Þjóðólfur - 07.01.1887, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 07.01.1887, Blaðsíða 2
2 vorri ætlun fastákveða með lögum, hvað hver þingmaður skuli hafa til ferða- kostnaðar úr hverri sýslu landsins. Það kann nú margur að segja, að ferða- kostnaðurinn verði að fara eptir því, hvar þingmaðurinn eigi heima í sýsl- unni, því að það geti munað miklu. Satt er það að vísu, að nokkru getur það munað, en aldrei mjög miklu. Mætti þá annaðhvort miða ferðakostnaðinn við miðbik sýslunnar og láta þar happ sem hlýtur, hvort þingmaðurinn á heima í sýslunni nær eða fjær miðbikinu, frá alþingisstaðnum reiknað ; eða þá — sem er hjer um bil hið sama — að lögá- kveða, hvað ferðakostnaðurinn mætti vera hæstur úr hverri sýslu, og láta svo nefnd, kosna af þingmönnum, úr- skurða í hvert skipti ferðakostnaðar- reikning þingmanna eins og nú við- gengst, nema hvað reikningurinn mætti aldrei fara fram yfir þá upphæð, sem væri lögákveðinn hæst. En aðgætandi er, að það getur miklu munað, hvort farið er sjóleiðis t. a. m. með strandferða- skipinu, eða landveg. Mætti því ákveða tvennar upphæðir ferðakostnaðarins úr þeim sýslum, er strandferðanna njóta, og gjalda svo ferðakostnaðinn eptir því, hvort þingmaðurinn hefur getað notað sjóleiðina eða ekki. Þótt ferðakostnaðurinn væri þannig fastákveðinn með lögum, þyrfti hann ekki að vera neitt nápínulega lítill. Þvert á móti ætlumst vjer til, að hann væri sanngjarnlega metinn, og heldur ríflega en hitt. Að svo stöddu skulum vjer ekki fjöl- yrða meir um ferðakostnaðinn, en seinna munum vjer við hentugleika koma moð áætlun yfir hann, eins og oss virðist hann ætti að vera.. Mörgum þykir og kostnaðurinn við þingtíðindin ofhár, sem von er, og mjög sennilegt, að hann gæti verið talsvert minni. Síðastliðið sumar voru þingtíð- indin prentuð eingöngu í ísafoldar prent- smiðju, og var alls eigi spurzt fyrirum, hvort þau fengjust prentuð í hinni prent- smiðjunni hjer i bænum, hvað þá held- ur með hvaða kostum. Og sýnist þó, að minna megi það ekki vera, en grennslast eptir, hvort þau fáist ekki prentuð með minni kostnaði. Þótt það yrði ekki, ynnist þó það við að skipta prentun þeirra milli þessara tveggja prentsmiðja hjer, að þau yrðu fyr al- prentuð og bærust því fyr út um land- ið, en ella. “Akurlendi, sem enginn rœkir, elur illgresi í ddinn hœf“. Þetta voru þau fyrstu orð Hús- og bústjórnarfjelags suðuramtsins, sem það valdi sjer sem einkunnarorð, þegar það í fyrsta sinn gaf út skýrslu um á- stand sitt prentaða í Viðey 1839, enn þá ljet það um leið fylgja búnaðarrit (Fyrsta bindis fyrri deild) mjög nýta bók, sem vænta mátti af þeim mönnum sem stofnsett höfðu fjelagið og þá stóðu fyrir því. Ritgjörðirnar, sem valdar hafa verið í þetta búnaðarrit, eru mik- ils virði ekki einungis fyrir þann tíma, sem þær voru skrásettar á, heldur er líka margt í þeim, sem er þess vert, að það sje lesið enn í dag, og það með eptirtekt. — Þeir 3 menn1, sem kosn- ir voru af frumstofnendum fjelagsins, til að koma því algjörlega áfót, semja og senda, út boðsbrjef, semja lög fje- lagsinso. s. frv.,segjaum tilgang fjelags- ins í boðsbrjefinu........