Þjóðólfur - 08.04.1887, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 08.04.1887, Blaðsíða 1
\ Kemur út á föstudags- morgna. VerB árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júli. ÞJÓÐÓLFUR Dppsögn (skrifleg) bund- in við árainót, ógild nema komi til fltgef. fyrir X. október. XXXIX. árg;. Reykjavík, föstudaginn 8. apríl 1887. Xr. 15* Um alþýðumenntun. Eptir Torfa Bjarnason. —:o:— „Slnum augum lítur hver á. silfriö". (Framh.). í at.hugasemdum sínum um alþýðumenntamálið í ísafold sýnir þingmaður Dalamanna fyrst, hversu al- þýðumenntunin sje oss nauðsynleg, og verður það aldrei of vel nje of opt brýnt fyrir alþýðu. Þar næst kemur þingmaðurinn með ýmsar ágætar bend- ingar um uppeldi og fræðslu barna, og þessar almennu athugasemdir taka upp allmikinn part af ritgjörðinni. Síð- an snýr þingmaðurinn sjer að hinum sjerstöku atriðum alþýðumenntamálsins og kemur þar fram með margar góðar bendingar, en verulegar nýbreytingatil- lögur hjá honum eru einkum tvær. Jeg skal fyrst minnast á þá uppá- stunguna, sem er hin síðari í röðinni hjá þingmanninum, hún er um um- gangskennendur. Þegar þingmaðurinn hefur sýnt fram á, að svo sem 50 undir- búuings- og atvinnuskólar — er hann telur hið mesta, sem líklegt sje, að kom- ið verði upp að sinni — nægi ekki nærri fyví til að veita öllum þorra al- þýðu þá menntun, sem hún þarfnast, þá leggur hann til, að fengnir sjeu um- g^ngskennendur, einn í liverja kyrkju- sókn, og tveir í liinar stærri, til þess að bæta úr skólaskortinum. Jeg vildi óska, að uppástunga þessi fengi góðan byr bjá þingi og þjóð, því þó að fast- ,ir lUlglingaskólar ættu að liafa eun þá nieiri menntandi áhrif á ungmenni þau, sem á þá gengju, en umgangskennslan ^ hin, sem hennar nytu, þá gæti hún Siört ómetanlega mikið gagn samhliða föstu skólunum, og nauðsynin er aug- Ijós. Þess mun langt að bíða, að hag- i Ur þjóðarinnar komist í það liorf, að ullir unglingar geti átt kost á skóla- kennslu og notið hennar. Hitt ætti að yera kleyft, með sameiginlegu atfylgi þings og þjóðar, að leggja hjá flestum unglingum nokkurn grundvöll almennr- ar menntunar með umgangskennslu, og svo með hentugum fræðibókum. Hin uppástunga þingmannsins er að taka jafnt konur sem karla á búnað- arskólana, og veita hvorumtveggja sem beztan undirbúning undir búskapinn. Jeg tel þessa uppástungu nýja, þó að þingmaðurinn hafi reyndar hreyfthenni fyrri — hún er ný að því leyti, að menn hafa enn ekki sett hana á dag- skrá alþýðumenntamálanna. Eu jeg verð samt að halda, að hún ætti skil- ið að komast þangað, og komast það sem fyrst. Hingað til hefur þingmaðurinn fengið fremur dauf- ar undirtektir, þegar hann hefur hreyft uppástungunni, en slíkt er mjög svo eðlilegt, „flestar nýjungar eigi erfitt upp- drát,taru. Mönnum kom það fyrst und- arlega fyrir sjónir, að stúlkurnar þyrftu sjerstaka menntun, til þess að geta orðið nýtar húsfreyjur, orðið uppbyggi- legar í bændastjettinni. En það var ekki nema fyrst í stað, á meðan menn voru að venjast við að sjá og heyra, að stúlkur fengju að fara lieimanað til að læra — til að menntast. Nú er svo komið að telja má, að þjóðinni sje jafnhugarhaldið um menntun kvenna, sem karla. — Og þess vegna eru kvennaskólarnir komnir á fót. En þeir hafa einkum verið lagaðir til að veita stúlkum almenna menntun, og að kenna þeim ýmsar kvennlegar íþróttir, sem að visu eru fagrar og góðar í sjálfu sjer, en sem fjölda margar stúlkur geta lítið notað, þegar þær komast í hús- freyjustöðuna, einkum þær sem verða bændakonur í sveit. Þetta finnur þingmaðurinn og úr þessu vill liann bæta með því, að koma á fót samhliða kvennaskólunum, sem nú eru til, öðrum kvennaskólum — kvennábíískólum — þar sem einkum skyldi kenna allt það, sem gæti gjört stúlkurnar færar um að verða dugleg- og hagsýnar liúsfreyjur til sveita. Ætl- asthann til, að kennslan sjemestverk- leg, nfl. að stúlkunum sje einkum kennd sú matreiðsla, sem bezt á við og á þarf að halda til sveita, ullarvinna, þvottur, fatasaumur og verkstjórn. Svo er auðvítað, að nokkur bókleg kennsla þyrfti að vera samfara, bæði lítið eitt í hinu nauðsynlegasta af almennri menntun, á meðan alþýðuskólana vant- ar, og svo ýmislegt sem tilheyrði bú- skapnum beinlínis. — Á þessum skól- um ættu stúlkurnar að vera sem aðrar vinnukonur að því leyti, að þær tækju þátt í öllum þeim störfum, sem til kvenna koma, og væru 2 ár á skólunum, en gæfu ekki með sjer; hefðu þær þá jafn- rjetti við pilta, sem ganga á búnaðar- skólana. Þetta væri að vísu nýr kostnaður fyrir hið opinbera, en jeg vona að reynslan mundi sannfæra menn um, að þeim kostnaði væri fullkomiega eins vel varið eins og því, sem kostað er til annara skóla. — Og kostnaðurinn væri alls eigi ókleyfur, þó að uppástungu þingmannsins væri fylgt, og einn skóli væri stofnaður í hverjum landsfjórð- ungi. Það er varla líklegt, að þingið fresti lengi úr þessu, að taka búnaðar- skólana upp í fjárlögin, og þá ættiþað jafnframt að hugsa fyrir búnaðarskól- um fyrir stúlkur. Þetta held jeg að sje mergurinn máls- ins; hitt álít jeg varði minna, hvort kvennabúskólinn er settur í samband við búskóla karla eða ekki. Menn geta líklega fært ýmislegt fram því fyrir- komulagi til kosta og ókosta. — Jeg gjöri ráð fyrir, að þessir skólar yrðu settir einungis þar, sem allur sveita- búskapur fer fram í svo stórurn stíl, að nóg sje til að starfa, og nóg verk- efni í öllu því, sem að sveitabúskap

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.