Þjóðólfur - 01.07.1887, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudags-
morgna. Verð árg. (60
arka) 4 kr.(erlendis5 kr.).
Borgist fyrir 15. jflli.
ÞJÓÐÓLFUR
Uppsögn (skrifleg) bund-
in viö áramót, ógild nema
komi til útgefanda fyr-
ir 1. október.
XXXIX. árg. Reykjavík, föstudaginn 1. jiílí 1887. Xr. 28.
Hvað á alþing að gjöra við stjórnar-
skrána ?
Aðsent.
(Siíurl.). 3. Það er og höfuðatriði í þessu
máli, hvort vjer höfum tryggt oss svo
allt það, er vjer þurfum og þorum að
nefna, með þessu frumv., að vjer þurf-
um ekki breytinga af þeim ástæðum.
Það er auðvitað ekki gott að segja,
hvenær sje svo um hnútana búið, en
það er að vorri hyggju rjett, sem
nefndarálitin segja á síðasta þingi,
að hjer sje farið íram á það allt, sem
vjer eptir atvikum getum vænt að fá
og vel sje unandi við. Og einkum
verðum vjer vel að sjá við slíkum laun-
gröfum sem ákvæðum um frestandi j
neitunarvald, trygging fyrir bráða-
birgðalögum og fl. þess háttar, sem
lævísir menn geta tælt oss í, til að
sundra samhuga framsókn, og snúa
sigur úr höndum oss.
Að gott gæti verið að tryggja fyrir-
komulag á kosningum til alþingis,
betur en frumv. gerir, getur vel verið
satt, en vjer höfum kosningarjettinn
sjálfan tryggðan og það varðar oss
mestu; hitt nægir að hafa í kosn-
ingarlögum; og miklum tíma sízt
eyðandi til slíks.
Hvort þessi nýja stjórn verði dýr-
ari eða ódýrari en ijú sem nii er,
það er eins og allir vita komið undir
launalögunum og hefur ekkert saman
við stjórnarskrána að sælda.
Að vjer missum rjettindi, sem vjer
nú höfum viðþað að sleppa orðinu „sigl-
ingar“ úr 3. gr. stöðulaganna, þá 'skal
Lindstúngu til að finna það af þeim,
sem eptir verður, þegar allt það af
þeim er fráskilið, sem talizt getur með
til verzlunar, fiskiveiða og annara at-
vinnuvega. Stórir verða bitarnir ekki.
Úr orðunum „konungureða landstjóri“
verða auðvitað jafnlitil vandræði og
nú eru á verkaskiptum milli konungs
og landshöfðingja, því um verkaskipt-
in kveður konungur auðvitað skýrt á
í erindisbrjefi landsstjóra, og þá er
sú grýla frá.
4. Hjer eru þá í fáum orðum tald-
ar allar þær breytingar á frumvarpi
þessu,' sem máls hefur verið vakið á,
og þegar þær eru frá numdar, sem
vjer getum með engu móti gengið að,
án þess að eyðileggja frumvarpið
sjálft með öllu,og eins þær semvjerget-
um ekki vænzt að fram muni ganga,
þá verður allt, sem getur unnizt við
breytingar á frumvarpinu á þessu þingi
að eins þetta: I fyrsta lagi, þær
einar tilslakanir við stjórnina, sem
hljóta að verða þýðingarlausar, ef
þær eiga ekki að skaða oss. I öðru
lagi, óveruleg orðabreyting á bráða-
birgðarákvörðuninni, sem þó er ekki
nauðsynleg, og loks glöggari ákvæði
um ýms smáatriði, sem litlu skiptir
hvort standa í stjórnarskrá eða Öðrum
lögum. Betur en þetta getum vjer
ekki búið í haginn fyrir oss, meðan
vjer fáum ekki að vita vilja stjórnar-
innar nema í afsvörum hennar og á
skotspónum.
En gætum nú vel að, hvers vjer
missum við að breyta.
í fyrsta lagi: Tíma og íje; því i
það hlýtur að ganga megnið af
tíma þessa þings.
J öðru lagi: missum vjer trú og fylgi
nágranna þjóðanna við oss og málefni
vort og það er það, sem oss sliiptir
hvað mestu í þessu máli og meira
en menn almennt ætla; þa fa. þær
ástæðu til að trúa því, sem stjórnin
reynir að .breiða út um oss, að vjer
vitum aldrei, hvað vjer viljum. En
hver lífsnauðsyn oss er fylgi annara
þjóða, það sáum vjer ljósast þegar
Times tók í strenginn með oss í fyrra,
því þá rauk stjórnin upp til handa
og fóta, eins og á glóðum, og lýsti
því alstaðar sem hún gat, að hún
ætti engan þátt í lagasynjunum sín-
um, því hún ljeti landshöfðingjann
ráða því, hvað staðfest væri eða neit-
að at lögum alþingis. Hvað satt er
í þessu, má hún sjálf vita, en hitt
vitum vjer, að allar nágranna þjóðim-
ar fylgja meðferð Dana á oss, með
hinni mestu athygli, og vináttu þeirra
má Danastjórn allra kvikinda sízt án
vera. Þetta er sá liðstyrkur, sem vjer
megum ekkert spara til að halda.
Hjer er lika með oss allur þorri hinn-
ar dönsku þjóðar og allir hennar frjáls-
lyndustu og beztu menn. Og hvaðan
fáum vjer þá liðsyrði, ef allir þessir
menn missa trúna á vilja vorn, einurð
og staðfestu? Yorum eigin meðalgöngu-
mönnum höfum vjer einlægt verið
þakklátir, hafi þeir ekki spillt málum
vorum, fyrir annað höfum vjer sjald-
an þurft að þakka þeim. Sj álfar
stjórnirnar vitum vjerað sjaldan sína
örlæti, nema þegar þær eru neyddar
til að sleppa eyrinum til að halda,
krónunni. Pað er því vor eigin dujur
og samhuga atganga, og fylgi ogvinarhug-
ur frændþjöðanna, sem vier höfum hjer
að treysta. Annað er það ekki.
I þriðja lagi missum vjer álit og virð-
ingu stjórnarinnar sjálfrar, því þó
hún lýsi því, að við vitum ekki sjálfir,
hvað við viljum, og leiðtogar hennar
segi, að þessi stjórnarskrá sje enginn
þjóðvilji, þá er ekki víst hvað mikla
trú þessir menn sjálfir leggja á þessi orð
sin. Vjer vitum ekkert, hvað stjórn-
inni kann að vera sagt um vilja vorn,
og vjer höfumfulla ástæðu til að ætla,að
Nellemann muni með timanum leggja
meiri trúnað á fastan vilja vorn en
á launorð, sögð honum til þóknunar,
eða nafnlaus ósannindi í hægri blöðum
Dana, sem þeim eru send af huglausum
I ódrengjum í Reykjavík, sem auðvitað