„að það sje og verði að styrkja og efla sjerhvað sem fyrir suðuramtsins, sveita og sjávarbún- að sje gott og nytsamlegt, á hvern þann hátt sem í fjelagsins valdi mætti standa, — með verðlaunum, upphvatningum, ráðleggingum, ritgjörðum eða eigin dæmiu. Af þessum orðum má sjá, að fyrstu stofnendur fjelagsins, hafa ekki hugsað sjer verksvið þess neitt sjerlega þröngt eða takmarkað, eingöngu við peninga, — og var þó ólíkt hvað erfitt var þá að koma góðum ráðum eða rit- gjörðum fyrir almenningssjónir, heldur en nú er, með öllum okkar blöðum og prentframförum2. Það er nú ekki til- gangur minn með línum þessum, að á- mæla fjelaginu fyrir aðgerðaleysi; þó get jeg ekki hjá mjer leitt að láta þá 1) Þessir 3 voru: hjeraðsdómari St. Gunn- lögsen, landlæknir J. Thorsteinsen, justitiarius Þ. Sveinbjömsson. 2) Það er sorglegt, hvað lítinn gaum allur þorri manna í suðuramtinn hefur gefið þessu fjelagi. skoðun mína í ljósi, að mjer finnst fje- lagið ekki hafa verið nógu andlega lif- andi. Það hefur t. d. gert of lítið, að því að gefa út búnaðarrit, og sjerstak- lega er það eptirtektavert, að fjelag þetta hefur ekki sem jeg tilman, ávarp- að alþing, síðan það fjekk löggjafarvald og beðið það um að rjetta sjer hjálpar- hönd (einstakir menn hafa verið fljót- sjeðari í því). Fjelagið hefur að visu ó- beinlínis fengið til umráða nokkuð af því fje nú á síðustu árum, sem þingið hefur veitt til eflingar búnaði; jeg á hjer ekki eingöngu við það, að fjelagið hefði átt beinlínis að sækja um fje til þingsins, — því „fleira er matur en flesk„ - - enn jeg á við það, að stjórn fjelagsins hefði átt að semja sjálf eða semja láta einhver þau frumvörp, sem miðuðu til friðunar eða framfara búnað- inum og atvinnuvegum. Þetta var ekki ofvaxið öllum þeim góðu kröptum, sem fjelagið á í Eeykjavík; slík frum- vörp mundu ekki hafa skort flutnings- ^ menn. Það er fullkunnugt, að land- , búnaðarlögum okkar gengur seigt og fast í heild sinni; vjer höfum að vísu fengið góðan kafla, það er lög um bygg- ing, ábúð og úttekt jarða 12. janúar 1884, en mjög er hætt við, að þessum lögum, eins og mörgum öðrum hjá okk- ur, verði allt of sleitulega beitt. Gröm- ul venja deyfir hjer eggjar allar, því landsvenjan hefur verið, að taka allt of lint á skemmdum og optast nær ekki einu sinni litið á þær vestu, sem eru skemmdir á túnum, skógum o. fl. Þetta getur allt komizt inn undir áður nefnd lög, svona með tíð og tíina; þó með því móti að landsdrottnar, viðtakendur og úttektarmenn sjeu allir vakandi á rjett- um tíma. En aðgætandi er, að lög þessi eru Iengi að verka á allar jarðir k á landinu, það getur staðið yfir 40— 50 ár þangað til þær allar eru lausar ) úr þeirri bygging, sem þær voru í 1884. Af því, hve lengi lög þessi hljóta, vegna kringumstæðanna, að verða að verka á meðferð allra jarða á landinu, er það fullljbst, að skemmdirnar geta enn hald- ið áfram viðstöðulítið, svo að trassar og letingjar, ættjarðarinnar eyðileggjarar og fjandmenn geta enn átt mikið skemmd- 1

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.