Þjóðólfur - 07.01.1887, Page 4
4
ólf og ritstjóra hans, en náttúrlega án ]>ess að
koma með eina einustu ástæðu fyrir orðum
sínum, sem ekki var heldur von, }>ví að hann
hafði engar ástæður til, enda stendur Gestur
skör lægra í ritsmíði en svo, að honum finn-
ist }>að eiga við að skrifa með ástæðum. Allt,
sem stendur í Þjóðólfi, á að vera vitleysa og
heimska eptir skoðun Gests, allir hinir mörgu
merkismenn landsins af ýmsum stjettum, sem
skrifað hafa i Þjóðólf siðastliðið ár, eiga, eptir
orðum Gests, að vera mestu aulabárðar, t.a. m.
Brynjólfur Jónsson á Minna-Núpi, dhrm. Brlend-
ur Pálmason, sjera Matthías Jochumsson, dhrm.
Hafliði Eyjólfsson. próf. Jón Jónsson, Þorlák-
ur Guðmundsson, dr. Grímur Thomsen, og marg-
,ir fieiri. Vesalings Gestur, að koma með slíkt
og livílíkt fyrir almenningssjðnir!
Það er annars næsta hlægilegt, þegar Gest-
ur er að monta sig af því að hafa nokkurt vit
á ritstjórn, þar sem Suðri, — þetta blað, sem
hann sjálfur hefur verið ritstjóri við, — var
frá upphafi vega sinna á heljarþröminni og hlaut
að deyja, af því að almenningur vildi hvorki
sjá hann nje heyra. Og þó hefur Gestur vand-
áð sig það, sem hann gat, og haft tálbeitu á
öngliuum, en það stóðaði ekkert, sökum þess,
hve ambögulega var keipað. Hann lofaði t.
a. m. í 1. númeri Suðra síðastliðið ár 40
númerum af hiaðinu á árinu, og ýmsu fleiru.
Bn þessir fáu, sem hafa sjeð Suðra, vita bezt,
hvernig hann hefur efnt það. Suðri hefur
sjaldan komið reglulega út; optast hefur Gest-
ur verið í vandræðum með að fylla blaðið, nema
með skömmum og öðru þess konar, og einu
sinni fjekk hann mann um mánaðartíma til að
hafa ritstjðrnina á hendi, án þess þó að vera
veikur eða fjarverandi. Þótt Gestur hafi rembzt
það, sem hann hefur getað, komst hann þó ekki
með meir en 36 nr. í stað 40, sem hann hafði
lofað. Þarna eru nú ritstjórnarhæfileikar Gests.
Aumingja Gestur! Öll þessi mæða hefur lagzt
á skapsmuni hans, og af ergelsi yfir þessu öllu
saman, og af öfund yfir uppgangi Þjóðólfs
rekur Gestur svo endahnútinn á blaðamennsku
sína með því að skamma ritstjóra þjóðólfs, eins
og honum muni gera það nokkuð til, en því
fer fjarri, því að skammlífi Suðra sýnir bezt,
hversu almenningur metur lítils það, sem Gest-
ur segir. Þóu, undarlegt sje, er þó Gestur inn-
undir hjá sumum. Þegar landar hans í Höfn
skutu saman fje hjer um árið, til að koma hon-
um af sjer — af auðskildum ástæðum — fór
hann hingað til Reykjavikur. Landstjórnin
breiddi út faðminn á móti honum, fjekk hon-
um blað í hendur, dubbaði hann upp og gerði
hann að vildarmanni sínum. Og hún sá það, sem
hún hafði gjört, og sjá það var harla gott. Ein-
staka manni öðrum fór að þykja það gott líka
og vildi ekki fara varhluta af að nota þetta
djásn, sem er svo hentugt að bregða fyrir sig
þegar áliggur, og mun það nú vera eina líf-
atkerið fyrir Gest að hanga aptan í þeim, sem
eru svo lítilþægir að vilja nota liann.
Reykjavlk, 7. jan. 1887.
Málfærslumaður við landsyfirrjettinn var
cand. jur. Hannes Havstein settur af landsh.
27. f. m. í stað landritara J. Jenssonar, sem
hefur haft þá sýslan síðan sýslum. Franz Siem-
sen hætti við hana.
Skipskaði. Á þriðja i jólum fórst bátur
með 5 mönnum í fiskiróðri frá Kalmanstjörn í
Höfnum. Allir mennirnir drukknuðu. Form.
hjet Eleónórus Stefánsson og var frá Kalmans-
tjörn.
Aflabrögð. Fiskilaust í Garðssjó og annars-
staðar við Faxaflóa.
Opinberu auglýsingarnar og Suðri. Svo
er nú látið heita, að Björn Jónsson ritstjóri
hafi keypt Suðra. Svo fór sem Þjóðólfur spáði
í 53. tbl. f. á. Landshöfðingi hefur nú inn-
siglað ísafold með opinberu anglýsingunum.
AUGLYSINGAR
í samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a.
hvert orö 15 stafa frekast; m. ööru letri eöa setning
1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun útíhönd.
