Þjóðólfur - 01.07.1887, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 01.07.1887, Blaðsíða 2
mundu hanga aptan við hverj a stjórn hvernig sem hún væri. Hvað mikla trú fylgismenn stjórn- arinnar á Alþingi geti haft á orðum sínum um viljavorn, vitum vjer allir. Það er að vísu enginn hægðarleikur fyrir oss, að vinsa það úr vilja vorum, sem stjórnin kunni að fella sig við, eða krydda það henni þóknanlega. En vilja vorn vita þessir menn og er það vel kunnugt, að þjóðin öll hatar af öllu hjarta öll afskipti allra útlendra manna af málum vor- um öllum og ekki sízt Dana. Um endurbætur á kvikfjárrækt, Eptir Hermann Jónasson. III. Eitt með öðru fleiru, sem stendur kvikfjárræktinni fyrir þrifum, er að landið hefur engan dýralækni og engan, sem þekkir að nokkru ráði eðli og . lífærabygging húsdýranna. Það er þó sá grundvöllur, sem allar framfarir i kvikfjárrækt byggjast á; því að menn verða að þekkja, hvaða skilyrði þurfa til þess, að skepnan nái fullkomnun í þá átt, sem eptir er sótt. ’ Enn fremur verða menn að þekkja, hvernig eigi að koma i veg fyrir sjúkdóma og alls konar óhreysti í fjenaði; því að hraustleiki er eitt skilyrði þess, að skepnur beri góðan arð, og launi vel allan tilkostnað. Þetta ættu menn þvi fremur að hafa fyrir augum, sem útflutningur af lif- andi fje fer sivaxandi. En ef vjer eigum að þola samkeppni við aðrar þjóðir í þessari grein, þá verður íjen- aðurinn að vera vel útgengilegur, eins og hver önnur vara; en til þess verð- ur kvikfjárræktin að vera rekinn í- þróttlega, ef svo mætti að orði kveða. En til þess að það sje hægt, verða menn að geta leitað upplýsinga hjá einhverjum, sem þekkir nákvæmlega bygging og eðli skepnanna. En þess er einkum að vænta af dýralæknum. Ef einnig er litið til þess, hve ótta- legan skaða dýrasjúkdómar hafa í för með sjer, þá ætti öllum að blæða það i augum. Þó tekur út yfir, þeg- 110 ar sóttnæmir sjúkdómar hafa geisað; og þá hefur bezt komið í ljós, hve sára fáfróðir menn eru í þessum efn- um. Ollum er minnisstætt, hversu voðalegt tjón leiddi af fjárkláðanum, hve ákaft var rifizt um hann ár ept- ir ár, þing eptir þing, en fjárkláðinn æddi um eptir sem áður, og svipti landsmenn hundruðum þúsunda króna virði. Það er engan veginn sagt, að fjárkláðinn hefði bráðlega verið drep- inn niður, ef nokkrir dýralæknar hefðu verið í landinu; en hann hefði eigi orðið svo voðalegur gestur, ef landsmenn yfir höfuð að tala hefðu haft vit á málinu, og gætt skynsemi með að leggjast allir á eitt með að eyða fjárkláðanum, á hvern hátt sem það hefði verið gjört. Þá er það ekki smáræðis skaði, sem árlega leiðir af bráðapestinni. Jón Sigurðsson getur þess í ritgjörð sinni um bráðapestina á Islandi, að 1870— 71 hafi drepizt úr bráðasótt 6947 sauð- kindur í Sunnlendingafjórðungi. Það ár drapst í Vestmanneyjasýslu um 16,4°/0, G-ullbringu- og Kjósarsýslu 10,7°/0, Borgaríjarðar- og Mýrasýslu 10,0°/0 og í Árnessyslu 5,9°/0. Allir hljóta að sjá, hve voðalegt tjón leiðir af þessu. En er ekki hægt að meiru eða minnu að koma í veg fyrir það? Þaðer þó einkennilegt, að sama ár skyldi eigi drepast úr báðapest nema 0,0B°/# sauðfjár í Þingeyrjasýslu eða hundrað- asti partur að tiltölu við það, sem drapst á Suðurlandi. Margt fleira mætti og telja, sem sýndi fram á þann óttalega skaða, er dýrasjúkdómar hafa i för með sjer hjer á landi, en þess ætti ekki að gjörast þörf. Það hefur lengi vakað fyrir ýms- um, hver nauðsyn væri að hafa dýra- lækna hjer á landi, og að leitað væri þekkingar á sjúkdómum búpenings- ins; enda hafa ýmsar tilraunir verið gjörðar í þá átt, þótt ávextirnir hafi ekki orðið að tilætluðum notum. Það, er og eðlilegt, að svo hafi verið; því að útlendir menn hafa einkum gefið sig við þvi. Þeir hafa flestir vérið landshögum ókunnir, ekki kunnað málið, og stundum hefur þeim ekki gefizt færi á að sjá sjúkdóminn þann stutta tíma, sem þeir hafa dvalið hjer. Þannig var t. a. m. L. Heigaard sendur hingað árið 1827, til þess að rannsaka bráðasóttina. Hann var hjer eitt ár, og fór án þess að sjá kind veika af bráðasótt. Og eins hefur það verið optar, að árangurinn hefur ekki orðið sýnilegur. Sökum þessa sannfærðust menn á því, að nauðsyn- legt væri að hafa innlenda dýralækna, sem væru búsettir í landinu. Þann- ig var með konungsúrskurði 1. júní 1831* ákveðið, að þriðja hvert ár skyldi senda mann frá Islandi til náms við dýralæknaskólann í Höfn. Skyldi senda mennina til skiptis úr ömtun- um og fje lagt til ferðakostnaðar og námskostnaðar af jafnaðarsjóði. Þar á móti voru þeir, sem þessu sættu, skyldir að setjast að hjer á landi; en hið oþinbera skyldi borga þeim hæfi- lega fyrir ferðir, sem þeir færu í þágu þess. Þá var það, sem Teitur Finnbogason gekk á dýralæknaskólann í Höfn; útskrifaðist hann þaðan 1833 og fór til Reykjavíkur og settist þar að. Jón Sigurðsson og próf. Tsoher- ning voru sendi rhingað til lands 1859, til þess að kynna sjer fjárkláðann. í skýrzlu sinni til innanríkisráðgjafans leggja þeir til, að fjögur dýralækna- embætti sjeu stofnuð i landinu. I brjefi frá 11. maí 1863 til ráðaneytis- ins ræður dýralækninganefndin i Höfn meðal annars til þess, að útvega svo fljótt sem unnt er duglega dýralækna til íslands; og í brjefi frá 29. marz 1867, tók nefndin það enn á ný fram. Sumarið 1872 voru nautgripir flutt- ir frá austurlandi til Skotlands með gufuskipinu Queen. Þegar skipið kom til Skotlands, var nokkuð af naut- gripunum veikt af „Mund- og Klove- syge“. Sóttnæmisefnið hefur hlotið að vera í skipinu; þvi að þessi veiki hefur eigi komið fyrir hjer á landi. Þetta gaf tilefni til þess, að menn sáu þá hættu, sem vofði yfir með það, *) Lovsamling for Island.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.