- ingarnar til aukaþingsins hafði ljóslega sýnt sig sá vilji meginþorra lands- manna, jafnframt því sem kjörfundir voru betur sóttir nú yfir höfuð enn nokkru sinni áður. Sálmabókina nyju má óhætt telja þá langþýðingarmestu og mikilvægustu bók, sem út hefur komið á þessu ári. Annars hefur lítið verið um bókaútgáf- ur, en blöðin urðu því fleiri nú, er 4 bættust við þetta ár og eitt þeirra á ísafirði, þar sem aldrei hefur verið prentsmiðja fyr. Allmörg slys hafa orðið, þó ekkert stórvægilegt, nema mannskaðinn lijer í Reykjavík 30. f. m., og engar sóttir gengið. Milli 400 og 500 manns flutt-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.