Þjóðólfur - 08.04.1887, Qupperneq 3
59
ekki með ummælum sínum í þessu máli
slegið því föstu sem algildum sannleika,
að samþykktin banni að leggja net í
Garðsjó; þess þurfti heldur ekki við,
Því að samþykktarlaganna 1. gr. segir
svo skýrt, sem auðið er: „Enginn má
leggja þorskanet í sunnanverðan Faxa-
flóa utar eða dýpra en svo“ . . . o. s.
ffv., og til tekur svo nákvæmlega lín-
Una, utan liverrar enginn má leggja
Þorskanet. Hver sem leggur utar,
hann leggur i þann liluta Faxaflóa,
sem almennt kallast Giarðsjór. Það
getur því enginn neitað því, að sam-
þykktin banni að leggja þorskanet i
Garðsjó, og því er ekki von, að yfir-
rjettinum haíi dottið í hug að fara að
>,slá neinu föstu“ um það, sem hver og
einn sjer og veit, undir eins og hann
les samþykktarlögin. Hra. C-d setur
Það dæmi, að einhver vildi ekki sam-
sinna, að samþykktarlög mættu banna
áetalagnir utan landhelgis, heldur álíta,
uð þeir, er samþykkt liafa og staðfest
Samþykktina, hafi í þessu efni farið út
fyrir umhoð sitt af hendi löggjafar-
valdsins. Já, setjum nú svo, að ein-
hver komi með þessa mótháru, og gizk-
Um þá á, hvernig yfirrjettur mundi
dæma. Þá er nú fyrst að skoða eðli
samþykktarlagá yfir höfuð. Lög um
fiskiveiður, 14. des. 1877, gefa alþýðu
(almennum hjeraðsfundum) rjett til að
húa sjálfri sjer til lög um fiskiveiðar
sínar; þannig hafa einstakir hreppar
tjett til að búa sjer til frumvörp til
laga um sjerhver þau atriði ográðstaf-
uuir, er þeir álíta hentug, heppileg og
Uauðsynleg fyrir sínar veiðistöðvar;
Þeir mega því leggja á sjálfa sig hverj-
ar þær kvaðir og takmarkanir, fiski-
Veiðar sínar áhrærandi, er þeir álíta
sJer hentar, að því við lögðu, að þeir
ekki fari fram á neitt, sem skerðirjett-
indi þriðja manns. Amtmaður á að
dæma uin, livort svo sje. Frumvarp
hjeraðsfundarins skal leggjast fyrir
fuitmann; flnni hann nú, að frumvarp-
*ð ekki skerði neins þriðja manns rjett,
Þa samþykkir hann það. Svo að jeg
Þá sjerstaklega snúi mjer aðsamþykkt-
UÞögunum 9. júní 1885, þá eru þau
Þannig tii orðin, að Sunnanmenn voru
únir að fá sorglega reynslu fyrir því,
Versu liin óstjórnlega netabrúkuu á
ujúpmiðum var háskaleg, bæði fyrir
fiskigönguna og fyrir hin dýru veiðar-
færi sín; komu þeir sjcr því saman
um, að neyta laganna 14. des. 1877,
og búa sjer til reglur um, hvar í sín-
um veiðistöðum mætti leggja þorska-
net, og hvar ekki, og fastsettu línu
utan hverrar ekki mætti leggja þorska-
net. Þeir vissu vel, að línan lá þann-
ig, að víða mátti leggja net utan land-
helgis fyrir utan hana, en þeir skuld-
bundu sig innbyrðis til að gjöra það
ekki, með öðrum orðum: þeir lögðu þá
kvöð eða takmörkun á sjálfa sig, að
leggja ekki net utan þeirrar línu, hvað
sem landhelgi liði, af því að þeir álitu
netalagnir dýpra en svo, sem línan
ræður, skaðlegar aflabrögðum sínum.
