Þjóðólfur - 10.06.1887, Page 2
94
að sprengja hús og brýr í lopt upp með
dýnamit og sum af þeim heppnast. Það
er í orði, að stjórnin muni senda eitt-
hvað aí þeim til Ameríku. Evrópu-
flutningar til Bandarikjanna hafa verið
svo miklir á þessu ári, að menn búast
þar við 1 milljón manns í ár, ef þeir
halda áfram að sama skapi. Til dæm-
is skal jeg nefna, að á mánuðunum jan.
til apríl hafa 86,000 flutzt írá írlandi
til Ameríku (59,000 í fyrra á sama
tímabili) og flutningarnir fara vaxandi
með vorinu. Bandafylkin gleypa enn
við, en Kanada ekki lengur. Einn af
fulltrúum hennar sagði á nýlendufundi
í Lvndúnum um daginn, að hún gæti
ekki tekið við fleirum enn 2000 á ári.
— Bismark er að bauka við að koma
á brennivíns-einokun (einokun á brenni-
víngerð og sölu) á Þýzkalandi og vinn-
ur tvennt með því: minnkar drykkju-
skap og eykur tekjur ríkisins um rúm-
ar 100 miljónir króna. f Sviss var
brennivínseinokun sámþykkt 15. maí
með atkvæðagreiðslu um allt land.
Tveir þriðjungar þjóðarinnar greiddu
atkvæði með því, enda voru sums stað-
ar heilar sveitir flosnaðar upp af drykkju-
skap.
— Svíakonungur hefur farið fram á
við þingið, að 990,000 krónur væri
veittar til að reisa honum hesthús. Há-
skólinn nýi í Uppsölum, sem var vígð-
ur 17. maí, kostaði 1.800,000 krónur,
svo ekki gerir konungur hestum sín-
um lágt undir höfði. En þegnar hans
fara i stórhöpum til Ameríku vegna
bjargarskorts.
— Viktoría drottning vígði 14. maí
stórhýsi mikið, Peoples Place (þjóðhöll-
in), í austauverðum Lundúnum. Bygg-
ingarsjóðurinn er 18 miljónir króna og
mikil samskot bætast þar við. Þessi
stórhýsi eru ætluð til þess að fræða,
skemmta og gagna verkmönnum og
íátæku fólki austan til í Lundúnum,
þar sem íuegnið af þeim 5 miljónum
borgarbúa býr. ikir eru fyrirlestrar,
bókasöfn, náttúrusöfn, náttúrukennsla,
böð, skemmtigarðar, söngvar og hljóð-
færasláttur. Það er hið stórkostleg-
asta mannúðarfyrirtæki í sinni röð.
Það er ekki enn þá búið að reisa öll
húsin, sem eiga að vera í þessu vold-
uga mannvirki. Hugmyndin og fyrir-
komulagið er að mestu tekið eptir
skáldsögu Walter Besants: AIl Sorts
and Conditions of Men, og kom hon-
um víst aldrei í hug, að hann mundi
fá að sjá skáldsjón sína niðrá jörðunni.
Það er önnur hlið af heiminum sem
ber meir á og sem snýr að stjórnar-
vastri, stríðsbúnaði og pólitik og frá
henni verður líka að segja. Frakkar
eru Boulanger-lausir og ráðgjafalausir
sem stendur. Ráðaneyti Goblets var
steypt 17. maí. Sparnaðar eða fjárlaga-
nefndin heimtaði sparnað og vildi ekki
leggja á nýja skatta.' Þingið var henni
samdóma. Tekjur Frakka eruum 3000
miljónir og samt voru útgjöldin 163
miljónum hærri. Allir dýrgripir og öll
djásn eptir Frakkakonunga hafa verið
seld' við uppboð hæstbjóðendum og seld-
úst á meir en 6 miljónir króna, en það
er ekki nema krækiber í víti. Síðan
17. mai hefur Grévy rikisstjóri verið
að bisast við að fá menn í ráða-
neytið, en enginn vill taka að sjer að
mynda það. Fyrverandi sendiherra
Frakka í Pjetursborg hefur birt nokk-
ur brjef og skjöl í frönsku blaði sem
sýna, að Bismarck ætlaði móti Frökk-
um vorið 1875, því hann var hræddur
um að sjer yrði það um megn seinna,
en Rússar bönnuðu lionum það. Það
er nokkuð líkt ástatt núna, nema hvað
Frakkar eru margfalt öflugri en þá.
