Þjóðólfur - 31.12.1886, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 31.12.1886, Blaðsíða 2
226 ist af landi burt til Ameríku, mest til Kanada. Af embœttismönnum, sem lát- izt hafa hjer á landi eru helztir: Bergur Thorberg landshöfðingi ogGuð- mundur sýslumaður Pálsson; enn erlend- is: fyrverandi landshöfðingi Hilmar Finsen yfirborgstjóri í Khöfn (d. 15. jan- úar); uppgjafaprestar 2 Ijetust: Geir Bachmann og Jón Ásgeirsson ; af bœnd- um: Árni Sigurðsson í Höfnum, Bene- dikt Jóhannesson að Hvassafelli í Eyja- firði (d. 24. okt.), Daníel Jónss. á Þórodds- stöðum i Hrútaf., Jón Jónsson á Æsustöð- um í Eyjafirði (d. 17. okt.), Jón Pálmason í Stóradal, Þorsteinn Jónsson þingmað- ur Vestmanneyinga, allt merkustu bú- höldar. Látnar merkiskonur voru: prests- ekkja Elinborg Pjetursdóttir (f. 1. nóv. 1805, d. 9. febr.), ekkjufrú Maríe Fin- sen (f. 28. apríl 1803, d. 27. nóv.), Sol- veig ljósmóðir Pálsdóttir (f. 8. okt. 1821, d. 24. maí) og ekkjufrú Þórunn Thorsteinson (f. 30. júlí 1794, d. 28. marz) og erlendis (á Þýzkalandi): Jó- hanna Kristjana Gunnlaugsdóttir Briem, kona dr. Carl Schútz, málfræðings á Þýzkaiandi (f. 20. jan. 1806. dáin 15. apríl). EnJjœttafhdninrjar urðu 35, þar af brauðaveitingar 22; 8 prestar fengu lausn frá embætti með samtals 3433 kr. 19. a. eptirlaunum, enn vígðir vóru til prestsembættis 12 kandídatar; þó eru 12 prestaköll óveitt, sýslumannsemb. í Skagafjarðarsýslu, önnur málafiutnings- sýslanin við yfirdóminn og aukalækna- sýslanirnar í Dalasýslu og Dyrhóla- hreppi. J'on Steingrímsson. Reykjavík, 31. des. 1886. Embættispróf við prestaskðlann. Friðrik Jónsson tók 24. þ. m. próf í guðfræði og fjekk 2. einkunn (41 stig). Hann var sjúkur í sum- ar, er prófið fór fram á prestaskólanum. Sjónleikir. í latinuskólanum hafa verið leiknir sjónleikir á mánudags-, þriðjudags-, mið- vikudags- og fimmtudagskveld núna í vikunni: Andbýlingarnir eptir Hostrup, Hann drehk- ur eptir Konradi, Erasmus Montanus eptir Holberg og Lœknirmncmót vilja sínum eptir Molie.re. Það er bindindisfjelag skólapilta, sem hefur stofnað til sjónleikanna eins og í fyrra um jólin. Hafa skólapiltar boðið bæjarmönn- um til að horfa á leikina, en sunnudagskveld- ið 2. janúar verður leikið í skólanum og að lík- 1 indum selt. — 1 Glasgow hefur stöku sinnum núna að undanförnu verið leikinn Skuggasveinn eptir Matthias Jochumsson. Islendingafjelag í Kaupmannahöfn hjelt fyrsta vetrarfund sinn mánud. 1. nóv. — Forseti skýrði frá því í byrjun fundarins, að stjórn fjelagsins hefði komið sjer saman um, að koma á sunnudagaskóla í fjelaginu i vetur fyrir fátæka íslenzka leikmenn í Höfn. Stú- dentar hefðu margir lofað að kenna borgunar- laust, fjelagið annast allan kostnað, sem af þessu kynni að leiða og nú væri að eins undir því komið, hvort leikmenn vildu sæta þessu. Hann lýsti þvi yfir að íslendingar, sem kæmu að heiman, öllum ókunnugir, og þyrftu að-fá ýmsar upplýsingar, gætu framvegis snúið sjer að stjórn íslendingafjelags og myndi hún leið- beina þeim eins og hún framast gæti, útvega þeim húsnæði, vinnu o. s. frv., ef henni væri unnt. — Fjárstyrks væri ekki að vænta af fje- laginu í bráð, eins og ekki væri von, þar sem fjelagsmenn væru flestir lítt efnum búnir, því fæstir af hinum fjáðari íslendingum í Höfn væru í fjelaginu og styrktu það því ekki að neinu leyti, en hann kvaðst vona svo góðs til þeirra, að -þeir 'gengu í fjelagið eða styrktu það á einhvern-hátt, þegar þeir sæju að það gerði eitthvert verulegt gagn. Cand. jur. Páll Briem hjelt