Að vísu vissu þeir, að ef frumvarp
þeirra næði samþykki amtmanns, og
yrði þannig að lögum, þá væri það
einnig skuldbindandi fyrir þá aðkomu-
menn, er stunda vildu fiskiveiðar í
hreppum þeirra, en þeir treystu því, að
amtmaður mundi ekki láta aðkomendur
verða til að spilla fyrir því, sem þeir
álitu svo harðla áríðandi velferðarmál
fyrir þeirra eigin veiðistöðvar. Siðan
var haldinn um þetta hjeraðsfundur á
Vatnsleysu hinn 15. maí 1885, og fór
frumvarp lians hina lögboðnu leið til
amtmanns, og samþykkti hann frum-
varjtið hinn 9. júní s. á., og var það
þannig orðið að lögum, bindandi fyrir
Rosmhvalaneshrepp innanSkaga, Vatns-
leysustrandar- Glarða- og Bessastaða-
hreppa, og alla þá aðkomendur, sem
skemmri eða lengri tíma vilja reka
fiskiveiðar frá þessum hreppum. Þá
er spurningin: fór amtmaður, þá er
hann samþykkti frumvarp hjeraðsfund-
arins á Vatnsleysu, út fyrir umboð það,
er hann liafði af liendi löggjafarvalds-
ins ? Svarið hlýtur að vera nei. Sam-
þykktarlögin eru til orðin af trjálsum
samtökum hlutaðeigandi hreppa um að
leggja þær eða þær kvaðir eða tak-
markanir á þeirra eigin fiskiveiðarað-
ferð, sem þeir eptir margra ára reynslu
og eptirtekt álíta nauðsynlegar; hver
getur betur vitað, livað hentar hverri
veiðistöðu en sjálfir íbúarnir þar um-
hverfis? Ef þeir nú hefðu látið lcnda
við, að hafa þetta að eins ólögbundin
samtök, þá var heldur að búast við,
að einhver kynni að brjóta þau; þess-
vegna neyta þeir laganna 14. des. 1877,
og biðja amtmann að gjöra þau að lög-
um. Það er ekki liægt að sjá, livers
þriðja manns rjetti væri misboðið, þótt
Sunnanmenn legðu á sjálfa sigþákvöð,
að Ieggja ekki net utar en svo, sem
hin tiltekna lína ræður; enda sá amt-
maðnr það ekki, og því samþykkti hann
frumvarpið. Setjum t. a. m., að Sunn-
anmenn hefðu farið mikið lengra út í
þetta mál, og komið sjer saman um,
að afnema með öllu þorskanetabrúkun
frá sínum hreppum, af því að þeir á-
litu þau skaðlegt veiðarfæri eptir því
sem til hagaði hjá þeim. Hver gæti
meinað þeim þetta ? Og ef þeir beiddu
amtmann að löggilda frumvarp íþáátt,
vildi hra. C-d. búast við, að amtmaður
segði: „Mig varðar ekkert um, hvað þið
álítið; jeg hef betur vit á því en þið,
og jeg gjöri þetta ekki að lögum, af
því að j)að geta verið einhverjir að-
komumenn, sem kunna að vilja nota
ykkar veiðistöðvar til netalagna". Væru
þetta líklegar undirtektir?
Hra. G-d. ræður munnum til að fresta stór-
ræðum, þangað til dómur sje fallinn gegn þeim,
er brutu samþykktarlögin í fyrra, þar eð þessi
dómur muni kasta ljósi yfir, hvað álíta beri
„hið bannaða svæði“, og hvort það nái út yf-
ir landhelgi. Jeg veit, að hra. C-d ætlar ekki
yfirrjettinum að dæma í dag um sama málið
gagnstæðan dóm því, sem liann dæmdi í gær.
Það vill nú svo til, að yfírrjetturinn hefur
dæmt 2 dóma um það, hvort samþykkt geti náð
út yfir landhelgi, eða ekki. Hinn fyrri dómnr-
inn er felldur 21. maí 1883. Þarsegir: „Lög-
regludómarinn hefur byggt dóm sinn á því, að
nefnd samþykkt hanni að eins niðurskurð
á hákarli á nokkrn fiski- eða hákarlamiði i
ísatjarðarsýslu, en umdæmi sýslunnar geti ekki,
þegar ekki er öðru vísi ákvarðað, álitizt að
ná lengra en 3/4 niílur út í opið haf. — Þessa
skoðun lögregludómarans getur yfirdómurinn
ekki aðhyllzt, en verður að ætla, að orðin „fiski-
eða hákarla-mið í ísafjarðarsýslu“ nái til allra
þeirra fiski- og hákarlamiða, sem sýslubúar
sækja á, að minnsta kosti þegar þau ekki eru
lengra frá landi en svo, að mið verði tekin á
landi i ísafjarðarsýslu, enda mundi bannið að
öðrum kosti verða næsta þýðingarlitið“ o. s. frv.
Hinn seki dæmdur í 40 kr. sekt auk málskostn-
aðar. Hinn dómurinn um sama efni er felldur
18. ágúst 1884 gegn Jóni Ebenezer,ysyni á ísa-
firði, og fer hann að öllu leyti í sömu átt og
dómurinn 21. maí 1883. Yfirdómurinn dæmir
í þessum málum að samþykktarbannið væri
þýðingarlitið, ef það eigi takmarkast af land-
helgislögunum. Heldur nú C-d, að yfirdómur-
inn hreyti skoðun sinni, þótt Seltirningar eða
Reykvíkingar eigi í hlut? Ekki held jeg það.