Þjóðólfur - 10.06.1887, Side 4
96
um árið 1860 40 krónur sem verðlaun
fyrir frábæran dugnað í landbúnaði.
Þessar 40 krónur gaf hann fátœkum
dugnaðarmönnum. Næsta ár. 1861,
fékk hann í heiðrs skyni silírbikar frá
hinu sama félagi. Að Útskálum gerði
hann slórkostlegar jarðabœtr og bygði
kirkjuna frá stofni með mestu snild og
prýði. Barnaskóla bygði hann af sam-
skotum, gaf til hans stórfé og
stjórnaði honum í 15 ár. Árið 1839
varð hannn 1. sáttanefndarmaðr í Gull-
bringusýslu umdœmi, og vóru þau mál.
er hann hafði meðferðis sem sáttamaðr,
um 350. Þegar hann hafði verið prestr
í 50 ár, gáfu söf'nuðir hans honum
gullúr og gullhring. góða gripi. og
sendu honum þetta bréf með þeim:
‘Söfnuðr yðar minnist þess, herra prestr, að nú
er hálí öld liðin, síðan þér frömdnð fyrst guðs-
þjónustu hér í þessu prestakalli. Þér haíið
þannig, sem fágætt mun vera, eigi að eins ver-
ið prestr í 50 ár, heldr þjónað einu og sama
kalli alla þessa tíð. Söfnuðir yðar minnast
þessa með hrœrðum hjörtum, og þykir oss
skyldugt að sýna þess vott, að vér séum þess
minnugir, hve. rniklu góðu þér hafið meðal vor
til leiðar komið þennan tíma bæði sem sálu-
sorgari og meðlimr sveitarfélagsins, með alúð,
árvekni og samvizkusemi, með lagi, vitrleik og
dugnaði. Vér vilium einnig sýna þess vott,
hversu þér hafið að verðugleikum áunnið yðr
virðing, ást og þakklæti aílra meðlima safnað-
ar yðar og sveitarfélags, með því að Iáta hér
með fylgja tvo gripi, er vér hiðjum yðr að
þiggja sem sýnilega minningu um tilfinningu
sóknarharna yðar gagnvart yðr. Um leið og
vér þökkum yðr, herra prestr, fyrir, hvað þér
hafið verið sóknarhörnum yðar, sveitarfélagi og
náungum, biðjum vér algóðan guð aðblessayðr
gleðja alla þá daga, sem þér eigið enn ólif-
aða, að blessa elii yðar og gera yðr hana sem
gleðirikasta og ánœgjusamasta’. Síðan sendll
söfnuðirnir síra Sigurði aðra þrjá gripi,
og er þeirra því eigi getið i þessu
þakkar-ávarpi. Eins og bent er á í
þakkar-ávarpinu, var síra Sigurðr sann-
arlegr bjargvættr sveitarfélagsins og gaf
stórfé til opinberra stofnana. Hann
var góðr kennimaðr, gerði góðar ræður
og bar þær skörulega fram. Búskapr
hans fór fram með hinni mestu snild; alt
á heimili hans bar vott um hagsjhii, liag-
nýtui, starfsemi og reglusemi. Hann
var einn af þeim fáu mönnum, er sam-
eina bókleg störf við frábæran. verk-
legan dugnað. Hann var aldrei iðju-
laus; hann las eða skrifaði, þegar hann
var eigi við búskapinn. Með óþreyt-
andi iðni hafði hann aflað sér nákvæm-
rar kunnáttu í sögu íslands; einkum
var Iiann vel að sér í ættfrœði ogmann-
frœði (Personalhistorie). Hann liefir
samið eða þýtt og gefíð út ýms rit, og
eru nokkur þeirra talin í Erslevs Supp-
lement til 'Almindeligt Forfatterlexicon
for Kongeriget Danmark’ med tilhörende
Bilande III. 189 Kh. 1868. Síðan það
bindi var prentað, hefir hann gefið út
ýmsa ritlinga. einkum æviminningar.
Eins og sira Sigurðr var kominn af
hinum göfgustu ættum, eins bar hann
á sér sannarlegt höfðingjamót. Hann
var fríðr sýnum. hár vexti. fallega vax-
inn, svipmikill og fjörlegr. Hann var
hýbýlaprúðr, gestrisinn, manna skemti-
legastr í viðræðum; manna hreinlynd-
astr og hreinskilnastr, ástúðlegasti og
tryggvasti vinr vina sinna. Þaðereigi
of sagt, að hann hafi verið sómi sinn-
ar stéttar og einhver hinn merkasti af
kennimönnum þessa lands.
AUGLÝSINGAR
Kvennaskólinn í Reykjavik.
Þeir, sem vilja koma konfirmeruðum,
efnilegum yngisstúlkum í kvennaskól-
ann næstkomandi vetur (1. okt. til 14.
maí), eru beðnir að snúa sjer í þeim
efnum til undirskrifaðrar forstöðukonu
skólans, eigi seinna en 31. ágúst næst-
komandi. Reykjavík 4. júní 1887.