mjög góðan fyrirlestur um „frelsi óg rjett“. — Eptir fyrirlesturinn skemmti fólk sjer við söng, spil, tafi o. s. frv., eins og venja er til á fundum. í vetur verða fundir haldnir eínu sinni á viku til marzmánaðar loka. -S-3§j M O Ð. —:o:— Sannkallað fiistudagsár hefur árið verið, sem nú er að kveðja. Það byrjaði á föstudegi og endar á föstudegi; í því hafa verið alls 53 föstudagar. — í jan., apr., júní og októbermán- uðum voru 5 föstudagar í hverjum, og 5 tungl- breytingar (tunglkoma, fylling, kvartilaskipti) ársins hafa borið upp á föstudag. Steinolíubrunnar hafa fundizt á vesturströnd Rauðahafsins; þykir sá fundur heillavænlegur fyrir Egyptaland, því fjárhagur þess stendur hörmulega illa. Nú er farið að nota steinolíu fyrir eldsneyti í stað steinkola á gufuskipum ; og þykir víst, að hún muni verða aðaleldsneyti gufuskipa síðarmeir. AUGLYSINGAR I samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a. hvert orð 15 stafa frekast; m. öðru letri eöa setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengilar. Borgun útíhönd. ÞJÓÐÓLFU R, Þessi blöð Þjóðólfs verða keypt við háu verði á afgreiðslustofu hans: Af 2. árg. 30.—31. blað, er nefnist: Hljóðólfur. Af 38. árg. 36., 38.-39. tbl. Alþýðlegt frjettablað, er jeg bauð í sumar, hefur eigi fengið nógu marga áskrifend- ur til þess, að jeg geti gefið það út. Björn Bjarnarson Heimskringla, hið nýja vikublað íslendinga í Vesturheimi, gef- ið út í Winnipeg, fæst i Reykjavík hjáSigurði bóksala Kristjánssyni. — Hið stærstablað, sem prentað hefur verið á íslenzka tungu. Kostar að eins 6 krónur. Rautt hesttryppi tveggja vetra með mark: standfj. apt. v., heíur komið fyrir hjer i hreppi og eigi gengið út, eptir birtar auglýsingar í nábúa hreppa hjer næstu, og þess vegna var það selt við opinbert uppboð, hinn 28. þ. m. og getur rjettur eigandi fengið tryppið innan 14 daga frá útkomu þessarar auglýsingar með því, að borga allan áfallin kostnað, að öðru leyti andvírðið að frá dregnum kostnaði tilfar- daga 1887 hjá undirskrifuðum hreppstj. Mosfellshreppi 28. des. 1886. Halldór Jónsson. Á næstliðnu hausti var mjer dregin hvítkoll- ótt gimbur veturgömul með fjármarki mínu: tvístýft fr. hægra biti apt., sneitt fr. gagnbit- að v. Getur íjettur eigandi vitjað andvirðis- ins til mín fyrir næstkomandi fardaga. Vatnshóli i Húnavatnssýslu 7. des. 1886. Magnús J. Halldörsson. Nú hef jeg nýlega fengið nóg efni til að búa til úr hinn alþekkta, góða vatnsstígvjela- áburð minn, er jeg sel nokkuð ódýrari en áður, af því að jeg lief fengið efni í samsetn- inguna nokkru ódýrara en í fyrra. — Það er ómissandi fyrir þá, sem vilja hirða vel um stig- vjel sin, að kaupa þennan áburð, því að stíg- vjelin endast miklu lengur, ef þau eru iðulega smurð með þessum góða áburði frá mjer. Reykjavik 16. des. ’86. Bafn Sigurðsson. Tannlæknir. Hjer með leyfi jeg mjer að tjá mönnum, að jeg ætla mjerað dvelja nokkra mánuði í Reykja- vík, og að jeg tek að mjer tannlækningar, án þess að draga tennurnar út, með því að fylla holar tennur (Plombering), hreinsa tennur, setja í menn Ameríkanskar glerungs- (Emaille) tenn- ur af beztu tegund og koma reglu á tanntöku hjá börnum. Auk alls konar tannlækninga tek jeg enn fremur að mjer lækning á allskonar munnsjúkdómum. O. Nickolin cand. pharm., tannlæknir. Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorleilur Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: á Bakarastíg. Prentari: Sigm. OiaJmundsson. f t I

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.