Þjóðólfur - 08.04.1887, Page 4
60
Hr. C-d segir, að Ögmundur haíi verið sýkn-
aður af þeirri einni ástæðu, að fyrir honum lá
skipnn sýslumanns, hverri hann hafi átt að
hlýða og hafi hlýtt; einnig það, að það hafi
ekki legið fyrir yfirdómnum að rannsaka, hvor
rjettari væri, úrskurður sýslumanns, eða úr-
skurður landshötðingja. Hra. C-d getur ekki
neitað því, að Þórður krafðist 500 kr. skaða-
bóta fyrir netaupptökuna, er framin var sam-
kvæmt ákvæði sýslumannsins. Efyfirrjetturinn
hefði eigi aðhyllzt ákvæði sýslumannsins, hvar
á ögmnndur byggði tiltæki sitt, þá er það ó-
hugsandi, að yfirrjetturinn gengi þegjandi fram
hjá 500 kr. skaðabótakröfu, og dæmdi þar að
auki hinn seka í 30 krónur í málskostnað.
Þessa skaðabótakröfu „lá þó fyrir rjettinum að
dæma um“. Ef rjetturinn hefði álitið, að Ög-
mundur hefði framið lagabrot, sem kostaði Þórð
500 kr., þá virðist líklegra, að hann hefði dæmt
Ögmnnd til nð borga skaðabótakröfuna, og lof-
að honum að reyna, hvernig gengi að sækja
sitt útlagða gjald til þess, er skipaði honum að
fremja lagabrotið. Ekki átti Þórður að liða
fyrir það, þótt yfirvaldið hefði skipað Ögmnndi
að fremja lagabrot, og allra sízt virðist það
líklegt, að rjetturinn hefði farið að dæma Þórð
til málskostnaðarútláta ofan í kaupið, ef hann
hefði álitið það ólögmætt, sem Ögraundur fram-
kvæmdi.
„Nú geta tilsjónarmenn ekki lengur skotið
sjer undir skipan sýslumanns sem hlífisskjöld“,
segir hra. C-d. Satt er það, en nú geta þeir
skotið sjer undir það, sem ekki er lakara, nfl.
landsyfirrjettardóminn í Ögmundar og Þórðar
málinu; en það er vonandi að ekki, þurfi á því
að halda hjeðan af.
Ef það kæmi undir dóm landsyfirrjettarins,
hvor rjettari væri og anda samþykktarinnar
samkvæmari, úrskurður sýslumanns eða lands-
höfðingja í þessu máli, ætli landsyfirrjettinum
mundi þá ekki virðast „hannið næsta þýðingar
lítið“, ef netin að vísuekki mættu leggjast, en þó
mættu liggja eptir vild hinna kærðu? Ef þau
ekki mega liggja, hver ráð eru þá gegn því
önnur, en að taka þau upp?
Hafnarfirði 27. marz 1887.
Þ. Egilsson.
Reykjavík. 8. aprll 1887,-
Handsyfirrjettardómur var 28. f. m. upp-
kveðinn í máli, sem hið opinbera hafði höfðað
gegn hreppstjóra Guðm. Pjeturssyni í Ófeigs-
firði og Benjamín bönda Jóhannessyni í Kross-
nesi fit af því, að þeir höfðu 15. marz f. á. skor-
ið niður hákarl fyrir norðan línu þá, sem
hugsast dregin frá Geirólfsgnúp í Stranda-
sýslu og Skagatáar í Húnavatnssýslu. Með
undirrjettardómnnm voru þeir dæmdir fyrir að
hafa brotið með þessu gegn lögum 16. des.
1885, hinn fyrnefndi í 300 kr. sekt og hinn
siðari í 135 kr. sekt og málskostnað. Yfir-
rjettardómurinn sýknaði þá aptur á móti gjör-
samlega. — í dómsástæðunum stendur: „Hafa
þeir haldið því fram, að þeir hafi skilið lög 16.
des. 1885 þannig, að þau ekki hönnuðu niður-
skurð á hákarli fyrir norðan þessa línu og á
það verður landsyfirdómurinn að fallast. Orð
laganna: „á sjávarsvæðinu milli Geirólfsgnúps
í Strandasýslu austur að Skagatá“ geta eigi
þýtt annað sjávarsvæði en það, sem að norðan
takmarkast af beinni línu milli tjeðra örnefna,
því að að öðrum kosti væru eigi með lögunum á-
kveðin takmörk sjávarsvæðis þess, er hann
þeirra á að ná yfir, og þó að þessi skilningur
þyki eigi vel samrýmilegur við tilgang laganna,
er eigi heimild til þess fyrir þá skuld, að víkja
gjörsamlega frá orðum þeirra“.
Sakamálið gegn Kristjáni 6. Þorgríms-
syni. Út af kærunum gegn honum, semnefnd-
ar voru í 54. tbl. Þjóðólfs f. á., og fl. líkum
kærum var höfðað sakamál gegn honum, og 4.
