Þjóðólfur - 03.06.1887, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 03.06.1887, Blaðsíða 1
Kemur tlt & föstudags- morgna. Yerð á,rg. (60 arka) 4 kr.(erlendis5 kr.). Borgist fyrir 15. júli. ÞJOÐOLFUR. (Jppsögn (skriileg) bund- in viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyr- ir 1 oktöber. XXXIX. árg. Reykjavík, föstudaginn 3. júní 1887. Xr. 23. E»eir, sem þurfa að finna mig við- víkjandi Þjóðólfi, snúi sjer í fjarveru minni til Sigurðar bóksala Kristjánsson- ar. Reykjavík, 30. maí 1887. Þorleif'ur Jónsson. Atvinnubrestur og tóvinnuvjelar. Eitt af því, sem með öðru fleiru er kvartað um og verður einna tilfinnan- legast í harðæri, er atvinnuleysi manna víðs vegar um landið, en einkum við sjávarsíðnna, þegar eigi gefur til sjó- sóknar. Ef hver vinnándi maður hefði jafnan nóg að starfa, og fengi vinnu sína borgaða, þá væri margt öðruvísi en nú er, margur sjálfbjarga, sem nú er upp á aðra kominn og margt nauð- synjaverkið unnið, sem nú liggur ó- gert. Þetta er flestum ljóst, en aptur á móti flest.ir i eta um, livað eigi að gera til að auka atvinnu i landinu. Eitt af því, sem gæti stutt mikið að því, eru tóvinnuvjelar eins og þær, sem Magnús Þórarinsson á Halldórsstöðum í Þingeyjarsýslu hefur komið á fót hjá sjer, og því fremur, ef þær gætu orð- ið fullkomnari. Þær vjelar sem líkindi eru til að gætu fengið útbreiðslu og gert mest gagn lijer á landi í bráð, eru 1. kembi- vjelar. Heil keinbivjel er í raun og veru 4 vjelar, er taka við liver af ann- ari þaunig, að fyrst rífur ein þeirra ulliua í sundur og blandar henni sam- an, því næst tekur við hin önnur og þriðja, er kemba ullina, og loks hin fjórða, er kembir hana síðast, og býr til úr Jienni mjóa lopa undir spuna- vjelina. Hinar 3 síðartöldu vjelar eru nefndar ein samstæða (,,sett“) af kembi- vjeluni, vegna þess að þær verða að fylgjast að auk hinnar fyrstu. Þær kosta frá 4000 kr. til 8000 kr. eptir stærð og geta kembt 50—100 pd. ull- ar á dag, gangi þær fyrir nægilegu afli t. d. vatnsafli og sje ullin hæfilega und- irbúin og fituð. 2. spunavjelar. Þær eru tvenns konar: kraptspunavjelar (er ganga fyrir vatns- eða gutuafli) og handspunavjelar. Kraptspunavjelar, er spinna frá 50—80 pd. bands á dag, kosta frá 1200—1800 kr., handspuna- vjelarnar eptir stærð 150—300 kr., og getur einn maður með handafli spunnið á þær 10—15 pd. bands eða þráðar á dag. Á engar spunavjelar verður ullin spunnin, nema hún sje áður kembd í kembivjel. 3. Handvefstólar, sem eru margs kyns, en hjer skal að eins get- ið hins nýjasta, Albínsvefstóls; með hon- um getur einn maður ofið á dag 20—30 áln. af lV2 al. breiðum dúk. Kostar hann alreiddur 400—500 kr. 4. Trinn- unarvjelar, er ganga fyrir vatns- eða gufuafli og kosta 300—500 kr.1 í fyrstu (árið 1883) gat Magnús Þór- arinsson ekki fengið sjer nema eina af áðurnefndum kembivjelum, þá sem býr til lopana; varð liann því að undirbúa og jafna ullina fyrir þessa einu vjel. 1883 gat Magnús heldur eigi fengið sjer nema handspunavjel, sem hann notaði einnig til tvinnunar. Samt sem áður hefur árangurinn orðið góður. í skýrslu til sýslunefndarinnar í Suður- Þingeyjarsýslu 16. jan. þ. á. segir Magnús meðal annars: „Kembivjelin hefur unnið í 1 '/2 ár 4500 pd. ullar, spunavjelin jafnlengi 1800 — — og tvinnað .... 1000 af bandi. Fyrir 900 pd. af hvitu þríþættu ullar- bandi unnu á vjelarnar, er sent hefur verið t.il útlanda og selt lijer við land, hefur fengizt það verð, sem hjer segir: a. Sent til Englands næstl. vor þel- band .... 100 pd. selt kr. 1,80 b. sömul. npestliðið haust úr óaðskildri ull.............. 200 — — — 1,53 ____________ | 1) Eptir skýrslu frá M. Þ. á Halldórsstöð- um. c. Selt lausakaupmanni á Húsavík . . 300 pd. seltkr. 1,80 d. Sent gegn um Húsavíkurverzlun- ina.............. 300 — áætlaðl,50 Verður þá meðalverð alls bandsins kr. 1,64. Þegar frá þessari upphæð dregst verð ullarinnar 55 a., vinnukostnaður á pd. 80 a., kostnaður við fyrri band- sendinguna til Englands 33 a., rýrnun á ullinni og þvottur á bandinu 10 a., hefur hagurinn að vinna ullarpundið orðið 15 aurar. í sambandi við þetta vil jeg geta þess, að jeg hef miðað vinnukostnað þann, sem lijer er um að ræða við vjelarnar í því ásigkomulagi sem þær hafa verið, en þegar litið er til þess, að vjelarnar hafa eigi getað notið sín, bæði vegna þess, aðþærvjel- ar hefur vantað, sem vinna ullina und- ir kembivjelina og spunavjelin hefur orðið að brúkast til tvinnunar, sakir þess að þá vjel hefur vantað, sem til þess er brúkuð, — þá hefur vinnan orðið nær því helmingi minni. en hún annars hefði getað verið, ef þær hefðu verið samstæður, og þess vegna er það, að vinhukostnaðurinn hefur orðið að vera þetta“. Menn sjá af þessu, að hagurinn af vjelum Magnúsar Þórarinssonar hefur verið allmikill, þótt vjelarnar væru ekki fullkomnari en þetta. En nú hefur Magnús útvegað sjer allar kembivjel- arnar, sem saman eiga, og tvinnunar- vjel. Kostnaðurinn við að koma þess- ari stofnun á fót hefur eptir skýrslum Magnúsar verið þessi: „2 kembivjelar með tillieyrandi greiðslnvjel, inn- kanpsverð......................kr. 3413 Spnnavjel 60 práða, innkaupsverð . — 307 Tvinnunarvjel 12 jiráða, innkaupsverð — 280 Ymislegt vjelunum meðfylgj. svo sem hreinsunarkambar. brýni m. Ú. . . — 60 Gangás, legur, snúrur og snúruhjól . — 263 Flutningur og ábyrgðargjald á vjelnn- um til landsins .................— 230 Umbúðir kr. 130,00 reiknast til útgj. — 65 FÍyt 7 kr. 4618

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.