Þjóðólfur - 28.06.1887, Qupperneq 2
106
2. Af öðruiii mótbárum gegn frum-
varpinu,. sem stjórninni gæti verið
neitunarástæða, þá er sú aðfinning
miklu alvarlegust, að 49. gr. þess í
sambandi við bráðabirgðarákvæðið riði
í bága við 3. gr. stöðulaganna, því
það er satt, að þessar greinar mætti
orða glöggvar, og að það er engin hár-
togun á orðum að skýra þær svo.
Enn þegar þess er gætt, að slík skýr-
ing rekur sig á gildandi lög, þá er
skylt að gæta að því, hvort ekki sje
til önnur sem liggi jafnnærri. Það
er auðsjeð á bráðabirgðarákvæðinu,
að það ætlast til að hæstirjettur dæmi
þau mál öll, sem landsdómur á ekki
fullnaðaratkvœði í, því það er engin
hugsun í því, að taka flokk mála
undan dómsvaldi hæstarjettar, og
setja þar ekkert í staðinn. Og þegar
litið er til 49. gr., þá stendur þar
með berum orðum í fyrri hlutanum,
að landsdómur einn dæmi í þeim
málum, sem þar segir. Svo talar
síðari hlutinn um annan flokk mála,
sem líka geti komið fyrir þann dóm,
en það stendur hvergi, að hann dæmi
einn í þeim. Eigi nú bráðabirgðar-
ákvæðið við síðari hlutann, þá sjá allir
að þetta orð einn í fyrri hlutanum
stendur öldungis þýðingarlaust, og
slíks er aldrei leyfilegt að geta til
með nokkurt orð í lögum, nema nauð-
ur reki til, og sízt hjer, þar sem það
er auðsjáanlega sett á jafnþýðingar-
mikinn stað með fullri vitund.
Þetta sem nú er talið, getur því
ekki verið ástæða til breytinga, ef
nokkuð á hina síðuna skyldi glatast
við þær, og annað hefur ekki verið
nefnt til, sem synjunarástæða frá
stjórnarinnar hálfu og vjer höfum
leyfi til að ætla, að bæði hún og
hennar öruggu leiðtogar hefðu nefnt
fleira, ef þeir hefðu getað. (Niðurl.).
Um endurbætur á kvikfjárrækt.
Eptir Hermann Jónasson.
II.
Einkum verður að heimta mikið af
búnaðarskólunum kvikfjárræktinni til
endurbóta. Þeir verða að kenna kvik-
fjárrækt samkvæmt landshögum vor-
um og þörfum, vera fyrirmynd í
þeirri grein fremur öðrum, geta látið
bændur fá kynbótabúpening og leyzt
úr ýmsum þýðingarmiklum atriðum í
kvikíjárrækt, sem enn er ósvarað. En
fullnægja búnaðarskólarnir þessum
kröfum? Jeg þekki ekki sjálfur til
nema á Hólaskóla, en honum var
mjög ábótavant í þessari grein, þeg-
ar jeg þekkti til, og alls engu
betur er látið af á Eyðaskóla. Þar
á móti hafði jeg gjört mjer allt aðr-
ar og mikið betri vonir um Ólafsdals-
skóla; þvi að hann hefur haft mikið
betra orð á sjer fyrir stjórnsemi og
ýmsar framkvæmdir, heldur en hinir
skólarnir. Mjer kom því á óvart,
þegar jeg las ritgjörð Torfa Bjarna-
sonar, skólastjóra í Ólafsdal, urn al-
þyðumenntun í 13.—16. tbl. Þjóðólfs
þ. á. og sá, hversu litla áherzlu hann
lagði á kennslu í kvikfjárrækt við
búnaðarskólana; þykir mjer illa farið,
ef hann gjörir ekki strangari kröfur
til búnaðarskólanna í þessari grein;
þvi að ef hann beitti kröftum sínum
til að laga kvikfjárrækt vora, ber jeg
