Þjóðólfur - 24.06.1887, Qupperneq 3
103
ing, eptirlifandi pening, fólksfjölda,
tölu þurfamanna og sveitarómaga. 15.
þ. m. voru komnar til sýslumanns
skýrslur úr öllum hreppunum, nema
Staðarhreppi. Skýrslurnar voru sum-
ar ófullkomnar, nema að því er snert-
ir fallinn búpening. Ept.ir þeim hafa
drepizt 60 nautgripir, 10609 sauð-
kindur (mest ær og gemlingar) og
337 hross. Þegar fjárfelli í Staðar-
hreppi er bætt við, má fullyrða, að
11000 fjár hafi drepizt, í sýslunni. Ef
hver kind, að frádregnu ullarverði, er
virt á 9 kr., hvert hross 30 kr. og
hver nautgripur 40 kr., nemur allur
þessi skaði 111510 kr., en þegar þess
er gætt, að víðast verður arður af ept-
irlifandi búpeningi mjög rýr, þá kem-
ur þar, auk skepnudauðans, fram stór-
mikið tjón, sem ómögulegt er að
meta. Skepnutjón þetta er, auk harðs
vetrar víða hvar, að kenna frámuna-
lega slæmum heyjum eptir hreta- og
votviðra-sumarið í fyrra, óefað djarfri
heyásetning í haust og þar af leið-
andi heyleysi, en því fer betur, að
allur þessi skepnudauði stafar ekki af
hor og heyleysi, því að í hinu mikla
hríðarkasti í f. m. fennti fje og hrakti
til bana i ár og vötn, án þess að
naenn gætu að gjört, svo að slikt
verður mönnum ekki um kennt. A-
standið í sýslunni er þannig mjög í-
skyggilegt; sumir búendur hafa flosn-
að upp og farið á sveitirnar og sveit-
arþyngsli þannig stórkostleg. í Yind-
hælishreppi — bágstaddasta hreppnum
eru t. a. m. 630 íbúar á 115 heim-
ilnm; af þeim eru 15 bjargálnamenn,
yfir 20 styrkþiggjandi heimili og um
70 sveitarómagar, en eptirlifandi pen-
ingur er þar 100 nautgripir 2031
sauðkind og 213 hross. Sýslunefnd-
in sá eigi önnur ráð en að sækja um
ballærislán að upphæð 14000 kr. fyr-
ir sysluna; þott það sj e neyðarúrræði
er ekki hægt að sjá, hvernig öðrnvísi
verður að farið.
í Skagaijarðarsýslu mun ástandið
Vera líkt og í Húnavatnssýslu.
Hafísiim var að fara af Húnaflóa
rjett fyrir síðustu helgi, og 17. þ. m.
var allur ís kominn af Miðfirði og
Hrútafirði; síðan hefur verið sunnan
og suðvestan átt, svo að ætla má, að
ísinn sje farinn frá öllu norðurlandi.
Frakkneska herskipið, gem hin^aö kom igær-
kveldi, hafði þó um siðustu helgi hitt fyrir mikinn ís
á Húnaflóa; það fór frá ísafirði í fyrradag. Lauraþá
ókomin þangað.
Á þingrmálafundi á Sveinsstöðum í Húna-
vatnssýslu 15. |>. m., sem þing;meim sýslunnar
liöfðu boðað, sáu menn að því, er stjórnarskrár-
málið snertir, í kostnað við aukaþing sakir
harðærisins, en vildu tyrir hvern mun halda
málinn vakandi, og þótti í því efni tiltækilegt
að næsta þing gerði það í ávarpsformi til kon-
nngs. Tekjum presta vildn menn ekki breyta
að svo stöddu sakir ónógs undirbúnings. Sam-
þykkt var að fara þess á leit við næsta alþingi,
að fá 4000 kr. sjerstaka fjárveiting til Hóla-
skóla á hverju ári á fjárhagstímabilinu, en að
því er snertir búnaðarskólamál landsins yflr
höfuð, vora menn á því, að því máli ætti að
skipa með löguin, og ákveða hve margir bún-
aðarskólar skuli vera í landinu, og hverjar
sýslnr um hvern; menn voru eindregið með op-
inberum búnaðarskðlum, meiri hlntinn vildi að
þeir væru tveir á landinn, en sumir vildu hafa
þá fjóra. Að því er gufuskipaferðirnar snerti,
var samþykkt, að þingið ætti að binda fjárveit-
inguna til þeirra því skilyrði, að farið væri að
öllu eptir þeirri ferðaáætlun. sem þingið semdi
og samþykkti. Meim voru eindregið á því, að
þingið hiifðaði mál gegn ráðgjafanuni, til þess
að ná eptirstöðvum af tekjum landsjóðs úv ísa-
fjarðarsýslu frá embættisárum Pensmarks, ef
þær næðust eigi á annan hátt. Landamerkja-
lögunum vildi funduriim fá breytt þannig, að
lengja til manntalsþinga 1890 frestinn, sem
menn eptir 5. gr. laganna hafa til að útkljá
landamerki sín, og var í því efni sjerstaklega
vitnað til ritgjörðar Þorsteins Brlingssonar í
36. tbl. Þjóðólfs f. á. Meðal annars, sem til
umræðu kom, var fundurinn einhuga um, að fá
sams konar linun á ábáðar- og lausafjárskatt-
inum á næsta fjárhagstímabili, sem á hinu yf-
irstandandi; en eigi var fundurinn á að hækka
eða bæta við tollum nema til að vega upp hall-
ann við tjeða skattliuun.
