Þjóðólfur - 28.06.1887, Side 4

Þjóðólfur - 28.06.1887, Side 4
108 hafnartolla og þvíumlíkt tíl að hæna skip þangað. Dönum líkaði illa að krónprins Svía var viðstaddur B. júní og Bússum líkar illa að leiðin hefur styzt til Pjetursborgar fyrir Þjóðverja. Frá Daninörku fátt til tíðinda, Berg hjelt ræðu í Kolding 12. júní og sagði það væri þvert ofan i sinn vilja, að Holstein og Hörup væru að semja um sættir við stjórnina; þess- vegna hefði hann sagt af sjer forseta- tign, en þó meðfram til að geta neytt sín betur á þingi. Einn þingmaður kvaðst hafa sagt kjósendum sínum, að hann legði niður þingmennsku vegna þess að hann eins og Berg gæti ekki fylgt þessari nýju pólitík gagnvart Estrúp. Berg sýnist vera af baki dottinn fyrst um sinn, hvað sem hann nú tekur til bragðs. Ýmislegt. Húsbruni mikill í Lúleá í Svíþjóð; 1000 manns húsviltir. — I Ungarn fióa sumar ár yfir bakka, svo að margir bæir eru í kafi, en mönnum bjargað. — Yilhjálmur keis- ari hefur verið lasinp um tíma og krónprinsinn, son hans, hefur fengið æxli innan á barkann — Kaffi er alt- af að hækka í verði hjer. Reykjavík, 28. jönl 1887. Alþíug'iskosning fyrir Snæfells- nessýslu fór fram 17. þessa mán.; kosinn var sýslumaður Páll Briem með 33 atkvæðum. Þar var og í boði revisor Indnði Einarsson, sem mætti á fundinum; hann fjekk 11 atkvæði. Póstskipið Itomny komu hingað 25. þ. m. Með því komu þingm. Vest- manneyinga Þorsteinn Jónsson læknir; oand. jur. Björn Bjarnarson og stúd- ent Gísli Brynjólfsson frá Höfn o. fl. Strandferðaskipið Lanra kom hing- að í dag; hafði komið á allar hafnir, nema Skagaströnd, en tafizt við ís á Skagaf. og Sigluf. A Sauðarkr. fóru þeir þingmenpirnir Jón á Gautlöndum og sjera Benedikt Kristjánsson, landshöfð- ingi, landlæknir, póstmeistari, amtm. Havsteen og Jón Hjaltal. af Lauru land- veg hingað sakir íss. Með Lauru komu hingað, meðal annara, þingmennirnir að vestan og alþingismaður Jón Ól- afsson, sem hafði farið með Indriða Einarssyni vestur. Strandferðaskipið Thyra hafði far- ið af Sauðarkrók 21. þ. m. á leið til Hafnar. ( amoeiis hafði og farið þaðan sama dag. Próf í forspjallsvísindum i Rvík tóku í dag og í gær þessir prestaskóla- menn (yngri deildin): Árni Jóhannes- son (fjekk dáv.), Bjarni Einarsson (dáv.+), Bjarni Þorsteinsson (dáv.), Eggert Pálsson (dáv.-i-), Hallgr. Torla- cius (dáv.), Hannes Þorsteinsson (ágætl.), Jóhannes L. Jóhannsson (ágætl.), Jón G-uðmundsson (dáv.), Jósef Hjörleifsson (dáv.-n), Matt. Eggertsson (dáv.), Kjart- an Helgason (dáv.+), Óiafur Finnsson (dáv.), Rikard Torfason (dáv.), Sigfús Jónsson (vel+), Theódór Jónsson (vel+); og þessir læknisskólamenn: Grísli Pjet- ursson (dáv.+), Sígurður Sigurðsson (vel). En í Khöfn áður en Romny fór þaðan: Beinteinn Gíslason (vel), Jóli. Jóhannesson (dáv.), Páll Einarsson (dáv.) og Stefán Stefánsson (dáv.). 