Þjóðólfur - 04.03.1887, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 04.03.1887, Blaðsíða 1
Kemur flt fl föstudags- morgna. Verö árg. 4 kr. (erlendls 5 kr.). Borgist fyrir 15. júll. ÞJOÐOLFUR. Uppsögn (skrifleg) bund- in viö áramót, ógild nema komi til útgef. fyrir 1. október. XXXIX. árg. , Reykjavík, fostudaginn 4. marz 1887. Nr. 9. Omerkingurinn úr Grímsnesinu. Það er fjarri skapi mínu, að eiga orðakast við j>á menn, sem skríða í skuggamim og ekki þora eða vilja segja til nafns síns. Jeg hefði því lielzt viljað komast hjá því — þrátt fyrir allar spurningarnar — að svara liinu „snarphugsunarrjetta meistarastykki11, er stendur í Þjóðólfi Nr. 53 og 54 með fyrirsögninni: „Um sameining Klaust- Urhóla- og Mosfellsprestakalla (úr Gríms- nesi)“. Þetta meistarstykki er að öðru leyti ómerkt. Það er nafnlaust, og er það eitt með öðru, sem er „einkennilegt Og það afareinkennilegt“ fyrir viðkom- andi persónu. Skyldi höfundpersónan álíta, að það „hefði með sjer stefnu hinna frjálsustu landa heimsins11, að senda nafnlausar deilugreinir í dag- blöðin? En af því að mcð greininni er gjörð tilraun til þess að misskilja orð mín og færa þau á hinn verra veg, og af því að ekki er víst að allir les- endur Þjóðólfs hafi alþingistíðindin, svo að þeir geti sjálfir sjeð, hversu óhlut- drægar ályktanir eru dregnar út úr orðum mínum með áminnstri grein -— þá vil jeg leyfa mjer að fara um liann hokkrum orðum. Höf.1 gjörir sjer tyrst og fremst mik- inn mat úr því, að mjer varð það á, nð segja, að „það væri leitt að þing nptir þing skuli vera að káka við þessi prestakallalög11. Út, úrþessuhár- togar höf. niður langan lopa og hringir hann síðan upp með mörgum spurning- armerkjum, til þess að gjöra liann dá- lítið hreifilegri og meístaralegri og láta sJá, að lijer sje karl, sem kunni að ^otta sig og snúa sig út af þvi, þó a,j hann spynni öfugan skilning út úr 1) Undir neðanmálsgi1. við greinina stend- ar þetta Höf. Hvaða genus það er eða hvort það er einhnf. eða fleirhöf. verður eigi sjeð, en )6g held hinu fyrra. A, J. orðunum. Allir skynsamir menn, sem mcð athygli lesa orð mín í Alþt., 1886 B 35, munu sjá, að höfundurinn gjörir það vísvitandi, að misskilja þau og toga út úr þeim aðra meiningu eu í þeim liggur. Það eru fleiri enjeg, sem ekki haf'a fellt sig við þessar brauðabreyt- ingar aptur og aptur, „þetta endalaúsa breytingakák11, eins og annar þingmað- ur sagði í sumar (S. St., Alþt. 1886, B. 41). Margir okkar mestu og snjöll- ustu þingmenn hafa látið sömu skoðun í ljósi, sem liggur í þessum umgetnu orðum mínum, t. a. m. í Alþt. 1883, B. 165: „Jeg er sannfærður um, að þegar farið verður að lesa þingtíðindin um þetta mál, þá segir margur eins og Axél Oxenstjerne sagði: „Ordinant reordinant, sed tamen sine ordine vivunt, (þeir skipa og skipa upp aptur og lifa þó skipunarlaust)“ (Gr. Th.). „Nokkrir hafa talað í þá átt, að óheppi- legt væri, að hringla með þetta mál á hverju þingi og þessum mönnum er jeg samdóma11 (S.st. 167. dálki E. K). „Jeg er einn af þeim mönnum, sem álít lögin frá 27. febr. 1880 svo illa úr garði gjörð, að þau verði ekki bætt með smábreytingum svo viðun- andi sje. Jeg segi enn eins og jeg hef áður sagt, að þau sjeu á sandi byggð og vona þau standi feigum fótum“ (S.st. 197. d.. B. Sv.). „Jeg álítnauðsynlegt og í því efni undirskrifa jeg það, sem 2. þm. Nm. (B. Sv.) sagði, að það kæmi tillögur frá fleiri söfnuðum í einu, en ekki svona einlægur tíningur og smá- breytingar, á hverju þingi“ (S.st. 198. d. A. Ó.). Jeg vil alvarlega ráða þd. frá, að gjöra miklar smábreytingar gagnstætt þeim lögum, sem núeru komiu út (Heyr!)“ (S.st. 199.d., J. G.) „Það er viðurhl utamikið að vera að gera allt einar smábreytingar, þar sem full ástæða virðist til að endurskoða öll lögin í heild sinni; það væri því nær að safna skýrslum og reyna að endurskoða öll lögin í einu“ (S.st. 204. d., Gr. Th.). „Það er eigi til neins að taka presta- kallalögin fyrir í smápörtum; jeg er nú orðinn sannfærður um, að þurfa muni að taka prestakallalögin frá 27. febr. 1880 fyrir í heild sinni og gjöra á þeim algjörða endurbót" (S.st. 208. d., Þk. Bj.). Jeg vona að höf. skilji orð þessara manna, þó að hann þykist ekki skilja min orð. Hann þykist þó sjálfur vilja fá „viðunanleg og varanleg . . . og góð prestakallalög með tímanumu, en það er svo að sjá, sem það sje með þeim tima, þegar „vaknandi og vaxandi á- liugi almennings“ og „ný reynsla og ný eptirtekt láta ekki heyra til sín“. Þá bregður höf. mjer um það, aðjeg sje að hugsa um „að hafa til embætti handa hverjum þeim manni, sem út- skrifast af prestaskólanum11. En þetta er hinn mesti misskilningur. Jeg hef aldrei um það liugsað. Þingmaðurinn, sem talaði mest á undan mjer hafði sagt: „prestaköllin eru þó nógu mörg enn, þar sem yfir 20 þeirra eru óveitt, sem enginn sækir um"1. Þessi orð gáfu tilefni til þess, að jeg benti á að undanförnu hefði fremur fáir gengið á prestaskólann, en nú færi aðsóknin þar vaxandi og þætti mjer því athugavert o: athugaverð sú ástæða, að fækka prestaköllunum fyrir það, þótt þau væru nú mörg laus og hefðu sum lengi stað- ið óveitt, þegar prestefnunum fjölgaði svo mjög, og „á liinn bóginn11 væri það athugavert vegna alþýðumenntunarinn- 1) Hvernig skilur höf. þessi orð. Skyldi hann ekki hafa snúið upp á þau, hefðu þau verið eptir mótmælanda en ekki meðmælanda sameiningarinnar. Til hvers eru prestaköllin nógu m'órg enn? A. J.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.