A þinginálafundi að Hraungerði í Arnes-
sýslu 18. þ. m., er þingmenn sýslunnar höfðu
boðað til, var meðal annars samþykktj- 1. að
eþtir öllum kringumstæðum sje heppilegast, að
hreyfa ekki stjórnarbótamálinu á aiþingi í sum-
ar. 2. Var tekið til umræðu skatta- og toll-
málið. Fundurinn fal með flestum atkvæðum
þingmönnunum, að fylgja því fram á alþingi í
sumar, að sú linun, sem um þetta fjárhagstíma-
bil hefur verið veitt í föstu sköttunum, haldist
einnig um næsta fjárhagstímabil, svo framar-
lega sem alþingi sjái sjer fært, að- bæta þá
tekjurýniun með tollum, t. d. á álnavöru og
innfluttri viðbitisfeiti, —• og með minnkun á
gjöldum landssjóðsins, svo sem til verklegra og
vísindalegra fyrirtækja og til óvissra gjalda.
3. Fundurinn skoraði í einu hljóði á þingmenn-
ina að halda því fast fram á aljiingi, að fast-
ar reglur verði settar um ferðakostnað alþing-
ismanna, þannig að viss upphæð sje ákveðin
fyrir ferðakostnað úr hverju kjördæmi landsins.
4. Fundurinn skoraði einnig i einu hljóði á
þingmennina, að beiðast enn fjár af landssjóði
til brúargjörða á Þjórsá og Olvesá.
A aintráðsfundi 7.—9. þ. m. skýrði amtm.
frá því, að allar sýslunefndir i vestnramtimi
hefðu ráðið frá að stofna sameiginlegan búnað-
arskóla fyrir suður- og vestur-amtið á Hvann-
eyri i Borgarflrði.
Tíðarfar hefur sunnanlands verið vætusamt
um tima. Eptir kastið í f. m. hefur tið verið
góð uin land allt; gððar horfur með grasvöxt.
Aflabrögð. Vorvertíðin, sem nú er að enda,
hefur verið einhver hin bezta, semmenn muna.
Hlutir i veiðistöðunum hjer í kring muiiu vera
að meðaltali um 900, en hæstir 1300—1400.
Islenzkar ljóðabiekur. f bókmenntatímariti
Þjóöverja 1885 (Magzin fúr die Litteratur des In-und
Auslandes) liefur list.fræðingurinn og íslandsvinurinn
J. C. Poestion minnzt á þær isl. kvæðabækur sem
prentaðar voru 1884: ljóðmæli Bjarna Thorai’ensens
og Matth. Jochumssonar. — Hann minnist ljóðmæla
Matthíasar á þessa leið :
„Ljóðmæli eptir Matth. Joehumsson eru líka lýrisk
kvæði, Höf. er hæði á sínu landi og meðal erlendra
vina ísleuzks kveðskapar, fyrir löngu nafnkunnur orð-
inn sem inikið skáld og þjóðskáld (líkt og þeir Stein-
gr. Thorsteinson og Benedikt Gröndal). Fjöldi kvæða
þessa ljóðasafns hefur áður komið á prent 1 blöðum
og tímaritum, enda eru ýms þeirra llka komin á var-
ir þjóðarinnar. Þessi kvæði hafa meiri lipurð og fjör
í kveðandi og orðfæri en menn flnna hjánokkrum öðr-
um islenzkum skáldum, fornum og nýjum. Einstök
kvæði hans hera sjerstaklega vott um ágæta snilld.
Yflr höfuð að tala, einkennir skáldskap M. J. næm til-
flnning, afl og andríkisblær. Fyrir þá, sem vildu læra að
þekkja nánara þetta skáld, vil jeg nefna eins ogperl-
urnar 1 þessu satiii kvæðin: „Hallgr. Pjetursson“, „Egg-
ert Ólafsson“. „fslanfls landnám“, „Nýársósk Fjallkon-
unnar“, „Nýárskveðja Þjóððlfs", „Blesamál", „Sorg“,
„Börnin frá Hvammkoti11, „Elin Ingveldur“, „Dr. Jón
Hjaltalin11, „Móðir min“ og önnur fleiri. Innan um
þessi og þvi um lík ágæt kvæði, flnnast einnigmargir
ómerlíilegir kveðlingar, sem betur hefði verið að prenta
ekki. Sá, sem ekki er íslendingur, á bágt meðaðhlýja
sjer á þeim mikla sæg af erflljóðum, sem fylla nál.
fimtuug bókarinnar, enda þótt skáidið sýni f mörgum
þeirra, jirátt fyrir hdð óhreytta yrkisefni, mikla skap-
andi gáfu og andriki. Erfiljóðalyst þessi eryfirhöfuð
þjóðarhreyskleiki á íslandi. Loksins má geta þess,að
hinar tiðu trúarlegu tilvitnanir og áherzla i þá stefnu
truflar nautn manna, sem lesa skáldskap höf. En
hvað sem þessu líður, verður þessi hók einhver liin
hezta á Ijóðasviði hinna seinni íslendinga.
Fj'rirspuriiir. 1. Jeg tók láu í bankanum
og fjekk þvi til vegar komið, að jeg þyrfti eigi
að borga rentur fyrir fram, en i skuldabrjef-
inu stendur þó: „Skylt er mjer að greiða eins
árs rentu íyrir frain“. Hvernig á að skilja
það ? x.
2. Jeg fjekk i fyrra sumar nokkur liundr-
uð krónur að láni úr bankanum, og voru
mjer þau ekki borguð að fullu, heldur dregin
frá renta fyrir 14 mánuði, sem jeg var þannig
látinn borga fyrir fram, og missti jeg gagn af
þeim peningum um jafnlangan tíma. Lýsti
landshöfðingi þó eigi yflr því á alþingi í fyrra