Þjóðólfur - 19.03.1887, Blaðsíða 2
46
lítur út fyrir að muni ganga vel út.
Er þá mikið í það varið, að eiga fjelög,
sem ganga í broddi fylkingar og taka
að sjer að efla þau bókleg fyrirtæki og
styrkja þá rithöfunda, sem — að öðru
jöfnu — síður kunna að ganga í augu al-
mennings. Með öðrum hætti verða eigi
nýjar brautir ruddar nje nýjar mennta-
stefnur teknar.
Pessi var og höfuðtilgangur hins ís-
lenzka bókmenntafjelags, og hefur það
undir stjórn ýmsra merkismanna, ekki
sízt Jóns Sigurðssonar, unnið heiðarlega
að þessu takmarki. En í bókmennta-
fjelaginu hafa eins og öðru verið ára-
skipti, og lítur svo ut eins og þau
harðindi, sem nú ganga yfir landið, komi
einnig fram í aðgjörðum fjelagsins.
Ber nú meira á leiðindaþrasi milli beggja
deilda, sem svo hvorki gengur nje rek-
ur, en á samvinnu milli þeirra og á-
framhaldi á þeim bókstörfum, sem livor
um sig var byrjuð á, áður en ágrein-
ingurinn hófst. Safn til sögu íslands
og fornbrjefasafnið, sem Jón Sigurðsson
byrjaði á fyrir mörgum árum, kemur
annaðhvort mjög dræmt eða alls ekki;
þar á móti hefur miklu og jeg
held ofmiklu verið kostað til nýrrar út-
gáfu af kvæðum Stefáns Ólafssonar,
bæði þeim, sem hann á, og sem liann
ekki á, og þó að þar sje óneitanlega
mikill bóklegur fróðleikur fólginn, þá
er þar og — bæði ofanmáls og neðanmáls
— talsverður hjegómi, sem ekki er mik-
ið gefandi fyrir. Þetta er nú til Hafn-
ardeildarinnar talað; en þegar til
Reykjavíkur deildarinnar kemur, batnar
eigi sagan. Af tímariti bókmenntafje-
lagsins er, eftir átta ára æfiskeið, farið að
draga; sýslumannaæfirnar, sem einnig
eru „safn til sögu landsins" og sem
styrkurinn úr landssjóði þar á ofan er
bundinn við, hvíla sig, og það sem oss
upp til sveita þykir verst, framhaldið
af veraldarSögu Páls Melsteds heldur
kyrru fyrir. Jeg skil ekki annað en
að þetta hjóti að vera þeirri deyfð að
kenna, sem á síðari tímum er komin
yfir stjórn fjelagsins, því að ritin mundu
bjóðast og höfundarnir gefa sig fram,
ef þeir yrðu nauðsynlegrar upphvatn-
ingar aðnjótandi,
Á síðustu skýrslum og reikningum
fjelagsins fyrir 1885 (útkomnar 1886)
sjest, að það ár hafa rúmar 2500 kr.
komið inn í tillögum fra því nær 900
fjelögum, sem flestallir eiga að greiða
6 kr. á ári, og auk þess skulda mjög
margir fyrir eitt eða fleiri undanfarin
ár, svo að öll líkindi eru til, að úti-
standandi fe'Ro^askuldir — fyrir utan
allar bókaskuldirnar — nemi fleiriþús-
undum króna. En reikningarnir eru
svo viturlega samdir, að ómögulegt er
að sjá, hvað tillagaskuldirnar eru mikl-
ar. Á fjelagsmannaskránni standa mjög
margir, sem óhætt er að flullyrða, að
eigi liafa greitt tillög sín í fleiri ár, og
á henni má sjá það, að af rúmum 880
fjelagsmönnum eru í árslok 1885 rúmir
530 eða miklu meir en helmingur í
meiri eða minni tillagaskuld, og eru
það stórum fleiri en nokkurn tíma áður.
