Þjóðólfur - 22.04.1887, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 22.04.1887, Blaðsíða 4
68 Hjer með læt jeg mína heiðruðu skiptavini vita, að eptir 25. þ. m. flyt jeg að öllu for- fallalausu í húsið, þar sem kaupm. Þorlákur Johnson hefur söluhúð sína, og er mig að hitta }>ar á kvistinum að sunnanverðu. Rvík 21. apríl 1887. Rafn Sigurðsson. 145 TANNLÆKNINGAR, Eptir að jeg hefi verið í Parísarborg á Frakk- landi og numið þar hæði bðklega og verkl. tann- lækning, þá leyfi jeg mjer hjer með, að láta hina heiðruðu landa mina vita, að jeg tek að mjer alls konar tannlækningar, hvort heldur er að rjetta skögultennur eða munn á mönnum innan 40 ára aldurs, eða þá að búa tannraðir heilar eða í pörtum. Sj e þess ðskað, geta fengizt tennur settar í munna án umgerðar, og er það hin þægilegasta og jafnframt hin bezta tannviðgerð, sem fengizt getnr, þegar tennur á annað borð þurfa. Þess skal og getið, að við tannlækninguna verður ekki höfð sú aðferð, að rífa eða draga út tennur, nema í ýtrustu nauðsyn, þar eð slík aðferð getur hakað mönnum bæði sjönar- og heyrnar- leysi eptir skoðun hinna beztu tannlækna i Parísarhorg nú. Oll þau verkfœri, sem nauðsyn- leg eru, hverju nafni sem nefnast, bæði við tanngerð og tannlœkning hefl jeg á vinnu- stofu minni; enn fremur skal þess getið, að tannverkur (tannpína). sem hingað til hefur þðtt ólœknandi, nema dregin sje út tönn eða tennur, læknast á 5—10 mínútum, án þess að tönnin sje tekin burtu eða á nokkurn hátt skert. Lækningaraðferðin er með öllu hættulaus, já, svo hættulaus, að menn geta rennt því niður, sem upp í þá er látið. Meðul sel jeg engin út jrá mjer ; verða því allir, er kynnu að vilja nota hjálp mína, að koma heira til mín. Jeg leyfi mjer hjer með að setja verð á hinu helzta, er menn venjulegast þurfa á að halda frá tannlækni: Tannir með umgerð í allan mun kosta mest frá 50—60 kr. eptir gæðum. ---í hálfan munninn frá 26—30 kr. Ein einstök tönn með umgerð 3—4 kr. 2 tannir í senn (eptir gæðum) 5—6 kr. Að draga út tönn (a: eina tönn) 1 kr. Að fylla tennur verður eptir því, hvað rriik- ið er að gjöra við þær. Að fylla eina tönn kostar 1,50. Margar x senn verður minna en 1,50 fyrir hverja eina. Reykjavík 23 marz 1887. Páll Þorkélsson. 146 Þar eð mjög margir af þeim, er hafa haft viðskipti við mig, eigi hafa staðið í skilum við mig hin síðast liðnu ár, að borga skuldir sínar, sje jeg mig nejddan til að hætta eptirleiðis fata- verzlun þeirri, er jeg hef rekið hjer í bænum, og skora því hjer með á alla þá, er jeg á skuldir hjá, að greiða mjer þær: þá, sem eiga heima í Keykja- vík og í grend við hana, fyrir 1. mai þ. á. og þá, sem eru í öðrum hjeruðum landsins, fyrir 1. jiiní þ. á. Þeir sem eigi liafa greitt skuldir sínar innan hjer að ofan tilgreinds tíma, verða tafarlaust lögsóttir til lúkningar á skuldum sínum. Af ofangreindum ástæðum verður ekkert framar lánað frá verzlun minni. Reykjavík í marz 1887 F. A. Löve. 147 LækningabókDr. Jónassens og „Hjálp í viðlögum“ fást hjá höfundinum og öllum bóksölum. 