manna bezt traust til hans bæði sök-
um hæfilegleika hans og stöðu. Jeg
get ekki betur sjeð, en það sjeu eðli-
legar, skynsamlegar og rjettar kröfur,
að heimta að þeir, sem ganga á bún-
aðarskóla, sjeu öðrum fremri í kvik-
fjárrækt; því að annars er stefna
skólanna ekki rjett. En það er auð-
vitað, að eptir því sem sjera Jakob
Guðmundsson, þingmaður Dalamanna,
heimtar að kennt sje á búnaðarskól-
unum,1 og eins og hr. Torfi skiptir
svo kennslunnni niður, þá er ekki að
búast við, að kennsla í kvikfjárrækt
verði að nokkru liði. En það er alls
ekki rjett, að hafa svo margar náms-
greinar við skólana, að kennsla í
þýðingarmestu námsgreinunum verði
nær því gagnslaus. Ef vjer athugum
þessar námsgreinar, sem þeir hr. Torfi
og sjera Jakob nefna, sjest fljótt, hve
mismunandi þýðing þeirra er. Tökum
t. d. kennsluna um að „fara með tó-
1) sbr. ísafold XIV. tbl. 3.
vinnuvjelar11. Á vesturlandi er ein
tóvinnuvjel og þar er einnig einn
maður, sem kann að stýra henni, en
allt fyrir það, hefur vjelin staðið að-
gjörðarlaus í vetur. Skyldi nú vera
nauðsynlegt, að árlega lærðu 10—20
manns eða fleiri að fara með tóvinnu-
vjelar? Og er nokkur nauðsyn á því,
að þeir sem vjelunum stýra, sjeu bú-
fræðingar? Sama er að segja úm að
læra „að smíða aktýgi“. Það erumjög
litlar líkur til, að bóndinn eyði meiru
en 2—6 aktýgjum allan sinn búskap.
Hvort hefur það þá meiri þýðingu
fyrir hann, að kunna vel til aktýgja-
smiðis, eða þeirrar vinnu, sem hann
þarf svó að segja að vinna daglega
að? Þá er að læra „að smiða trjé“
og „að smíða járn“. Það er vitaskuld,
að mjög haganlegt er fyrir hvern
búandi mann, að vera bæði trjesmiður
og járnsmiður. En nú er það einu
sinni víst, að einn maður getur
ekki verið allt nje unnið að öllu.
Enn fremur eru margir, sem hafa
alls enga smíðanáttúru, og geta því
ekki lært að smíða nema með ærinni
fyrirhöfn. Yæri því rjett, að hafa
smíðar ekki skyldugrein við skólana,
heldur að eins, að nemendur lærðu að
búa sjer haganlega í hendur, og gjöra
við allraalgengustu heimilisverkfæri,
og að þeir, sem gefnir væru fyrir smíðar,
gætu átt kost á, að hafa smíðar sem
aukagrein við skólana. Það sjá allir,
sem nokkuð þekkja til, að þessi náms-
greinafjöldi er til ógæfu, ef skólatím-
inn er ekki nema tvö ár. Þeir, sem
vilja þó læra eina eða allar af þess-
um greinum, geta farið til þeirra, sem
stýra tóvinnuvjelum, söðlasmiða, trje-
smiða eða járnsmiða oglærthjá þeim ;
þvi að þeir hafa nóg annað að læra
á meðan þeir eru á búnaðarskólunum.
Þessar greinar geta heldur ekki bein-
línis talizt atvinnuvegir bænda. Yerða
þær því lítilvægar i samanburði við
það, sem einkum er aðalstarf bóndans,
en það er, að hann kunni vel að
stjórna, sje hagsýnn i verkum og allri
búsýslu, geti haft sem arðmestan bu-
pening, og látið jörðina framleiða sem
allra mest og kunni sem beztað hag-