Þjóðólfur - 19.03.1887, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 19.03.1887, Blaðsíða 4
48 ur jafnan rækilega og með meira fylgi I en önnur útlend blöð stutt mál vort gagnvart dönsku stjórninni, og ættu því þeir íslendingar, sem halda dansktvinstri blað, að halda Morgunblaðið framar öðr- um. — í áminnsti grein er stuttlega rakin saga stjórnarskrárbreytingarinnar á síðustu þingum og tekið fram, hve þjóðin hefði greinilega sýnt við síðustu kosningar, að stjórnarskrárbreytingin er henni mjög mikið áhugamál; blaðið telur og engan efa á, að næsta alþingi taki málið fyrir á ný. — Blaðið ámæl- ir og Nellemann fyrir lagasynjanir og hve lítinn gaum hann gefi ályktunum alþingis. Meðal annars minnist blaðið á Fensmarkshneykslið og á ályktun síðasta alþingis í því máli, sem Nelle- mann sje eigi, svo að menn viti, farinn að sinna enn sem komið er. Málið sje þó næsta þýðingarmikið, því að þar sje að ræða „eigi að eins um að firra lands- sjóðinn miklu fjártjóni, sem hann megi ekki við, heldur einnig hitt — sem sje á annan hátt mjög þýðingarmikið fyrir ísland á ókomnum tíma, — að taka, öðrum til viðvörunar, duglega í lurginn á hirðulausum embættismönn- um, hvort sem þeir nú heita amtmað- ur eða landshöfðingi“- Bókmenntafjelaglð. Á fundi 26. febr. samþykkti Hafnardeildin tillögu Beykjavíkurdeildarinnar (sjá Þjóðólf 6. tbl. þ. á.) um að leggja heimflutnings- málið í gjörð þriggja manna, og kaus frá sinni hálfu sem gjörðarmann stipt- amtmann Hannes Finsen, en hafnaði sem oddamanni geheimeetazráði A. F. Krieger, er Reykjavíkurdeildin hafði kosið til þess, en sem oddamann kaus Hafnardeildin professor Konráð Maurer. — Að því er ríkisskuldabrjef fjelags- ins snertir, samþykkti Hafnardeildin, að „ekki gæti komið til greina, að nokkuð af fjelagssjóðnum yrði sent Reykjavíkurdeildinni“, og var þó í ráði að fá þau útborguð í peningum, enda gat Hafnardeildin fengið það ummæla- laust frá hálfu „ríkisskuldaforstjórans“ án tillits til þess skilyrðis Reykjavík- urdeildarinnar, að henni yrðu sendar 9000 kr. af peningunum. Tíðarfar hefur yfir höfuð verið held- ur óstillt sunnanlands, þar til fyrir skömmu, að hægviðri gjörði, en nú er aptur komin óstilling á veðrið. Hagar sunnanlands góðir. Svipað tíðarfar að frjetta víðast hvar af landinu. Hagar norðanlands góðir, nema fram til heiða og upp til fjalla víða jarðlaust. Vest- anlands sögð verri tíð og sums staðar haglítið eða haglaust, einkum í Dölum. Hey reynazt yfir höfuð mjög slæm norðan- og vestanlands, og heybirgðir mjög litlar. Lausn frá prestskap hefur lands- höfðingi í dag veitt sjera Jóhanni Knúti Benediktssyni(vigðun) 1849) áKálfafells- stað í Austurskaptafellssýslu. Nýlosnað brauð er því tjeður Kálfa- felísstaður metinn 776 kr. Verðlagsskrár 1887- -1888. Lambs- MeÖal. Dagsverk. f'ÓÖur. alin. Austurskaptafellssýsla . . 2.25 3,33 43 Yesturskaptafellssýsla . . 1,91 2,89 43 Rangárvallasýsla . . . 2,17 3,01 45 Vestmannaeyjasýsla . . 