Þjóðólfur - 15.04.1887, Síða 1

Þjóðólfur - 15.04.1887, Síða 1
Kemur út & íöstudags- morgna. Verö árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15.júll. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn (skrifleg) bund- in viö áramót, ógild nema komi til útgef. fyrir 1. október. XXXIX. árg. Endurskoðun stjórnarskrárinnar. ----ooo----- Það fer nú innan skamms að líða að þeim tíma. er þingmenn fara að halda fundi með kjósendum sínum til undir- búnings þeim málum, sem líkindi eru til að komi fyrir næsta þing. Munu allir þingmenn meðal annars ráðgast við kjósendur sína um, hvort næsta þing eigi að taka stjórnarskrármálið fyrir Kð nýju, og hvernig það eigi að gera Það. — Það kunna nú að vera nokkr- ir, sem vilja eigi láta næsta þing fást heitt við þetta mál, en þó vonum vjer, að allur þorri landsmanna verði nú sem fyr samliuga og vilji, að næsta þing lialdi þessu máli áfram. Það hof- ur verið aptur og aptur sýnt fram á, hve nauðsynlegt oss væri að fá inn- lenda stjórn. Ástæðurnar, sem komið kafa fram á móti bæði frá hálfu stjórn- Krinnar og fylgifiskum hennar, eru Þarghraktar. Þetta er öllum ljóst, sem hokkuð hugsa um þetta mál. Mótstöðu- öiennirnir munu að vísu reyna að telja toönnum hughvarf með því að segja, að árangurslaust sje að halda málinu á- frain, þar sem svo skýr svör eru kom- ih frá konungi, að ekkert fáist, en Þóti slíku nægir að benda á reynslu v°r íslendinga. Þegar lagt var út í hina fyrri stjórnarbaráttu, voru minni iikur til að haf'a nokkuð upp úr lienni en nú eru til að fá kröfum vorum fullnægt. Þá stjórnarbót, sem vjer liöf- hm fengið, höfum vjer fengið fyrir bar- ^tu, og þannig getum vjer eigi fengið 1)(jt á stjórnarfyrirkomulagi Voru nema ÍVíir baráttu og fylgi. Svo mikið ætti reynsla vor og reynsla annara þjóða 1 liku efni að hafa kennt oss. — Það er að vísu satt, að miklar líkur eru eigi til að mikið fáist, meðan hægri 't'anna stjórn situr við stýrið í Dan- J^Örku, en það getur eigi orðið um ald- r og æfi þvert ofan í vilja megin- ík, föstudaginn 15. apríl 1887. þorra hinnar dönsku þjóðar. Einhvern tima komast vinstri menn þar í stjórn- ina, og þess þarf ef til vill skemur að bíða, en margur hyggur, en þá er áríð- andi, að allt sje vel undirbúið frá vorri hálfu, því að óvíst er, hvernig flokka- skipun yrði þá í Danmörku og jafnvel óvíst, hversu vinstri menn sætu lengi við stýrið fyrst framan af. Ef vjer hættum nú á miðri leið við þetta mál, hlytu allir út í frá að skoða viðleitni vora síðastliðin ár semalvöru- leysi. Vjer mundum með því rýra á- lit vort í augum annara þjóða, sem hafa veitt oss liðsyrði í þessu máli. — Það mundi verða málstað vorum til ó- metanlegs hnekkis. Þegar um hitt er að ræða, hvernig næsta þing á að snúa sjer í þessu máli, liggur beinast við að halda sjer við stjórnarskrárfrumvarpið frá síðustu þing- um, en þó geta komið þau atvik, að hyggilegt sje að breyta því að ein- hverju leyti. Ef einhver boð til sam- komulags kæmu t. a. m. frá stjórninni, gætu þau verið þannig löguð, að ísjár- vert væri að ganga alveg fram hjá þeim. En það þarf nú líklegast ekki að gera ráð fyrir því. Það væri held- ur ekkert á móti því, að gera breyt- ingar á þeim stöðum í frumvarpinu, þar sem mótstöðumennirnir hafa fund- ið það að því, að það væri óljóslega orðað og að það breytti stöðulögunum, án þess að til þess væri ætlað og án þess að svo sje í raun og veru. — Það væri t. a. m. ekkert á móti því, að bæta orðinu „siglingar“ inn í upptaln- ing sjerstöku málanna; sömuleiðis að orða þannig ákvæðið um stöðu hæsta- rjettar, að hngum misskilningi geti valdið, að liann hefði sama verksvið í íslenzkum málum sem nú. Þessar og þvílíkar breytingar væri rjett að gera, úr því að nú er komið, sem kunnugt er, að synjað hefur verið staðfestingar Nr. 16. á frumvarpinu, — ekki svo mjög af því, að oss flnnist breytinganna bein- línis þörf, sem til þess að svipta mót- stöðumennina þeim vopnum, sem þeir hafa búið sjer til úr þessum stöðum frumvarpsins. En þá er kostnaðurinn við aukaþing. Sú mótbára mun nú bergmála frá mót- stöðumönnunum í von um að einhver hneigist að henni. Það er aðvísusatt, að aukaþingin verða kostnaðarauki fyr- ir landssjóð, en hvort þau verða það fyrir landið í heild sinni er vafasamt, eða oss er öllu heldur nær að lialda, að svo muni eigi verða, því að í fyrsta lagi gengur minnst af peningunum til þingkostnaðar út úr landinu, og í öðru lagi geta aukaþingin unnið margt ann- að þarflegt, sem gæti meir en vegið upp á móti kostnaðinum, enda hefur það verið skoðun margra merkra manna, að ómissandi væri, að alþingi kæmi saman hvert ár. Þá gæti þing- ið meðal annars miklu betur en ella beitt valdi sínu til eptirlits með að- gjörðum landstjórnarinnar, sem er ann- að aðalstarf þingsins og engu minna áríðandi en löggjafarstörfin. Aðgjörðir landstjórnarinnar hafa eigi jafnan ver- ið og munu eigi verða í því lagi, að ekki þurfl að hafa vakandi auga á þeim. Það sýnir Fensmarkshneykslið og annað engu minna hneyksli, að landsjóð vantar nú af tekjum Arnar- stapa- og Skógarstrandarumboðs rúmar 11000 kr. Þetta eina aukaþing, sem háð hefur verið, sinnti ýmsu fleiru, en stjórnar- skrármálinu. Það samdi ýms lög; hafa nú 4 þeirra náð staðfestingu konungs. Það rannsakaði Fensmarksmálið og undirbjó það þannig undir næsta þing. Það hreyfði við aðgjörðumhankastjórn- arinnar. Hafði það talsverðan árang- ur, að vísu minni en til var ætlazt. Það ætti þannig að vera öllum ljóst,

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.