20. þ. m. drukknaði stlilka hjeðan úr bæn- um, Sigríður að nafni, dóttir Þorsteins Þórð- arsonar bónda á Grenjum á Mýrum og Sigríð- ar Hafliðadóttur konu lians. Stúlkan fannst örend á floti í Eiðsvík og halda menn, að bún bafl drekkt sjer. Hún var á 23. ári, hafði tek- ið próf í yfirsetukvennafræði fyrir ó1/^ ári, var i vetur hjer í bænum, fór í vor til landlækn- isins, og bafði að allra sögn, er þekktu bana, eigi borið á þunglyndi bjá henni áður. Hún var talin þrekstúlka til sáiar og líkama, var vel greind, siðprúð og hvers manns hug- ljúfl. AUGLÝSINGAR ( samfelflu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a. hvert orö 15 stafa frekast; m. öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þumlung dáiks-lengdar. Borgun út f hönd. Jeg bið hina heiðruðu kaupendur búnaðar- ritsins að snúa sjer til Sigurðar bóksala Kristjánssonar í Reykjavik með borganir fyrir ritið, því að hann veitir þeim móttöku fyrir mína hönd, til septembermánaðarloka í haust. Reykjavík, 27. júní 1887. Hermann Jónasson. 240 Fjármark mitt er: Sýlt, gagnbitað hægra; Stýft gagnbitað v.; brennim. á hægra horni: P.H.Rvík. Reykjavík, 24. júní 1887. G. P. Hjaltested. 241 KRYOLITH óskast keyptur í stórkaupum. Móti ! tilboðum, merktum M 124 S, er tekið af die Aimoncen-expedition von Rudolf Mosse Schaffhausen (Schweiz). 242 ! Miraculo-Præparater (Prisbelönnede med Guldmedailler) til fjernelse af Svækkelsestilstande, Nerverystelse, Fölger af Ungdomssynder, Impotens etc. Belæren- de Afhandling i det Landets-Sprog sendes discret mod Indsendelse af Kr. i Fri- mærker. C. Kreikenbaum, Braunschweig (Tydskland). 243 Grundlagt A |\J| C D I 1/ A Grundlagt 1850 H ivi c. n i i\ h 185Q PH. HEINSBERGER 138 Ludlow street og 89 Ddancey street INTEW-YORBL (U.S.A.). Intnernationalt Kommerce-Bureau for alle kommercielle og private Anliggender. Agentur,* Kommission, Inkasso, Undel'retnings-Kontor, Abonnement og Annonce-Expedition, Adresse- Bureau. Notarius publicus, Patentkontor, Assu- rance, Depot for Aviser fra alle Lande, Bank og Vexelforretning. Postfrimærker og Tjen- estefrimærker (brugte) sælges og byttes. Brugte islandske Frimærker modtages mod amlre Frimærker,Bibliotbek,Bogtrykkeri, Vareudförsel, Korrespondance med alle Verdens Lande. Pris- kurant tilsendes mod indlagt Porto-Betaling i Frimærker. Alle Ordrer bör ledsages af et depositum af 7 Francs— 5 Mark — 7 Lire — 3 Rubler — 8 Pesetas — 6 Kroner — 1 Shilling-Dollar. Contanter (Postanvisning eller Banknoter). Modtagelse af Annoncer og Abon- nement. Deposita modtages paa Tbjódólfur’s Expeditionskontor. KORRESPONDANCE: Fransk, Engel.sk, Tysk, Hollandsk, Spansk. Denne Annonce maa indrykkes i andre Blade 244 Góð tóuskinn eru keypt við hæsta verði í Thomsensverzlun i Rvík. 245 íslenzk frímerki brúkuð eru keypt með liæsta verði í búð H. Th. A. Thomsen í Reykjavík. Prísinn er bækkaður síðan i fyrra. I). Tliomsen. 246 Eigandi og ábyrgðarmaður: Þoi leiíui' Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: á Bakarstíg. Prentari: Th. Jense n.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.