148 Ágrip af reikningi sparisjóðsins í Reykjavík (frá stjórn sjóðsins) frá 11. júní 1886 til 11. desember 1886. Tekjur: 1. Eptirstöðvar 11. júní 1886: a, konungleg skuldabrjef 102000,00 b, skuldabr.Rvíkurbæjar 200,00 c, lán einstakra manna 235036,02 <!• í sjóði.............. 2746,98 339983.00 2. Innlög samlagsmanna .... 64245,88 3. Vextir borgaðir................... 8484,84 4. Seldar viðskiptabækur .... 25,20 kr. 412738,92 Gj'óld: 1. Útborgað á innlögum og vöxtum 62980,68 2. Ýmisleg útgjöld . . . 771,85 3. Borgaðir vextir af lánum 272,69 1044,54 4. Endurborg. lánúrlandssj. . . . 5000,00 5. Eptirstöðvar 11. des. 1886: a, konungleg skuldabrjef 102000,00 b, skuldabr.Rvikurbæjar 200,00 c, lán einstakra manna 225117,02 (Þar í eru talin væntanl. ábyrgð f. gjaldkera H. Guðmundss. 2600 kr.) {í peningum 16234,00 í skuld hjá H. Guðmundss. 162,60 16396,68 343713,70 kr. 412738,92 1 eptirstöðvunum 343713,70 að viðbættum í á- höldum . . . .______265,87 343979,57 eru: til samlagsm.313454,53 varasjóður 30525,04 343979,57 * * * Árið 1887 þann 9. apríl var milli stjórnanda sparisjóðsins, samkvæmt á- lyktun á fundi sparisjöðsstofnenda þann 30, marz þ. á. og stjórnar landsbank- ans, gjörður svolátandi samningur: 1. Sparisjóður í Reykjavík skal frá 19. apríl 1887 ganga til hins íslenzka landsbanka. Hann fær allar eigur sparisjóðsins, skuldabrjef, útistandandi skuldir og áhöld og viðlagasjóð til þess að standa straum af því tjóni, er sparisjóðurinn kann að verða f'yrir. 2. Landsbankinn tekur að sjer að svara til allra skuldbindinga þeirra, er hvíla á sparisjóði til handa þeim, er fje eiga í honum, sem og að öllu að fullnægja samþykktum þeim, sem sparisjóðurinn hefur sett sjer, og að engu í þeim verði breytt nema með samþykki landshöfðingja, þó þannig, að það atriði, að nokkru af varasjóði megi verja til almennings þarfa, standi óhaggað. Landsbankinn tekur að sjer að gefa sjerhverjum þeim samlagsmanni, sem eigi vill framvegis eiga fje sitt í sparisjóðsdeild bankans, kost á að fá það útborgað innan 3 mánáða frá því, að bankinn tekur við sparisjóði. Það fje, sem þá er óúttekið verður skoðað sem innstæða, lögð í spari- sjóðsdeild landsbankans. 3. Ef ágreiningur kynni að verða út af samningi þessum, eiga hvort held- ur sparisjóður eða landsbankinn rjett á að lieimta, að úr ágreiningi þess- um sje skorið með gjörð, og skal þá hvor þeirra, er hlut eiga að máli, kveðja til helming gjörðarmanna, en gjörðarmenn liafa rjett á að kveðja til oddamann, ef þeim þykir þurfa. Reykjavík 9. apríl 1887. Á Thorsteinsson, 0. Finsen, N. Zimsen, L. E. Sveinbjörnsson. Eiríkur Briem. * * * Sparisjóðsstörfum verður gengtá vanalegan liátt til 18. þ. m.; en frá 19. apríl 1887, verða allar fjárgreiðsl- ur sparisjóðnum viðkomandi í lands- bankanum. 149 Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorleifur Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: á Bakarstíg. Prentari: Sigm. Guðmundsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.