Þjóðólfur - 28.06.1887, Side 3
107
nýta sjer afurði iiennar. Þessar grein-
ar og allt, sem að þeim lýtur, verður
að kenna á búnaðarskólunum sem bezt,
og fara ekki út fyrir þær nema skóla-
tíminn sje lengdur frá því, sem nú
er; svo að trygging sje fyrir því, að j
enginn káklærdómur verði á þessum
þýðingarmestu greinum. Ef þessu |
væri fylgt og góð verkleg kennsla j
væri i kvikfjárrækt, þá ættu piltar að !
geta fengið talsverða æfingu í henni.
Verklega æfxngin þarf heldur ekki
eins mikil, og margur hyggur, því að
hún liggur einkum í því, að kunna
að hirða skepnurnar vel og ganga
þrifalega um hús og hey; þar á móti
er alveg óhjákvæmilegt annað en að
kenna mjög mikið bóklega í kvik-
fjárrækt; því að menn verða að þekkja
þarfir og eðli skepnanna, eða þau lög
sem allt byggist á og verður að ganga
eptir, til þess að þeir geti i hverju
atviki, sem fyrir kann að koma, hag-
að sjer rjettilega; en þetta verður
einkum að læra af bókum. Bókleg
kennsla í kvikfjárrækt má því alls
ekki vera litil, hún verður ekki lærð
á fáeinum kennslustundum. Meðan
námstiminn við skólana er tvö. ár,
væri því hæfilegt, að nálægt x/8 af
bóknámstímanum gengi til náms við
kvikfjárrækt; það er að segja, ef skól-
arnir eiga að vera sniðnir eptir þörf-
um vorum, og nemendurnir eru sæmi-
lega undir búnir í gagnfræðagreinum,
þegar þeir koma í skólana. Ef þessu
Væri fylgt, yrði ekki kvartað um, að
búfræðingarnir væru jafnónýtir, ef
ekki ónýtari, en margir aðrir í kvik-
fjárrækt. (Framh.).
Útlendar frjettir.
Khöfn 13. júnl 1887.
Y erkfallið í líelgíu kvað vera í
rjenun, en stjórnin hefur lika kallað
viðlöguliðið til og pantað fallbyssur
^já Krupp upp á 16 miljónir franka.
Það hefur verið skotið á kvennfólks-
bópa suður i landi og barizt á götunum í
firyssel höfuðborginni. Það hefur
Verið kastað grjóti á konung, svo
hann þorir ekki að koma út fyrir
dyr, nema með vörðum. Yinnumenn-
ina vantar fje til að halda áfram
verkfallinu og Frakkar verja þeim að
fiýja yfir landamærin. Þeir verða
kúgaðir í þetta sinn, en byrja aptur
bráðum.
Á Frakltlandi er ráðaneyti Rouviers
komið vel á laggirnar. Þegar Boul-
'anger, sem á að vera Napoleon mikli
apturkominn, komst ekki í ráðaneytið,
hjeldu menn að Parísarbúar mundu
hlaupa upp til handa og fóta og um-
turna borginni. Það varð líka dálítið
uppþot eitt kveld, en annars fór allt
friðlega. Parísarbúar höfðu nóg að
hugsa um leikhúsbrunann. Hundrað
lík hafa þekkzt, en 60 eru óþekkt eða
ófundin. París sat ekki marga daga
í sorginni, en bæjarstjórnin lýsti yfir
vantrausti sínu á umsjónarmönnum
leikhúsanna og skipaði öllum söng-
og leikhúseigendum að útvega raf-
magnsljós á 3. mánaða fresti í stað gas-
ljóss og gera ýmsar umbætur í hús-
um þeirra.
Rússar hafa gefið út ný lög og
og merkileg, sem banna útlendingum
að eignast eða leigja fasteignir vestan
á Rússlandi sunnan frá Svartahafi til
Eystrasalts. Þetta er hart fyrir Þjóð-
verja, sem búa þar þúsundum saman
og er eitt með öðru, sem sýnir hvað
grunnt er á því góða milli nágrann-
anna.
Englendingar og Rússar eru að
semja um landamæri Afganistans í
Pjetursborg og gengur aldrei saman.
Þar verða vopnin að skera úr. Ekki
kemur Rússakeisari til júbilhátíðar
Viktoriu. Þangað safnast nú kóngar
og furstar úr öllum áttum. Kristjan
9. og Belgakóngur eru meðal annara
tilnefndir. Grladstone hefur notað
hvitasunnufríið til að ferðast um
Wales. Hinn gamli seggur hefur
verið borinn á höndum þar, og ekki
farið aðra eins sigurför síðan 1879.
Walesbúar fylgja honum í irska mál-
inu, enda vilja þeir sjálfir hafaheima-
stjórn, þó þeir sjeu ekki nema l1/^
miljón, en þeir eru lika Keltar og
þverneita að borga tíund til biskupa-
kirkjunnar, enda er ekki nema J/6 af
þeim í henni. Gladstone hjelt ótal
ræður á járnbrautarstöðvum og vögn-
um og undir beru lopti. Hann sagð-
ist vona( að hann lifði úrslit írska
málsins og þá kæmi "Wales til; meiri
hluti Englendinga fyrir utan England,
sem væru miklu fleiri en Englending-
ar á Englandi væru sín megin i írska
málinu. Stjórnin kom því frumvarpi
gegn eptir hvítasunnuna, að lokið
skyldi við umræður írsku kúgunar-
laganna 17. júní; það dugir ekki
lengur að tefja fyrir þeim, og Irar
eru uppvægir yfir því. Pandolph
Churchill hefur í ræðu utanþings sýnt,
að hervörnum Englendinga væri svo
varið, að þeir köstuðu árlega 70 milj-
ónum króna í sjóinn, eða yrði ekkert
gagn að þeim, og að herinn væri í
mesta ólagi. Þetta var kjaptshögg
fyrir Englendinga svona rjett ofan í
júbilhátíðina., Þeir hafa reiknað út,
að 50000 manna hafi farizt i kolanámun-
um á hinum 50 stjórnarárum Viktoríu.
Eyrarsund lilð nýja kalla Þjóð-
verjar skurðinn sem þeir eru byrjaðir
á að grafa milli Eystrasalts og Norður-
sjóarins. Vilhjálmur keisari stakk 3.
júní fyrstu pálstunguna til hans i
Holtenau við Kilafjörð. Hann á að
ganga frá Kil gegn um Holsetaland
og út í Elbe (Saxelfi) og vera nær
15 danskar mílur á lengd, 190 feta
breiður, 27 feta djúpur. Herskip og
stórskip geta komizt hvort framhjá
öðru á honum. Hann kostar 156
miljónir marka og Prússar leggja til
50 miljónir af því. Nú geta líka
fiotar Þjóðverja í Kíl og Jahde (Old-
enburg) náð saman. Árið 1777 stóð
Kristján 7. á sama stað i sömu erind-
um og Vilhjálmur keisari. Þá var
byrjað á Egduskurðinum, sem grafinn
var 1777—85, en nú verður minnis-
varðinn, sem reistur var í minning
þess, tekinn burt. Svo er tilætlað,
að skurðurinn verði búinn ekki seinna
en 1894. Hjerumbil 35000 skip fara
árlega i gegn um Eyrarsund, og Þj óð-
verjar telja svo til að 18000 af þeim
muni fara i gegn um skurðinn til að
stytta sjer leið. Það er lika hættu-
ferð að fara fyrir Jótlandsskaga, þar
sem árlega farast um 200 skip. Þessi
skurður er ekki neitt gleðiefni fyrir
Höfn, og sumir Danir vilja afnema