Þjóðólfur - 15.04.1887, Síða 4

Þjóðólfur - 15.04.1887, Síða 4
64 kr. í senn. í á.visununum verður upphæðin að vera tilgreind bæði með tolustöfum og bókstöf- um; sje þessa ekki gætt, eða sje önnur upp- hæð tilgreind með tölum en með bókstöfum, verður ávísunin ekki greidd. 17. gr. Af fje því, sem stendur inni hjá bank- anum á hlaupareikningi, verða goldnir vextir eptir samkomulagi, þó ekki meira en l°/0 um árið, og því að eins, að fjeð hafi staðið að minnsta kosti 30 daga inni i bankanum. 18. gr. Enginn, sem hlaupareikning hefur við bankann, má ávísa meiru fje en hann á inni; að öðrum kosti greiði hann sekt til bankans, er sje að upphæð 1% af þeirri upphæð, sem fram yfir er, og tekst hún af því fje, sem hann á í bankanum. 19. gr. Hverjum og einum er heimilt að fá að sjá hlaupareikning sinn, svo og umboðs- manni að sjá hlaupareikning umbjóðanda sins, en gæta verður þess, að ekki nái þeir að sjá hlaupareikning annars manns. 20. gr. Hver sá, er hefur hlaupareikning við bankann, skal greiða fyrir það 12 kr. á ári hverju, er lúkist við ársbyrjun. Maunalát. Nýlega er dáinn merkisbóndinn Teitur Símonarson á Hvanneyri í Borgarfirði. Með pósti frjettist og lát sjera Sigurgeirs Jakobssonar, síðast prests til Grundarþinga, f. 1824, vígð. 1854, og tveggja bræðra Gísla Gislasonar á Skörðum i Reykjahverfi og Arn- gríms Gíslasonar á Völlum í Svarfaðardal. Arngrímur þessi var mesti hagleiks- og lista- maður. JBær hefur brunnið í vetur á Þorvaldsstöð- um í Vopnafirði. Leiðrjettingar. í 12 nr., 48. bls., miðd., 2. 1. a. n. hefur misprentazt: „papphúsum“, fyrir: pakkhúsum. — í síðasta bl., 59. bls., 3. d., 4. 1. a. n. hefur misprentazt: „ef það eigi tak- markast af landhelgislögunum“, fyrir: ef það eigi að takmarkast af landhelgislögunum. AUGLYSINGAR 1 samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a. hvert orö 15 stafa frekast; m. ööru letri eöa setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun útíhönd. Vandað íbúðarhús, 17 álna langt, 8 álna breitt við miðjan Hlíðarhúsastíg, með stórum kálgarði, fæst til kaups með góðu verði og mjög góðum kjörum. — Verzlunarstjóri Guðbr. Finnbogason gefur nákvæmari upplýsingar. 132 Ódýr klæðasaumur. Hjer eptir tek jeg að mjer að sníða og sauma alls konar karlmannsföt, sömuleiðis ís- lenzkan kvennfatnað, yfirhafnir og reiðföt, og enn fremur tek j<íg að mjer að búa til prests- hempur. — Allt þetta gjöri jeg svo ódýrt, sem auðið er. Sigurlauq Bydén. 133 Jörðin Vatnsendl í Seltjarnarneshreppi fæst til ábúðar næsta fardagaár, ef við mig er samið. Jón Ólafsson, alþm. Rvík. 134 L u k k u s p i I um reiðhest, ----#*3S3Í-- Með leyfi landshöfðingja hefur sókn- arnefndin í Stokkseyrarsókn í Árnes- sýslu áformað að halda Lukkuspil (Lotteri), til ágóða hinni fyrirhuguðu Eyrarbakkakirkju, á rauðum reiðhesti 6 vetra, viljugum og vökrum, sem herra hreppstjóri og kaupmaður Guð- mundur ísleifsson á Stóru-Háeyri hefur gefið í því skyni. Númer fást keypt á eiua krónu númerið í Beykjavík hjá herra kaupm. Geir Zoega og hjáherra verzl- unarstjóra Joh’sHansen; í Hafnarfirði hjá herra verzlunar- stjóra Grunnl. Briem ; á Útskálum hjá herrapresti Jens Páls- syni; á Akureyri hjá herra bóksala Frb. Steinssyni; í Stafholti hjá herra presti Jóhanni Þorsteinssyni; í Bangárvallasyslu hjá herra proprie- taríus Þ. Thorarensen á Móeiðarhvoli; á Eyrarbakka hjá öllum kaupmönnum; Drátturinn fer fram seinni part sept- embermán. næstk. og verður fyrir fram auglýstur í blöðunum. Eyrarbakka, 5. apríl 1887. Jón Björnsson, Oisli Oíslason. Einar Jónsson. 135 Miraculo-Præparater (Prisbelönnede med Guldmedailler) til fjernelse af Svækkelsestilstande, Nerverystelse, Fölger af Ungdomssynder, Impotens etc. Belæren- de Afhandling i det Landets-Sprog sendes discret mod Indsendelse af 1 Kr. i Fri- mærker. C. Kreikenbauni, Braunschiveig (Tydskland). 136 Þ>akkarávarp. Hjer með finn jeg mjer skylt að tjá herra Pjetri Kristóferssyni á Stóruborg opinberlega mitt hjartans þakklæti fyrir hina mannkær- leiksfullu hjálp hans og meðferð á dóttur minni, er hann fyrir 4 árum bar þar að, sem hún, þá 8 ára gömul, lá dottin af hestbaki, liand- leggsbrotin, og gat enga björg sjer veitt, sem og fyrir gjafir þær, er hann þá og árlega síð- an hefur sent henni. Ðessa mannúð og dreng- lyndi þessa mjer óþekkta manns bið jeg hinn algóða föður að launa honum af ríkdómi sín- um. Dagverðarnesi í Skoradal 28. marz 1887. Jón Jónsson. 137 Hentugar sumargjafir eru myndir af Bjarna Thorarensen. Dær fást til kaups á afgreiðslustofu Djóðólfs. 138 Sjö vetra gamall foli, fjörugur, lip- ur og yfir höfuð efnilegt reiðhestsefni fæst til kaups. Ritstjórinn gefur núkvæmari upplýs- ingar. 139 Slípaður steinn með fangamarki á heí- ur fundizt. Eigandi vitji hans til Eiríks Magn- ússonar í Efstabæ í Reykjavík. 140 Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ó- keypis hjá ritstjórunum og hjá Dr. med. Jón- assen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja lífsitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. 141 Gigt. í nokkur ár hef jeg þjáðst afþreytu í líkamanum og gigt í fótum; fór jeg loks að reyna hið ekta Brama-lífs-elix- ír; nú hef jeg tekið það í mánuð og finn mikinn mun á mjer til hins betra. Grimstrup við Maribo. Hans Jensen, garðeigandi. Einkenni á vorum eina egta Brama-lífs-el- ixír eru firmamerki vor á glasinu, og ámerki- skildinum á miðanum sjest blátt ljón og gull- hani, og innsigli vort Mlí & L í grænu lakki er á tappanum. Mansfeld-Búllner & Lassen, sem einir bna til hinn verðlaunaða Brama-ltfs-elixir. Kaupmannahöfn. Yinnustofa: Nörregade No. 6. 142 Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorlcifur .Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: á Bakarstíg. Prentari: Sir/m. Guðmundsson.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.