Þjóðólfur - 10.06.1887, Page 1
Kemur út á föstudags-
morgna. Verö árg. (60
arka) 4 kr.(erlendis5 kr.).
Borgist fyrir 15. júlí.
ÞJÓÐÓLFUR.
Uppsögn (skrifleg) bund-
in við áramót. ógild nema
komi til útgefanda fyr-
ir 1. október.
XXXIX. árg. Reykjavík, föstudaginii 10. júní 1887. Xr. 24.
Atvinnubrestur og tóvinnuvjelar.
—:0:—
(Niðurl.). Reynsla Magnúsar á Hall-
dórsstöðum á tóvinnuvjelunum og áætl-
anir hans, sem hann hefur' miðað við
reynslu sína, gefa mönnum hugmynd
um, að ómetanlegur hagur væri að
geta unnið sem mest af ull landsins á
þennan hátt. Það er tvennt sem vinnst
við það ; í fyrsta lagi aukning atvinnu
og í öðru lagi meiri arður af ullinni
en nú gerist. Skilyrði fyrir þessu,
einkum hinu síðara, er þó. að markað-
ur fáist og viðhaldist fyrir bandið.
Hvort svo yrði, eða hversu góður mark-
aður fæst fyrir bandið erlendis, er eigi
auðið að segja, en þó bendir margt á,
að eigi þurfi að bera kvíðboga fyrir
því1, enda fjekk Magnús viðunanlega
góðan markað fyrir það síðastliðið ár.
Innanlands mætti og bæði útvega og
auka markaðinn, eins og síðar verður
bent á. Enn þótt markaðurinn yrði
eigi betri enn svo, að einungis allur
tilkostnaður fengist borgaður, væri á-
vinningurinn samt ómetanlegur af því
að hafa atvinnuna við tóvinnuna. Til
þess að hafa vísan markað þyrfti einn-
ig að vera ein dúkverksmiðja í landinu,
sem tæki við af liinum smærri tóvinnu-
vjelum og gætu unnið það, sem
landið þyrfti með af vefnaðarvöru, svo
að það væri sjálfstætt í þeirri grein og
jafnvel gæti flutt út, dúkvörur. ,En
til þess er engar líkur í bráð. Það,
sem menn ættu að geta gert, er að
koma upp að minsta kosti í Iiverri
sýslu eða víðar einni tóvinnustofnun
líkri þeirri á Halldórsstöðum. Ættu
sýslunefndir og bæjarstjórnir að hlut,-
ast til um, að einhver einstakur mað-
ur tæki að sjer að koma henni á fót,
og jafnframt útvega honum fje að láni
til þess og standa í ábyrgð fyrir því.
1) Sbr. ritgjörð Kristjáns Jónassonar í And-
vara 1886, bls. 110.
Landsjóður ætti að veita lánið. Á sama
hátt ætti að styðja einstaka menn til
að fá sjer handspunavjelar, er nágrann-
ar gætu notað í fjelagi, svo og hent-
ugustu vefstóla., sem hvorttveggja ætti
að vera sem víðast. Ekkert af þessu
ætti mönnum að vera ofvaxið. Með
þessu ættu menn að geta tætt utan á
sig, svo að þeir jiyrftu eigi að vera að
kaupa slíkt frá útlöndum. Á þennan
hátt mætti útvega og auka markað inn-
anlands fyrir tóvinnuvörurnar. Það er
hörmulegt til þess að vita, að íslend-
ingar skuli selja ullina með mjög lágu
verði út úr landinu, en kaupa útlend
fataefni, og sitja svo vinnulausir eða
vinnulitlir heima og eiga sí og æ í
basli og bágindum. Það sýnist ekki
vera mikill búhnykkur. Þetta mál er
næsta þýðingarmikið og gefur ekki síð-
ur sjávarmanninum- en sveitamanninum
alvarlegt efni til umhugsunar, því að
sjávarmaðurinn ætti að geta fengið ull-
ina hjá sveitamanninum fyrir sjómeti
og þannig komizt á tóvinna í stærri
stýl við sjóinn, sem menn gætu gripið
í, þegar eigi gefur að stunda sjóinn.
Að vísu ættu kembivjelarnar, hvar
sem þær væru, að liafa nóg að gera
allt árið um kring, en handspunavjel-
arnar og vefstólarnir, sem ættu að vera
sem víðast og fá ullina undirbúna frá
kembivjelunum, þyrfti ekki stöðugt að
vera i gangi, heldur t. a. m. við sjóinn
að eins þá tíma, sem menn gætu eigi
varið til sjósókna og annara starfa
við sjávarútveginn, og í sveitunum á
sinn máta, þá tíma, sem eigi þyrfti
til landvinnunnar og peningshirðingar.
Á Nauteyri á Langadalsströnd fyrir
vestan liéfur verið komið á fót tóvinnu-
stofnun, sem hefur eigi borið tilætlað-
an ávöxt, en oss furðar á, að svo lief-
ur farið, þar sem Magnúsi á Halldórs-
stöðum hefur tekizt svona vel með sína
stofnun, þrátt fyrir megna mótspyrnu
og tregðu landstjórnarinnar til að
styrkja þetta íyrirtæki, því aðþað, sem
heppnast vel á Halldórsstöðum, ætti og
með sömu forsjálni að takast annars
staðar.
Útlendar frjettir.
Khöfn 27. mal 1887
Vcrkfallið í Bélgíu. í fyrra í marz-
mánuði var verkfall og uppreisn í Belg-
íu og var sefað með blóðsúthellingum.
Nú (í maí) bryddir á því sama aptur.
Eitthvað hlýtur að vera að, þegar þetta
verður ár eptir ár og það er heldur
ekki ofsögum sagt af eymdinni þar í
landi. Margir tugir þúsunda af fólki
lifir þar í kolanámum og verksmiðjum
ævi, sem er verri en hundalíf. Fyrir
að vinna eins og hestar liðlangan dag-
inn og sjá ekki sól fær karlmaður þar
93 aura á dag. Þegar nú fjölskylda
á að lifa af þessu líka, þá má nærri
geta, að hart er við að búa. Æsinga-
menn telja um fyrir þeim og þeir lesa
ekki annað en bækling eptir Défuisseaux,
sem heitir „Katekismus þjóðarinnar“ og
brýnir fyrir þeim rjettindi þeirra og
úthúðar böðlum þeirra. Þegar ofan á
þetta bétist að stjórnin leggur tolla á
og hækkar tolla á innflutning kjöts og
korns, svo það hækkar í verði, þá er
ekki að undra, þótt þessir menn rísi
gegn þessu. Þeir mættu vera englar,
ef þeir ekki gerðu það. Þeir fara í
stórhópum um landið og segja: við vilj-
um heldur láta skjóta okkur, en svelta.
Þeir neyða þá, sem halda áframvinnu,
til að hætta, og kríta með stóru letri
áhúsin: „lifi verkfallið“. Hersveitir
með hlaðnar byssur eru á vakki og
Belgakongur þarf víst, að halda á öllu
herliði sínu, ef vel á að vera. Það
verður óskemtileg hvítasunna þar suð-
ur frá, því enginn er óhultur um líf
og limi. Yms tilræði hafa verið gerð