2,50 3,50 42 Árnessýsla 2,35 3,70 52 Gbr. og K.sýsla og Rvík 2,82 4,27 55 Borgarfjarðarsýsla . . . 2,21 3,89 51 Mýrasýsla 2,67 4.44 56 Snæf.- og Hnappadalssýsla 2,70 4,87 54 Dalasýsla 2,67 5,25 55 Barðast.randarsýsla . . . 2,06 4,79 54 ísafjarðarsýsla og kaupst. 2,38 5,05 53 Strandasýsla 2,10 5,71 52 Húnavatnssýsla . . . . 2.147. 4,54 49 Skagafjarðarsýsla . . . 2,25 4,887, 47 Eyjafj.sýsla og kaupstaður 2,57 4,39 47 Þingeyjarsýsla . . . . 2,847. 4,53 487, Norðurmúlasýsla . . . 2,72 4,30 50 Suðurmúlasýsla . . . . 3,08 4,221/, 53 Verzlunarfrjettir frá Khöfn 1. marz. Rúgur, mjöl, ertur, hafrar og sykur í líku verði, sem í janúar, en kaffi að hækka í verði. Kramvara í líku verði og næstliðið ár. Af íslenzkum vörum hefur iill og lýsi ekki hækkað í verði. Þar á móti hefur fiskur hækkað í verði, og seldust um 200 skpd, sem komu frá Færeyjum seinast með Lauru, fyrir 41 kr. skpd. A Spáni betra útlit með verð á íslenzkum fiski en verið hefur. Þar kvað hafa legið mikið af norskum fiski, fiski frá Nýfundnalandi ogjafnvel frakkneskum fiski; er sagt, er að fisk- ur þessi liafi, við geymslu i papphús- um þar, eigi haldið sjer eins vel og ís- lenzkur fiskur, enda eru Spánverjar að sögn farnir að sjá að frakkneskur fisk- ur geymist ekki vel, því að hann sje í raun og veru ekki meir en hálfverkað- á móts við íslenzkan fisk. En eigi að síður ríður fslendingum mjög mikið á að vanda verkunina á fiskinum, því að það er helzti vegurinn til að halda fisk- markaðinum á Spáni. AUGLYSINGAR í samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a. hvert orö 15 stafa frekast; m. öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun útíhönd. Anehor Línan hefur sent mjer nokkur hundr. expl. af nýjum hæklingi, með korti, um Canada(ádönsku); getaAmeríkufarar fengið hann gefins, ef þeir senda burðargjaldið, 6 aura, eða frimerkið. Rvík, 18/3—87. Sigm. Guðmundsson. ' 100 II. Lauritzen & Co. í Newcastle on Tyne auglýsir hjer með, að herra C. Knudsen, sem í íýrra var erlnds- reki vor á íslandi, er eklti lengur í þjónustu vorri, og að liann má þess vegna engin skipti liafa við neinn í voru nafni. Newcastle on Tyne 20. jan. 1887. Hans Lauritzen & Co. 101 God Lön finde ærlige ogflittige personer. Tilbud under S. P. 4766 til Aug. ,J. WollT & Co., Annoncebureau, Kjöbenhavn. 102 Til kaups fást þessar bækur: Yor Herres og Prelsers Jesu Christi Liv, for- talt for Folket. Bearbejdet efter det Bngelske af Georg Evers. Skrautútgáfa með 126 mynd- um. Lchrbuch der hornöopathischer Therapie í 2 bindum. — Ritstjóri vísar á seljandann. 103 Nokkur kvæöi eptir Hanncs S. Blön- (lal, fást hjá Sigurði Kristjánssyni fyrir 50 a. Eríðamark mitt er sýlt bæði og gagnfjaðrað bæði: Húsatóptum í Grindavik 1. júlí 1886 Joseph Chr. Johnson. 105 Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorleifur Jðnsson, cand. phil. Skrifstofa: á Bakarstíg. Prentari: Sigm. Guðmundsscm.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.