Með þessu ráðlagi er eigi von til, að
fje sje fyrir hendi til brýnustu bóklegra
þarfa. — Bækur fjelagsins koma út
um landið á skotspónum og í ótíma, ef
þær annars koma nokkurn tíma; eng-
inn er krafinn, engum er kvittun send,
nema hann beri sig sjálfur eftir henni;
má þó nærri því geta, að margir, ekki
sízt útlendir fjelagar (t. d. útlend fjelög
og bókasöfn, embættismennirnir við
Brithish Museum o. fl.) mundu óðara
greiða tilög sín, ef þeir væru áminntir.
Ekki er von, að álit fjelagsins aukist
með þessari stjórn, livorki innanlands
nje utan, og þó að jeg hafi verið einn
af þeim, sem óskað liafa, að deildun-
um mætti verða steypt saman, þá er
jeg ekki harður á því, meðan Reykja-
víkurdeildin er í þessu niðurlægingar-
ástandi, enda lái jeg ekki Hafnardeild-
inni, þótt hún kynoki sjér við að hverfa
inn í Reykjavíkurmolluna, eins og hún
hefur verið um hríð. Þeir voru tím-
arnir, að talsverð aðsókn var að fjelag-
inu frá útlöndum, en hún er nú svo
sem engin; stöku hræða gefur sig fram,
og er þá óðara gerð að heiðursfjelaga.
Það er heldur ekki við aðsókn að búast
nú, því að það leggur enga birtu á
fjelagið, kvorki af aðgjörðum þess nje
stjórn. Margur útlendur merkismaður
hændist að fjelaginu, meðan aðrir eins
menn voru forsetar, eins og Rask,
Finnur Magnússon, Jón Sigurðsson,
Árni Helgason, Pjetur Pjetursson, Jón
Þorkelsson, Magnús Stephensen o. fl.;
en nú vantar djásn á hjálminn. Ann-
aðhvort hafa forsetar fjelagsins fyr
meir verið vísindamenn eða bæði vís-
indamenn og atorkumenn, en þegar þeir
eru hvorugt, þá dæma margir og helzt
útlendingar fjelagið eptir forsetunum.
Það er því bráð nauðsyn á að nýtt
og betra blóð komi inn í stjórn fjelags-
ins, og livað Reykjavíkurdeildina snertir,
sem oss liggur hjer næst, þá geng jeg
að því vísu, að hinn núverandi forseti
hennar sje sá föðurlandsvinur, að sleppa
þessu starfi; þrátt fyrir það gæti hann
haldið áfram að prenta bækur fjelags-
ins. — Það mun reynast auðvelt að skipa
rúm hans betra manni; þeir finnast
nógir bæði meðal hinna eldri og yngri,
og skal jeg af hinum síðarnefndu sjer-
staklega tilnefna Dr. Björn Ólsen, Dr.
J. Jónassen, Þorvald jarðfræðing Thor-
oddsen, og sjera Þórhall Bjarnarson.
Öllum þessum trúi jeg til að vinna
fjelaginu og þar með landinu gagn og
sóma. Eins og nú gengur, má það
ekki lengur ganga, ef Reykjavíkur-
deildin á ekki að sofna alveg út af.
Útlendar frjettir.
Khöfn 1. marz 1887,
I. Hiiui vopnaði friður. Síðan
Bismark sleit þinginu þýzka í janúar,
eru blöðin hætt að færa lesendum sín-
uin frjettir um Búlgaríumálið. Þau
liafa snúið sjer að Frökkum og Þjóð-
verjuin. Þau tína upp allt, sem þess-
ar tvær þjóðir gjöra í herbúnaði og
hermálum, hvað þær segja hvor um
aðra gegn um stjórnirnar, blöðin eða ýmsa
merkismenn. Sannleikurinn er, að þær
herbúast hvor í kapp við aðra og að
livor einasta þjóð í Evrópu býr sig ept-
ir megni. Þegar Frakkar byggðu
nokkur stórhýsi handa herliði nálægt
landamærum og þegar Þjóðverjar, Rúss-
ar og Austurríkismenn bönnuðu útflutn-
ing hesta, þegar Þjóðverjar venja lier-
menn sína við nýjar byssur og Frakk-
ar eru að reyna ný sprengiefni, sem