Þjóðólfur - 22.04.1887, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 22.04.1887, Blaðsíða 1
Kemur út & föstudags- morgna. Verö árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir lö.júlí. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn (skrifleg) bund- in viö áramðt, ögild nema komi til útgef. fyrir 1. október. XXXIX. árg. Reyk,jayík, föstudaginn 22. apríl 1887. Nr. 17. Enn um sameining Grímsnesbrauðanna. Jeg ætlaði mjer ekki að rita í blöðin um sameining Grímsnesbrauðanna, eða meðferð siðasta alþingis á því máli, en af því að mjer finnst svar sjera Árna Jónssonar til „Ómerkingsins úr Gríms- nesiu í ýmsum greinum ónákvæmt og lýsa nokkrum ókunnugleika, álít jeg rjett, að leiðrjetta þetta og vona því að þjer, herra ritstjóri, ljáið eptirfylgj- andi línum rúm í yðar heiðraða blaði. Sjera Árni segir (liklega í skopi), að Grímsnesingar sjeu svo smekkvísir, að þeir vilji vinna til, að steypa saman tveimur brauðum til að fá valinn prest. Jeg sje enga ástæðu til að beinast fremur að Grimsnesingum fyrir bæn þeirra, heldur enn að hjeraðsfundi Ár- nesinga, sem samþykkti bænina í einu hljóði. Bænin tór heldur ekki fram á samsteypu tveggja brauða, heldur að gjöra tvö brauð úr þremur, sem er nokkuð annað. E»að er líka rangt, að Grímsnesingar hafi beðið um samein- inguna til þess, í þann svipinn, að fá nokkurn vissan eða valinn prest, lield- Ur blátt áfram til að fá prest, ogsjálf- sagt síðar, þegar brauðið losnaði, að geta valið nokkuð um 'presta. Saga niálsins er, í sem fæstum orðum, rjett sögð þannig: Hugmyndin um einn prest í Gríms- nesi, er alls ekki ný; en hún varð fyrst að almennum vilja og fór að sjást i framkvæmdinni árið 1884, þegar bæði brauðin losnuðu í einu og enginn sótti úm þau aptur. Fardagaárið 1884—.85 Þjónuðu þrír prestar Grímsnessöfnuðun- llm ; tveir af þeim áttu að sækja yfir Hvítá, einn yfir Lyngdalsheiði, og því þótti þetta ástand, auk fjarlægðarinn- óhafandi. Hreppsnefndin sendi því ^m haustið sendimann beina leið til ^udshöfðingja, og beiddi um samein- inguna. Þegar sameiningin ekki gat fengizt þannig, kom mönnum saman um, að reyna að ná því bráðabirgðar- fyrirkomulagi, sem nú er á komið, og þá fyrst datt mjer í hug að sækja um Mosfell, sjálfsagt í þeirri von að sam- einingin fengist. Hitt er mjer hægt að sanna, að jeg reyndi á engan hátt að fá menn til að biðja um sameininguna, og eins það, að þegar jeg síðastliðið vor bar upp sameiningarmálið á safn- aðarfundum, brýndi jeg það alls staðar rækilega fyrir mönnum, að hafa ekki tillit til annars en þess, sem þeir álitu bezt til frambúðar. Það sem knúði Grímsnesinga til að biðja um sameininguna, var því prestsleysið, samfara því áliti allra, að einum presti væri vel fært að þjóna hinu fyrirhugaða brauði. Að Grímsnesingar þyrftu að óttast prestleysi framvegis, eða í öllu falli það, að prestar yrðu næsta óstöðugir hjá þeim, sýnir ljósast dæmið af Jón- unum, sem sjera Árni tekur, þegar það er rjett framsett, en til þess hef- ur sjera Árna vantað kunnugleika. — Allir, sem þekktu sjera Jón sál. Mel- sted og konu lians og kunnugir voru á heimili þeirra, mnnu játa, að orðin, sem sjera Árni vitnar til sjeu sönn; en hvað sannar það, að „búskapur þeirra fór með snild“ ? Að minu áliti ekkert annað en það, að þau voru snildar bú- menn og það voru þau að allra rómi, og snildin kom því Ijósar tram, sem kringumstæðurnar voru þrengri og erf- iðari. Hitt veit sjera Árni auðsjáan- lega ekki að sjera Jón vildi, frá fyrsta komast frá Klausturhólum; hann sótti um Hraungerði 1860, um Hítarnesþing nokkru síðar og máske um fleiribrauð, og virðist þetta benda á, að hann, þrátt fyrir snild þeirra hjóna í búnað- inum, ekki treystist til að komast vel af í Klausturhólum, því enginn var hann brutlmaður og lítið gefinn fyrir hreyfingar. Um sjera Jón Jónsson á Hofi má ó- efað segja líkt, sem búmann, og um sjera Jón sál. Melsted. Að allra rómi, sem til þekktu, kom hann hjer fram sem fjölhæfur, hygginn og fjörugurbú- maður. Hann settist hjer á Mosfelli í gott bú, erfði einnig nokkrar fasteign- ir, sumar innsveitis, allar nærri, og þó vildi hann ekki vera hjer, nei, hann sótti burtu hvað epir annað, um Hösk- uldsstaði, um Stokkseyri og máske fleiri brauð, en fjekk að lokum Hof. Þegar þess er enn fremur gætt, að prestar þessir voru, eins og verðugt var, elskaðir og virtir af hverju manns- barni í söfnuðum sínum, að þeim var það kunnugt, að allir þráðu, að þeir væru kyrrir, að annar þeirra var hjer borinn og barn fæddur, og liinn í næstu sveit, svo að þeir voru hjer báðir í átthögum sínum, þá er útlit fyrir, að knýjandi ástæður hafi ollað því, að þeir vildu báðir komast burtu, og fyrst Grímsnesingum ekki tókst betur, að hséna þá að sjer en þetta, er tæplega við því að búast, að þeir hjeldu að aðrir yrðu langæir með sömu kjörum, eins og reynslan líka hefur sannað síðan. Það er fjarri mjer að áfella sjera Árna öðrum þingmönnum fremur fyrir undirtektirnar í þessu máli, og þykja mjer þó málalokin kynleg. Jeg hefi skilið svo þingið, einkum neðri deild, að það sje hennar mark og mið, jafnframt því, að gjöra stjórn vora innlenda, að fá sveitum og lijer- uðum, sem mest vald í þeirra eigin málum. Mjer hefði því þótt það sam- kvæmast stefnu þingsins, að láta söfn- uði og hjeraðsfundi hafa sem óbundn- astar hendur í þeim málum, sem þá varðar, og að beita ekki valdi sínu til þess að brjóta niður gjörðir þeirra nema brýn nauðsyn beri til, ef þingið annars, sem jeg efa, hefur atkvæði í slíkum málum, nema að því leyti, sem fjár- hags spursmál geta verið þeim samfara, en það var ekki í hinu umrædda tilfelli.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.