Þjóðólfur - 03.06.1887, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 03.06.1887, Blaðsíða 3
91 landið geíur af sjer; að vinna það allt í landinu sjálfu, sem mögulegt er (svo sem ull og ýms áhöld) og það sem mestu mundi nema, að bændur gengju í slík verzlunarsamtök, sem jeg liefi nefnt. Til þess ættu menn ekki að telja á sig, þótt það kostaði þá ærna fyrirhöfn, því að hún margborgast. Ólafsdal 1. marz 1887. Eirílmr Sumarliðason. Reykjavík. 3. júní 1887. Úr brjefi úr Austur-Skaptafells- sýslu 12. maí. . . . „Hjer hefur eng- inn bjargarskortur verið í vetur, því að afli hefur verið hjer um allan Horna- flörð, og á einmánuði rak hjer hval í fjörðinn, sem 3 næstu sveitirnar náðu í, og 9. þ. m. rak hval í Suðursveit, enn við hvalskurðinn drukknuðu fjórir menn af báti, einn bóndi og 3 vinnu- menn. Slysið atvikaðist þannig: Hval- inn rak inn um Hálsa-ós svo nefndan, og er hann hafði verið festur, fóru 6 monn á bát út að honum. Þegar þeir komu að hvalnum, rjettu þeir manni, er upp á hvalnum stóð, ár til að halda bátnum við meðan þeir kæmist upp á hvalinn; en sá sem að rjetti missti árina og bátinn rak út undan straumi og vindi, því að þeir höfðu ekki nema eina ár eptir á bátnum. Pegar bátur- inn var kominn út í ós, fleygði éinn maðurinn sjer út, en við það hvolfdi bátnum. 2 mennirnir gátu þó hangið í bátnum þangað til hann barst á grynn- ingar, svo að þeir gátu vaðið í land; hinir drukknuðu11. . . . Læknarnir Þorv. Kjerulf og Þorst. Jónsson geta þó komizt áþingísumar, af því að landlæknir helir gefið 2 lækna- skólastúdentum (Birni Ólafssyni og Kristjáni Jónssyni), er læknunum var bent á að fá í sinn stað, vottorð um það, að þeir sjeu færir um að gegua embættunum á meðan, og hefur amtm. í suður-umdæminu ekki liaft á móti því, að því er þann snertir, er fara á til Vestmannaeyja (Kr. J.), og skyldi því enginn ætla að amtm. norður- og austur-umdæmisins fari heldur að liafa móti því, að því er þann snertir (B. ÓL), er fara á austur í Norður-Múla- sýslu í stað Þorv. Kjerulfs. Herra ritstjóri! í 5. tölublaði yfirstandandi árgangs „Þjóðólfs" bls. 17 stendur undir fyr- irskriptinni: „Úr Þingeyjarsýslu 5. jan.“ grein- arkorn, sem ber mjer söguna og verzlun þeirri, sem jeg veiti forstöðu, á þann hátt, aðtilgang- ur þess sem ritaði. er augljóslega sá, að kasta skugga á mig og hana. Greinarhöfundurinn segir, að verzlun sú, er jeg veiti forstöðu, hafi á meðan betur ljet í ári, verið óspör á lánum til bænda, bæði til ábýliskaupa og til bygg- inga, sem og til fleira. Þetta er sannleikur. En hann bætir við, að biðlund verzlunarinnar hafi verið óþreytandi meðan svona stóð á. — Það er satt, að hún var að því leyti óþreyt- andi, að verzlunin gekk þá ekki með lögsókn- um eptir skuldum sínuin lijá mönnum, þótt vanskil yrðu á þeim, bæði af - því, að hún sá skuldunum óhætt, og eins af hinu, að þeir sem lánin höfðu þegið, skiptu þá við hana eina að mestu leyti og því lá nokkurs konar siðferðis- leg skuldbinding á verzluninni, að fara ekki hart í skuldakröfurnar. En greinarhöfundur- inn segir þarna ekki nema hálfan sannleikann, þvi árlega og uudir öllum kringumstæðnm hefi jeg gjört mjer far um, að komast sem næst því, að heimta aptur saman á sama ' ári þær skuldir, sem á því höfðu til orðið, án þess að þrengja um of að mönnum, eða hafa viðþving- unarmeðöl. Að þetta sje satt, vitna jeg undir alla þá, sem við verzlunina hafa skipt hin síð- ustu 16 ár og satt vilja segja, og jeg er líka þess fullviss, að menn játi það almennt. Jeg skil nú ekki, að það sje vítavert, sízt þar sem það lag er orðið gamalt og inngróið, að landsmenn hoguðu skiptum sínum þannig — ekki fremur þeir sem skiptu við Húsavikur- verzlun, en þeir, sem skiptu við hverja aðra verzlun, hvar sem litið var