þ. m. uppkveðinn í því undirrjettardómur í að-
alefninu þannig: Kærendurnir hjeldu sakargipt-
um sínum óbreyttum við rannsóknir í málinu,
og einn þeirra staðfesti áburð sinn með eiði, en
þar sem það „ekki er sannað gegn neitun á-
kærða, að hann hafi gert sig sekan í athæfi því,
sem honum er gefið að sök í fyrgreindum kær-
um, ber að þessu leyti að sýkna hann“. En
aptur á móti er það fullsannað, að hann hafi á
síðastliðnu hausti fært „gjaldamegin inn í
gjaldabók hafnarsjóðsins bráðabirgðarlán úrþess-
um sjóði til bæjarsjóðs 1360 kr. 35 a., þrátt
fyrir það, að lán þetta, sem bæjarsjóður fjekk
31. des. 1885, var af ákærða áður fært hafn-
arsjóði til útgjalda i sömu gjaldabók og auk
þess í reikningi hafnarsjóðs 1885, sem ákærði
hefur samið eða látið semja“. Ákærði hefur
sagt, „að sjer hafi orðið þessi tvíritun af gán-
ingsleysi“ . . . „Þessa upphæð hafi vantað í
sjóðinn. er hann átti að skila af sjer“... „Gegn
neitun hans brestur heimild tíl að álita, að
hann hafi tvíritað áminnzta upphæð . . . í því
skyni, að draga hana undir sig, eða til að
leyna sjóðþurði", enda hefur hann haft annan
mann til að færa hækur og semja reikninga
fýrir sig, en lítt fengizt við það sjálfur. „Verður
það þannig mögulegt, að ákærða hafi orðið þessi
yfirsjón af ókunnugleik eða gleymsku“b — „En
þó að ákærði þannig ekki verði dæmdur fyrir
sviksamlega bókfærslu til að leyna þurðinum
i hafnarsjóði, getur hann þð ekki komizt hjá,
að bera ábyrgð á þessum sjóðþurði . . . og
virðist ákærða, með því hann hefur endurgold-
ið hafnarsjóði að fullu upphæð þá, er í hann
vantaði, . . . hæfilega hegnt fyrir það með 14
1) Leturbreytingin er eptir oss. Bitstj.
daga einföldu fangelsi. Einnig verður hann a5
greiða allan af málssókninni gegn honum, þar
á meðal af varhaldi hans, leiðandi kostnað“.
Dómi þessum er áfrýjað til yfirdómsins;
skulum vjer því eigi fara lengra út í þetta mál
að svo stöddu.
Mannalát og slysfarir. 28. f. m. andað-
ist að Stafholti frú Ingibjörg Jónsdóttir kona
Stefáns próf. Þorvaldssonar, fædd 1805.
Auk skipskaðanna, sem nefndir eru í síðasta
blaði, varð og annar skipskaði í Keflavík 29. f.
m., fjögra manna far fórst þaðan og drukkn-
uðu allir mennirnir 4; formaðurinn hjet And-
rejs, Ingimundarson, og var frá Bjarnastöðuin
í Grímsnesi.
AUGLYSINGAR
í samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a.
hvert orö 15 stafa frekast; m. öðru letri eöa setning
1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út í hönd.
Víkverji.
14. tbl. af 2. árg. 1. ársfjórðungi Víkverja
verður keypt á afgreiðslustofu Þjóðólfs. 127
Frá 14. maí næstkomandi fást á Ielgu 2
rúingóð íbúðarherbergi, ásamt hcrbergi
fyrir vinnukonu, eldhúsi og nægu geymslu-
plázi í kjallara, í húsi á góðuni og hent-
ugum stað hjer í bænum og móti vægi’i
leigu. Ritstj. vísar á leigjandann. 128
Vandað íbúðarhús, 17 álna langt, 8 álna
breitt við miðjan hlíðarhúsastíg, með stórum
kálgarði, fæst til kaups með góðu verði og
mjög góðum kjörum. — Verslunarstjóri Guðbr.
Finnbogason gefur nákvæmari upplýsingar. 129
Verzlunarhús og íveruhús i Reykjavík
til sölu.
Verzlunarhúsið Nr. 1 í Aðalstræti með 2 sölu-
búðum og pakkhúsi; öll áliöld til verzlunar-
brúkunar geta, ef um semst, fengizt með hús-
unum. '
íveruhúsið Nr. 8 i Aðalstræti með pakkhúsi
og fjósi.
Lysthafendur snúi sjer til
M. Johannessen. 130
Zuckerkrankheit.
wird nach Professor VVilkensons neuester
Methode dauernd beseitigt. Prospect gratis.
Carl Kreikenbaum,
Braunschweig. 131
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Þorleifur Jónsson, cand. phil.
Skrifstofa: á Bakarstíg.
Prentari: Sigm. Guðmundsson.