Þjóðólfur - 29.04.1887, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 29.04.1887, Blaðsíða 3
71 hefur rjettan framburð, þar sem hún er samin af frakkneskum manni, er hefur lagt einkarmikla stund á hljóð- fræði, bæði í sínu eigin máli og öðrum málum. Reykjavík. 29. apríl 1887. Eldsroði. í fyrri nótt undir kl. 3 varð vart við, að eldur væri í úthýsi Kristjáns bóksala Þorgrímssonar. Þctta var uin það leyti, sem sjómenn fara á fætur til róðra, enda urðu þeir fyrstir varir við eldinn. Var að vörmu spori slökkviliðið komið á staðinn; var þá reykjarmökkur mikill, en lítill eldur, er hinir fyrstu komu að; en allt í - einu sló út í ljósan loga um allau norður- enda hússins, er eldurinn hafði læst sig í steinolíu, er þar var geymd. Engu að síður var það auðsætt eptir V2 stund, að eldurinn yrði yíirbugaður, Og var alslökkt á hjer um bil klukku- stund. Eldurinn hafði að áliti þeirra, er skoðuðu, auðsjáanlega komið upp við hornið á afþiljaðri kompu, sem í voru geymdar materíur af úseldum bók- um (Helgapostillu, Jónasar liugvekjum o. fl.) og rjett hjá steinolíuílátinu. Erá húsinu var gengið læstu um kl. 9 kveld- inu áður. En er að því var komið um nóttina, var það ólæst en lykillaust, og eldurinn þá auðsjáanlega í byrjun. Eng- in eldstó er í húsinu, og mönnum enn eigi kunnugt um, hvernig þarna hafi eld- ur kviknað um miðja nótt. — Hinar óseldu bókaleiíar voru í eldsvoðaábyrgð fyrir 9000 kr.; en skaðinn áþeimmun haía orðið tiltöiulega mjög lítill — eitt- hvað lítið skemmzt af vatni,. eu sárlítið af eldi, af því að svo snemma var að komið. Hefði ekki orðið vart við eldinn svona fljótt, og ef vindur hefði staðið óhentuglega, hefði getað hlotizt mikill 8kaði af þessu; þá hefði t. d. þingllús- lnu með landsins dýrmætustu eign, söfnuuuillj orðið hætt. Það er mikið hirðuleysi að setja ekki járnhlera fyrir gluggana á því að vestanverðu, og því óaísakanlegra, sem þingið 1885 veitti íe einmitt til þess. Tíðarfar. Eyrstu viku sumarsins Var aftaka-norðangarður með meira og minna frosti (mest C að morgni 24. þ. m.). í fyrra kveld svíaði nokk- uð til, og í gær og í dag gott veður. Að norðan hefur frjetzt með manni, sem hafði komið norðan úr Miðíirði suður í Borgarfjörð, að þessi norðangarður hefði byrjað fyrir norðan um síðustu vetrar- helgina og að liafís hafi verið kominn inn á Mið- fjörð og Hrútafjörð. Má nærri geta, livernig þær sveitir norðanlands og vestan eru komnar, sem voru heylaus- ar fyrir (sbr. 16. tölublað Þjóðólfs þ. á.). Aflabrögð. í gær var hjer hlaðfiski inn á grunni; reru j)ví sumir tvisvar, en öfluðu miklu minna í seiuna skipti. Hlutir almennt hjer í gær um 40. í Hafnarfirði enn betra. A pólitiskum fundi á ísafirði 5. f. m., er þingmenn ísafjarðarsýslu höfðu boðað til, var eindreginn vilji manna, að halda áfram stjórnarskrármálinu á næsta þingi, og skoraði fundurinn fast- lega á þingmennina að gjöra það. Pólitískt ársrit ætla þeir sýslu- maður Skúli Thoroddsen og sjera Sig- urður. Stefánsson, alþingismaður, að fara að gefa út að vetri. Á það að verða allt að 8 arkir að stærð og kosta ekki yfir 1 kr. Mannalát. 