til á landinu, — þótt verzlunin fullnægði þessari nauðsyn manna, þegar þeir óska þess, geta ekki komist af án þess, eða þó þeir kæmust af án þess í raun og veru, þá álíta sjer lánið nauðsyulegt. Jeg vil lofa hverjum öhlutdrægum manni að leggja döm á það. — Hvernig lánstraustið er notað, er á þess ábyrgð, sem það liefur þegið, enekki á lánveitandans, og litilmannlegt er það, að gef'a houum sök á því, hvernig það er misbrúk- að og það þeim mun fremur, sem honum, rjett skilið, á að vera og er það jafnáríðandi eins og láutakandímum. að lánið komi að tilætluð- um notum. En svo leggur brjefritarinn á sleggjudóm sinn 'og segir að „margan hafi grunað“, að til- gangurinn 'liafi verið, að halda mönuum i skuldabandinu og telúr það nú einuig sannað, að svo hafi verið. Þessi tilgáta er í fullri sam- kvæmni við blæinn á öllu öðru sem hann seg- ir; ekki vantar það! Hann segir enn fremur, að skuldirnar hafi verið sóttar af mönnum þar sem „dauðinn hafi vakað við dyrnar“. Ekki er nú mikið borið í! Eigi hann hjer við, að þessi dauði hafi verið hungursdauði, er slikt hægt að segja, en ómögulegt að sanna, enda alveg ósatt, og þó mjer detti ekki í hug að neita því, að með þrengsta móti sje nú i bú- um manna, þá er svo fyrir þakkandi, að hung- ur hefur hvergi, mjer vitanlega, átt sjer stað hjerna, enda engar þvílíkar afleiðingar komið fram, sem sanni þá sögu hans. Hitt er satt, að jeg kærði tvo menn fyrir sættanefnd út af skuldum, sem þá voru veikir, en þeir bjuggu í fjarlægum hjeruðum, svo að jeg vissi ekki ai veikindum þeirra fyrri en eptir á. Yfir þess- um mögulegleika þegir greinarhöfundurinn og eins yfir hinu, að öðrum þessara manna var ekki birt. Hi.num var að vísu birt kæran, en öllum tökum sleppt, þegar jeg vissi, hvernig á stóð. Og þó nú þrælmennska min hefði verið engu minni í verunni, en greinarhöfunduriun vill gjöra hana, þá sjer þó hver heilvita mað- ur, hvað jeg gat unnið við það, að kalla mann fyrir sættanefnd, sem hafði ótviluglega lögmæt forföll frá að mæta! Það sjest nú ekki annað á greininni en, að altnennt hafi verið gengið eptir skuldum af hálfu verzlunarinnar með þessu móti, en þeir alls 32 meun, sem jeg þannig lögsótti af lijer um bil 800 viðskiptamanna, er verzlunin hafði, höfðu ýmist dregið hana á borgun á skuldum sinum svo árum skipti, þvert ofan í itrekuð loforð sin, eða á annan hátt prettað hana í viðskiptunum. Yfir þvi þegir greinar- höf. alveg. Enn segir hann, að þeir sem hafi getað inn- leyst skuldabrjef sín til verzlunarinnar og vilj- að fá sjer þau afhent, hafi lilotið hótanir og skammir hjá mjer um leið og þeim hafi verið athent þau. Þetta eru gjörsamlega rakalaus ósannindi. Að jeg hafi gott traust til dómstólanna i þessum skuldamálum, er aldrei nema satt, enda er það ekki nema skylt að treysta því, að þeir beri ekki rjettan málstað ofurliða. — En grein- ariiöfundurinn lýsir því skorinort yfir, að hann hafi ekkert traust á dómstólunum1, heldur allt á siðferðislegum dómstóli alþýðu. Hamingjan 1) Það gerir greinarhöf. ekki, eins og hver getur sjeð, sem les greiniua. Þar stendur hvorki til nje frá um traust á dómstólunum, held- ur blátt áfram: .... „hinir, sem gagnvart (o: Húsavíkur verzluninni) standa hafa aðal- traust sitt á hinum siðferðlslega dómstóli þjóð- arinnar", og þarf það eigi að benda á van- traust til rjettdæmis dómaranna, því að þeir dæma, samkvæmt skyldu sinni, að eins eptir lögunum, en opt getur, bæði eptir persónulegri sannfæringu dómarans og almenningsálitinu, verið óhentugt og jatnvel ósanngjamt, að hlut- aðeigandi málsaðili beiti lögunum, þótt full- kominn lagarjettur sje tii þess, og þá getur al- menningsálitið verið hið sterkasta afl gegn þess konar. Ritstj.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.