Thbra Melsted. 208
William Sloan frá Færeyjum
heldur fyrirlestur (á dönsku) á sunnudaginn
kemur í Glasgow kl. 7 e. m. 209
Um sameining Klausturhóla- og Mosfells-
prestakalla. — Svar til alþingismanns sjera
Árna Jónssonar. — (Úr Grímsnesi) — fylgir
með þessu nr. til alþingismanna og kaupenda
Þjóðólfs í Árnéssýslu. 210
Hús til leigu.
Fyrverandi veitingahús „ Uppsalir“ við skóla-
vörustíg fæst til leigu frá 1. júli þ. á. til
lengri eða skemmri tíma, og getur þvi fylgt all-
ur húshúnaður og áhöld, sem til veitinga þarf
á að halda; þeir sem vildu veita þessu athygli,
snúi sjer til min undirskrifaðs sem fyrst tií
þess að semja um leiguna og annað því við-
komandi.
Reykjavík 9. júní 1887.
Egilson. 211
Af því að sykur allt af lækkar í verði utan-
lands og verður því svo ódýrt hjer að engin
kaupir þaö, þá hef jeg flutt hingað ýmsar sort-
ir af sykurblendingi, sem má blanda með syk-
urinn svo hann verði keyptur, nefnilega: bú-
sykur 0,55, Mokka-sykur 0,40, mynda-sykur 0,36.
Þessar sortir af sykri fast hvergi á íslandi
nema hjá undirskrifuðum.
Reykjavík 7. júni 1887.
W. 0. Breiðljörð. 212
ERJK JONSSON
Oldnordisk Ordbog er til sölu með MJÖG góðu
verði. Ritstj. vísar á. 213
Leiðarvísir til Jífsábyrgðar fæst ó-
keypis hjá ritstjórunum og hjá Dr. med. Jón-
assen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryg'g)a
líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. ýýý
Eptir að jeg árangurslaust hafði leit-
að læknisráða í 3 mánuði við vatns-
sýki er öðru hverju íór í vöxt og hafði
beinverki í för með sjer og sinadrátt i
maga og fyrir brjósti, og með því je£
sömuleiðis liafði slím fyrir brjðstimb
þá rjeð jeg af, að reyna eitt glas y
að reyna eitt glas af Brama-lífs-elixír
Mansfeld-Búllner & Lassens, og drakk
jeg eptir það daglega fjórðung staups
af því. Það er mjer ánægja að geta
vottað að jeg er alheill heilsu; og skal
jeg því alvarlega ráða mönnum til að
kaupa bitter þennan.
Örting pr. Odder. Morten Knudsen.
múrmeistari.
Einkenni á vorwm eina, egta Brama-lífs-el-
ixír eru firmamerki vor á glasinu, og á merki-
skildinum á miðanum sjest blátt ljón og guU"
hani, og innsigli vort MB & L í grænu lakkJ
er á tappanum.
Mansýeld-Bídlner & Lassen,
sem einir btia til hinn verðlaunaða Brama-lífs-elixir■
Kaupmannahöfn.
Vinnustofa: Hlörregade No. 6. 216
Grundlagt A M P D i K A Grundlag*
1850 n IVI C. n I A n lg50
PH. HEINSBERGER
138 Lndlow street og 89 Delanc.ey street
JVEW-YORIt (U.S.A.).
Intnernationalt Kommerce-Bureau for alle
kommercielle og private Anliggender. Agentui'i
Kommission, Inkasso, Underretnings-Kontor,
Abonnement og Annonce-Expedition, Adresse-
Bureau. Notarius publicus, Patentkontor, Assu-
rance, Depot for Aviser fra alle Lande, Bank
og Vexelforretning. Postfrimærker og Tjen-
estefrimærker (brugte) sælges og byttes. Brug*e
islandske Frimærker modtages mod andre
Frimærker,Bibliothek,Bogtrykkeri, Vareudförsel,
Korrespondance med alle Verdens Lande. Pns'
kurant tilsendes mod indlagt Porto-Betaling 1
Frimærker. Alle Ordrer bör ledsages af et
depositum af 7 Francs — 5 Mark — 7 Lh'e
— 3 Rubler — 8 Pesetas — 6 Kroner — -*•
Shilling-Dollar. Contanter (Postanvisning ellel
Banknoter). Modtagelse af Annoncer og Ahon-
nement. Deposita modtages paa Thjódólfur8
Expeditionskontor.
KORRESPONDANCE: Fransk, Engelsk, Tysk,
Hollandsk, Spansk.
Denne Annonce maa indrykkes i andre Blale'
Eigandi og ábyrgðarmaður
JÞorleifur Jðnsson, cand.
Skrifstofa: á Bakarstíg.
Prentari: Th. Jensen.