Göngustokkur úr furu, með broddi og hólk að
neðan, með bognu handfangi, og látúnshólk um
samskeitin, týndist 14. desember síðastlið. —
Sá, sem fundið hefur, er beðinn að skila hon-
um mót fundarlaunum, til Jóns Jónssonar prent-
ara. 1
Fram á vor 1887 fæst keyptur alls konar
fjenaður, vel fóðraður, ær töðugefnar, 2 aldir
folar, reiðhestaefni 4 og 5 vetra, taða, búsgögn,
ýms smíðaáhöld, 2 nýir söðlar með ensku lagi
og 2 eldri, meðlágu verði hjá Magnúsi Einars-
syni á Hnausi í Árnessýslu. 2
Hús til sölu.
Ágætt lnls fyrir heldra fólk er
til sölu með góðuin kjöruiu. Menn
snúi sjer til lira. Faktors Joh. Hans-
en í Thomsens húð, sem semur við
lystliafendur. 3
Trjesmíði.
Þeir, sem kynnu að vilja taka að sjer smíði
á þriggja fullinga hurðum „beslegnum11 með
karmi og krosspóstagluggum í stórt tvíloftað
hús, eru beðnir að skýra frá því, með hverj-
um kjörum þeir vilja taka að sjer smíðið.
Tilboð í lokuðum seðli sendist á skrifstofu
Þjóðólfs fyrir 12. þ. m., merktum: A. 4
Undirskrifaður kaupir þar til næsta póstskip
fer velskotnar rjúpur fyrir hæsta verð.
Reykjavík 5. jan. 1887.
B. H. Bjarnason. 5
Kistufell í Lunda-Reykjadal fæst til ábúðar
í næstu fardögum; lysthafendur snúi sjer til
sjera Ólafs Olafssonar á Lundi. 6
Sunnudaginn 9. þ. m. heldur Lárus Jóhanns-
son fyrirlestur í dómkirkjunni kl. 5. e. m. Inni-
haldið verður sjerstakl. áhrærandi ungamenn. 7
Gallsteinn.
Jeg hafði um 12 ára tíma leitað
ýmsra lækna við þessum hræðilegasjúkn-
aði, en öll lyf voru árangurslaus. Líf
mitt hjekk sem í þræði og þrautirnar
voru opt óþolandi. Þá er köstin voru
umliðin, var ieg gul um allan líkamann,
jafnvel hvítan í augunum var heið-
gul. Loks kom mjer til hugar að reyna
Mansfeld-Búllners Brama-lifs-elixír, og
breyttist fljótt til batnaðar. Nú eru
liðin 6 ár siðan, án þess að jeg liafi
nokkru sinni fundið til þessa hræðilega
sjúkdóms, er opt má á stuttri stund
hafa dauðann í för með sjer. Jeg hef
jafnan Brama-Iífs-elixír á heimili mínu,
og tek af honum við og við í einu
staupi af víni með mat. Þakka jeg
honum, næst guði, heilsu mína góðu, og
er jeg þó nú komin að sjötugu.
Tulstrup skóla við Freðriksborg.
Svjna Wilhelmine.
Kona Guðbrandsens, skólakennara.
Einkenni á vorum eina egta Brama4ífs-elr
ixír eru firmamerki vor á glasinu, og ámerki-
skildinum á miðanum sjest blátt ljón og gull-
hani, og innsigli vort MB & L í grænu lakki
er á tappanum.
Mansfeld-Btillner & Lassen,
sem einir búa til hinn verðlaunaða Brama-lifs-elixir.
Kaupmannahöfn.
Yinnustofa: Nörregade No. 6. 8
Svör til vesturfara.
Spurningum þeim, sem ýmsir vesturfarar hafa
sent mjer, skal jeg hjer með svara, að svo miklu
leyti mjer er unnt, enn sem komið er.
Anchor Línan sendir skip bcina lcið
frá ísl. til Ameríku, svo framarlega sem nógu
margir áskrifa sig til vesturfarar á komandi
vori. — Fargjald verður svo lágt sem unnter,
en lægst verður það, ef farið yrði beinaleið.—-
Túlk fær Línan sjer nú lijer frá landi.— Fari
vesturfararnir eigi beina leið, verða þeir flutt-
ir fyrst til Skotlands með póstskipunum eða
Slimons skipnm. — Frekari upplýsingar eptir
komu póstskips í þessum mánuði.
Reykjavík 3. jan. 1887.
Sigm. Guömundsson.
Aðalumboðsm. Anchor Línunnar. 9
Málfærslumaður.
Cand. jur. Hannes Hafsteln, sett-
ur málfærslumaðnr við yfirrjettinu, tek-
ur að sjer flutning mála og annað þar
að lútandi. Hittist hvern- virkan dag
kl. 12.—2 í íbúðarhúsi frú Havstein í
Þingholtsstræti. 10
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Þorleifur Jónsson, cánd. phil.
Skrifstofa: á Bakarastíg.
Prentari: Sigm. Ouámundsson.