18. þ. m. dóá 79. árimerk- iskonan Guðrún Guðbrandsdóttir, ekkja dýralæknis Teits Finnbogasonar (dáins 1883). móðir konsúls Guðbrandar Finn- bogasonar og frú Arndisar Fischer (stór- kaupmanns) í Khöfn. í morgun andaðist eptir árlanga legu Guðmund- ur Magnússon fyrrum bóndi á Sólmundarhöfða á Akranesi, vandaður og vel virtur. Fyrirspurn um seðla bankans. Hvernigeiga vesturfarar að fara með seðla landsbankans ? Ef t. d, vesturfari stigi á skip á einhverri höfn norðanlands og skipið kæmi ekki við á annari höfn hjer á landi, heldur færi beina leið til Englands eða Skotlands, og nú skyldi pessi vesturfari fá um leið og liann stígur á skip svo sem 4000 kr. í tómum seðlum fyrir eitthvað, sem 'hann hefur selt, hvernig á hann pá að fara að? Á hann að sigla með alla hrúguna ? Eru seðlarnir þessum manni jafn- gildir slegnnm peningum? Með öðrum orðurn, fær hann þeim skipt mðti peningum á Eng- landi eða öðrum stöðum erlendis ? Ef vestur- farar geta það ekki, er auðsætt, að þeir semja um hærra krónutal fyrir hvern hlut, sem borg- aður er í seðlum en ella, og eru peir pá fallnir úr ákvæðisverði. ♦ * * Svar. Það er nú i orði, að peir, sem fara með Allanlínunni í snmar, verði teknir á höfn- unum kring um landið, fluttir til Reykjavíkur og fari svo þaðan til Ameriku, svo að þeim verða engin vandræði úr seðlunum, enda tekur sú lina, þótt, til Englands sje komið, seðlana með ákvæðisverði og skiptir þeim gegn pen- ingum ; lætur hún Slimon liafa seðlana, en hann ílytur þá liingað út.— Uniboðsmaður An- chorlinunnar mun og sjá um, að sú lína taki seðlana með ákvæðisverði, meðan Slimon fær eigi meira af seðlum, en hann hefur brúk fyr- ir bjer á lamli. En fái hann meira, svo að hann geti eigi skipt seðlum Ancliorlínunnar, þá skiptir hún þeim samt sem áður, og teknr í mesta lagi eigi meira fyrir skiptin, en nemur þeim kostnaði, að senda seðlana hingað til Rvíkur og fá hjer póstávísun til Englands, svo að vesturförum þarf aldrei að verða vandræði úr seðlunum. Fyrir nokkru síðau ætlaði fertugur maður á ey einni i Limafirðinum í Danmörku að kvong- ast, en það kom þá upp úr kafinu, að hann var ekki fermdur, svo að hann gat ekki kom- izt i hjónaband þess vegna. Yarð hann því að láta ferma sig, þótt gamall væri. Degar lianu var á unga aldri höfðu foreldrar hans yfirgef- ið hann, og sóknarnefndin hafði vistað hann burt; síðan hafði hann flækzt frá einum tii annars, en enginn hafði spurt um ferminguna. Hátt burðargjald. í Khöfn var í vetur sem leið afhentur á pósthúsið böggull, sem átti að fara til útlanda og var 1,000,000 kr. virði; undir hann þurfti að borga nál. 7 arkir 1 kr. frímerkja eða yfir 650 frím., sem kom- ust náttúrlega ekki á brjefið, en voru límd á umbúðapappir sem fylgiskjal með brjefinu. Fljótasta ferð yfir Atlautsbalið, er, svo að menn viti, för gufuskipsins „Etruria11, sem fór i siðastl. febr. 2108 mílur, frá Fastnet tilSandy Hook á 6 dögum 43/4 kl.stund. Gamall hénnaður, sem hafði misst báða fæturna i orustu, hafði mikinn höfuðverk og spurði lækni, hvað hann rjeði sjer að gera við höfuðverknum. „bjer megið til þegar í stað að fá yður heitt fótabað", svaraði læknir- inn. Kaupendum I’jóðól fs í Árness- og Rangár- vallasýslum hefur vist verið farið að leiðast eptir 8. númerinu, þar sem flestir þeirra fengu það ekki fyr en með 13. númeriuu, en svo stend- ur á því, að maður einn austan úr Biskups- tungum, sem vjer nafngreinum ef á liggur, tók við 8. nr. Þjóðólfs í sýslur þessar og lofaði að koma honum austur móti fullkominni borgun, en hefur svikizt um þetta, og ofan i kaupið týnt blöðunum, því að þau fundust löngu seinna illa útleikin bjer í grendinni.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.