-Þjóðverjar segja: eí Boulanger kemst í
ráðaneytið nýja, þá verður bráðum stríð
að líkindum; ef hann kemst ekki í það,
þá er friðurinn viss.
' — Á Englandi situr írska málið
fyrir öllu. írar og Gladstones sinnar
tefja fyrir nýju lögunum, sem eiga að
kúga írland, með breytingarfrumvörp-
um og löngum ræðum. Seinasti fund-
urinn fyrir hvítasunnufríið endaði kl.
5 um morguninn. Einn af helztu blaða-
mönnum íra, O’Brien (Brjánn), ferðast
um Kanada og heldur ræður, en er
rnjög illa tekið þar víða. Apturá móti
hafa margir fundir verið haldnir í
Bandafylkjunum til að mótmæla kúg-
unarlögunum. Mikill viðbúnaður til að
halda 50 ára stjórnarafmæli Viktoríu.
Georg 3. Englakonungur hjelt og 50
ára stjórnarafmæli 1809 og var þá hálf-
brjálaður orðinn.
— Danir hafa nú safnað 1,133,000
krónum með samskotum til víggirðing-
inganna kringum Höfn. Á samskota-
listanum eru margir Grænlendingar og
hafa flestir þeirra gefið þetta 10—15
aura, en enginn íslendingur sjest á hon-
um, sem ekki er að furða sig á.
Nýlátinn hjer Suenson, sem var flota-
foringi Dana í bardaganum við Helgo-
land 9. maí 1864 og vann þar sigur
á Austurríkismönnum og Prússum.
Hann var jarðaður daginn eptir að jarð-
arför Jakobsens fór fram, með mikilli
viðhöfn; 12 silfurkransar voru lagðir á
kistu hans (4 á Madvígs) og konungur
fylgdi þeim báðum til grafar. Madvíg
hefur látið eptir sig rit um það, sem
drifið hefur á dagana fyrir honum, og
er sú bók 371 síða. Hann fellir ýmsa
harða dóma, en byggir þá ætíð á rök-
um. Friðrik 7. fær hnútur hjá hon-
um og hann hefur haft mestu óbeit á
gamla Plógi. Bókin lýsir líka mann-
inum vel í hans daglega lífi og sýnir,
að hann var einstakur ráðvendnis og
ágætismaður, oghvergi nærri eins þurr
og við mætti búast.
Hjer er kominn til borgarinnar fyrir
rúmum hálfum mánuði her, sem kall-
ast „sáluhjálpar-her“ (Salvation-Army).
Það er trúarfjelag, sem liefur alla skip-
un upp á hermanna vísu og einkennis-
búning. Það herjar móti djöflinum og
öllum hans árum og kristnar ómennt-
að fólk, sem aldrei kemur í kirkju.
Þess vegna er það mark þess fyrst að
liæna menn á fundi með skripalátum
og siðan að láta dynja yfir j»á synda-
og iðrunar-játningar manna sem hafa
snúizt. Aðalforinginn heitir Booth og
stofnaði fjelagið í London 1879 og þar
eru um 40,000 gengnir í það. Hjer í
Kliötn er húsfyllir hjá þeim á hverju
kveldi.
Nýbrunnið mikið leikhús í París, Op-
era comitjue; menn vita enn ekki, hvað
margir hafa inni brunnið. 60 lík fund-
in. flest skrautbúið kvennfólk, en verið
að leita enn í rústunum og haldið að